Fylkir


Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 14.06.1968, Blaðsíða 4
i ra leik ÍBV _ Fram. (Myndina tók Eiríkur Einarsson). I B ¥ — Fram Messa. Guðsþjónusta verður í Landa- kirkju n.k. sunnudag kl. 10,30 f.h. Séra Þorsteinn L. Jónsson, predik- ar. Frá Landakirkja. Ákveðið hefur verið að jarðarfar ir hefjist eftjrleiðis kl. 1,30 e.h., en ekki klukkan tvö, eins og venja hefur verið. Andlát og jarðarfarir. Frú Vilhelmína Guðmundsdóttir andaðist á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, þann 1. þ.m. Var hún jarðsett frá Landakirkju s.L laugardag, 8. þ.m. Vilhelmína vaf fædd að Hvalsnesi, Stöðvar- fjrði, þann 5. ágúst 1884 og því á 84: aldursári. Fluttist ung að aldri að Keldum í Rangárvallasýslu, þar sem hún ólst upp. Hingað til Eyja fluttist hún ásamt eftirlifandi manni sínum, Hákoni Kristjáns- syni, árjð 1922 og bjuggu þau hjón in hér í bæ æ síðan, lengst af að Kirkjuvegi 88. Þeim varð þriggja barna auðið, sem upp komust. Stefán Finnbogason, Framtíð andaðist í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, þann 2. júní s.l. eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Var hann jarðsunginn frá Landa kjrkju s.l. mánudag, 10. þ.m. Stef- án var borinn og barnfæddur hér í Eyjum. Sjósóknari mikill og afla maður á sínum yngri iárum og i fram eftir æfi, en stundaði málara iðn hin síðari ár. Hann var fæddur 7. júlí 1891 og því nær 77 ára, er hann lézt. Kvæntur var Stefán Rósu Árnadóttur og ljfir hún mann sinn. Þeim varð 8 barna auð ið. Aðfararnótt 7. þ.m. andaðist hér á Sjúkrahúsinu, Ragnar Bene- diktsson, vigtarmaður, ,Vesturvegj '29. Ragnar var austfirskur að ætt, fæddur 13. marz 1895. Hann flutt- ist ungur að árum hingað til Eyja og bjó hér í nær hálfa öld. Tók hann mjkinn þátt í félagsmálum og var af öllum óvenju vel látinn og vinsæll. Eftirlifandi kona Ragnars er Guð munda Jónsdóttir og eignuðust þau 3 börn, sem öll eru nú upp komin. Ragnar verður jarðsunginn frá Landakirkju n.k. laugardag kl. 1,30 e.h. Vottar blaðið aðstandendum allra þessara aðila samúð sína. Hjónband. Fyrjr nokkru voru gefin saman í hjónaband, Sigríður Harpa Sigur jónsdóttir, Jónssonar frá Engey hér í bæ og Lýður Viðar Ægisson frá Siglufirði. Flytur blaðið þeim beztu ham- ingju og framtíðaróskir. Framboðsfundur. Stuðnjngsmenn Gunnars Thor- Vestmannaeyingar léku sinn ann an leik í 1. deildarkeppninni á vell inum inn vjð Hástein, í gærkvöldi, og þá við knattspyrnufélagið Fram úr Reykjavík. Leikar fóru svo að Fram vann með 4 mörkum gegn 2. Fram gerði fyrsta mark leiks- ins í fyrri hálfleik en ÍBV. jafn- aði rétt áður en hálfleikur var úti. Fram gerðj annað mark sitt í byrj- un síðari hálfleiks, en ÍBV. jafn- aði skömmu síðar. Stóðu leikar þá 2 mörk gegn 2 og færðist mikill spenningur og fjör í leikinn. Þeg- ar síðari hluti leiksjns var um það bil hálfnaður náði Fram til að gera tvö mörk í röð til viðbótar, en ÍBV. náði ekki til að gera fleiri mörk. Bæðj liðin áttu nokkur tæki- færi, sem ekki varð þó mark úr, ÍBV. heldu fleiri. ÍBV. átti oft góðan leik en ekki eins góðan og oft áður. Fram-liðið var sterkara en búist var við og oddsen héldu framboðsfund í Sam komuhúsinu, fimmtudaginn 6. þ.m. Ávörp fluttu, Steingrímur Arn- ar, séra Þorsteinn L. Jónsson, frú Oddný Bjarnadóttir og Páll Þor- björnsson. Gunnar Thoroddsen, frambjóð andi við forsetakjör, var mættur á fundinum ásamt konu sinni, frú Völu Ásgeirsdóttur. Fluttj Gunnar ítarlega ræðu um forsetaembættið, skyldur forseta og störf. Fjölmenni var á fundinum og var frambjóðandanum og konu hans vel og innilega fagnað. Fundarstjóri var Magnús Magn- ússon, bæjarstjóri, og fundarritari Sveinn Magnússon, lögregluþjónn. Áframhaldandi skoðun á vegum Krabbameinsfélags ís- lands fer fram í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja frá 19. júní n. k.. — Tímapantanir í síma 2065 kl. 13 til 16 frá 10. júní til 14. júní. Send verða út bréf til þeirra kvenna, sem komið hafa í leitar- stöðina í Reykjavík og gefst þeim þannig kostur á að koma í annað sinn. Þeim konum, sem fengu bréf í vor og ekki gátu komizt þá, er bent á að panta nú. Athugið, að skoðunin er fyrir allar konur á aldrinum 25 til 60 ára. lék oft vel og ágætlega með köfl- um og verður að telja sigur þess réttlátan, þó eðlilegri markatala hefði verið 4 : 3. ÍBV. liðið á enn óleikið 8 leiki í þessari 1. deildarkeppni nú í sum ar og hefur því enn alla mögulejka á að komast vel áfram í deildinni og alveg ástæðulaust að láta það nokkuð á sig fá, þó þessi leikur hafi ekki unnist. Ósigri í leik ber að taka með jafnaðargeði og láta hann ekkj á sig fá, heldur herða sóknina og fagna sigrum þegar þeir vinnast. AÐ GEFNU TILEFNI Einhver huldumaður, sem nefn- ir sig „Noj” gerir útsvarslagningu á mig að umtalsefni í síðasta Berg máli. Að veitast persónulega að meðborgurum sínum undir dul- nefni, sýnir visst jnnræti, og er yf irleitt ekki svaravert. Eg sé þó í þessu tilfelli ástæðu til að koma fram með leiðréttingu vegna þess, að mér varð sjálfum strax ljóst, er ég fékk skattseðil- inn, að útsvar mitt fékk ekkj stað ist, var allt of lágt, miðað við framtaldar tekjur mínar og eignir. Hér hafa orðið mistök, sem mér dettur þó ekki í hug að ásaka fram talsnefnd um, enda kynnti ég mér strax, að svo var ekki, heldur mun skekkjan hafa komizt inn vjð úr- vinnslu í skýrsluvélum ríkisins, sem látnar voru annast tölulegan útreikning útsvaranna. Framtals- nefnd mun að sjálfsögðu að þessu sinnj, eins og áður, leiðrétta þessa skekkju, sem aðrar, er í útsv.skr. eru ,hvort heldur þær eru til hækk unar eða lækkunar, um leið og hún afgrejðir útsvarskærur. Grein arhöfundur getur því sofið alveg rólega yfir því, að útsvar mitt mun hækka verulega frá því, sem það er í útsvarsskránni og að ég mun að þessu sinni, eins og áður greiða minn hluta af útsvörunum eftir því sem tekjur mínar og eignir segja til um, miðað við þær reglur, sem ,í gildi eru. Get ég út af fyrir sig verið þakklátur greinarhöfundi fyr ir að gefa mér tilefni til að koma þessari leiðréttingu að, því að það er mun óþægilegra að vera í út- svarsskránni talinn með allt of lágt útsvar heldur en of hátt. Guðlaugur Gíslason. Afli 09 útflutniDður Óvenju erfiðar gæftir hafa ver ið það sem af er vorvertíðjnni. Austlægar og suðlægar áttir og hefur það nokkuð hamlað og gert sjósókn erfiðari. Rúmlega 60 bátar munu stunda veiðar og er nú eingöngu veitt í humar- og fiskitroll. Sæmilegur afli hefur þó verið og munu vera kominn á land frá miðjum maí rúmlega 3800 tonn af fiski. Humar hefur verið tregur. Sæmileg og stundum mjög mik- il vinna hefur verið hjá fiskvinnslu stöðvunum og að jafnaði unnin eft irvinna og stundum næturvinna. Pökkun á saltfiskj hefur staðið yfir undanfarið en mun nú vera að ljúka því, sem pakkað verður í bili, en það mun aðeins vera um 60% af þeim birgðum, sem fyrir hendi eru. Allmikill útflutningur sjávaraf- urða hefur verið það sem af er árinu. Útflutt hefur verið, það sem af er árinu sem hér segir: Frystur fiskur ........ 5861 tonn Fiskimjöl ............. 5193 tonn Saltfiskur ............ 954 tonn Lýsj .................. 1284 tonn Hrogn ................. 19 tonn Aðolfundur F. í. Framhald af 2. síðu. að eignir félagsins höfðu verið af- skrifaðar um 41,8 milljónir nam rekstrarhalli kr. 22,8 milljónum kr. Flugfélaginu bættist við nýr far kostur á árinu. Er það hin nýja og glæsilega Boeing 727 þota félags- ins, sem notuð er til millilanda- flugs. Samanlögð vegalengd, sem vél- ar félagsins flugu á árinu nam sam tals 4,2 millj. km. Engin slys urðu á farþegum eða áhöfnum á vélum félagsins. Starfsmenn Flugfélagsins voru um sl. áramót samtals 378. Vestmannaeyjaflugið. Samkvæmt upplýsingum blaða- fulltrúa félagsins voru farnar sam tals 712 ferðir frá Reykjavík til Eyja. Tala farþega í þessum ferð- um varð samtals 24887. Flutt voru 663 tonn af vörum og 68 tonn af pósti til og frá Eyjum á s.l. árþ Vestmannaeyjar—Reykjavík er önnur stærsta flugleið félagsins í innanlandsflugi. FRÁ BÆJARBÓKASAFNI. í dag er síðasta útlán fyrir sumar- lokun. Þeir, sem hafa haldið bókum of lengi, geri full skil. Bókavörður. VERZLUNARPLÁSS til leigu á Þingvöllum, við Njarð- arstíg. Upplýsingar í síma 3001.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.