Fylkir


Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 2

Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Málgagn S j álf stæðisf lokksins TJtgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri: Guðlaugur Gíslason Prentsmiðjan Eyrún h. f. ðrslit lorsetahosninganna Úrslit í forsetakosningunum, sem fr'am fóru 30. f. m. urðu að fullu kunn síðari hluta mánudags 1. þ. m. Var þó auðséð þegar á sunnu- dagskvöld, er fyrstu tölur voru birtar í sjónvarpinu, að Dr. Kristj- án Eldjárn myndi verða kosinn með miklum atkvæðamun. Hinn mikli atkvæðamunur kom flestum ef ekki öllum nokkuð 4 óvart. Amennt var talið, að ekki yrði mikill munur á atkvæðum, hvor frambjóðandinn sem sigraði. Kom þetta meðal annars fram á blaðamannafundinum, sem haldinn var 1 sjónvarpssal, áður en nokkr- ar tölur voru birtar. Þar settu fram skoðanir sínar fulltrúar helztu blaðanna og voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um ,hvor fram- bjóðandinn myndi bera sigur úr býtum, en enginn kom fram með ábendingu um mikinn atkvæðamun öðru hvoru forsetaefninu til handa. En kjósendur höfðu þá þegar sagt sína skoðun við kjörborðið, og er það sá dómur, sem gildir í lýð- frjálsu landi. Kosningabarátta frambjóðend- anna beggja var háð af virðuleik og prúðmennsku, eins og þeirra var von og vísa. Því miður verður það sama ekki sagt um baráttu framkvæmdastjórn ar stuðningsmanna þess frambjóð- anda, sem kosningu hlaut. Úr þeim herbúðum heyrðust alveg furðuleg ar sögusagnir um mótframbjóðand ann og jafnvel konu hans. Sögu- sagnir, sem allir þeir, sem þau ágætu hjón þekkja vita, að eru víðsfjarri öllum sannleika . Ekkert skal um það sagt, hvort þessar sögusagnir hafa haft áhrif á kjósendur og er vonandi að svo sé ekki, og að hið ótvíræða mat kjósenda, sem fram kom í úrslita- tölum kosninganna, sé byggt á allt annarri og heilbrigðari hugsun. Blaðið óskar frú Halldóru og dr. Kristjáni Eldjárn trl- hamihgju méð úrslit kosninganna og vonar að störf þeirra og seta að Bessastöð- um megi verða þjóðinni til far- sældar. Framhald af 1. síðu. 1000 til 2000 metra. Jarðfræðingarn ir voru enn sem fyrr mjög van- trúaðir á að slíkt bæri árangur, en eftir ítarlegar viðræður, féllust þeir þó á sjónarmið Vestmannaey- inga, að þessa tilraun yrði að gera, áður en farið væri að hugsa í alvöru um vatnsleiðslu frá fastalandinu. Mæltu þeir með verkinu og var framlag til Jarðhitaddeildarinnar hækkað all verulega, eða um 2 milljónir króna á fjárlögum ríkis- ins 1964 vegna þessa verks, þar sem samkomulag hafði orðið um, að ríkissjóður greiddi helming kostn aðar við borunina á móti Vest- mannaeyjakaupstað. Eins og kunn- ugt er var boruð ein hola hér inn við Skiphella á árinu 1964 niður í 1565 metra dýpi í þeirri von, að komið yrði niður á vatnsæð frá fastalandinu. En þessi tilraun bar heldur ekki tilætlaðan árangur. Kostnaður við verkið varð rúmar 6 millj .kr. og var greiddur að hálfu af Vestmannaeyjakaupstað og að hálfu af ríkissjóði. Vatnsleiðsla frá fastalandinu. Þegar þa ðlá fyrir, að allar þær tilraunir til öflunar neyzluvatns, er hér hefur verið lýst, bæði borun eftir grunnvatni, framleiðslu vatns úr sjó og djúpborun, höfðu borið neikvæðan árangur, stóð bæjar- stjórn frammi fyrir þeirri stað- reynd, að ef byggja ætti hér vatns veitu, sem bæjarfulltrúar voru all- ir sammála um, að væri lífsspurs- mál fyrir byggðarlagið, var ekki fela bæjarstjóra að láta gera kostnaðaráætlun um leiðslu frá landi vegna fyrirhugaðrar vatns veitu hér í Eyjum. Kostnaðar- áætlun þess verkfræðings eða verkfræðinga, sem áætlunina gera, verði síðan Iögð fyrir bæjarstjórn.“ Tillagan hlaut samþykki allra bæj arf ulltrúanna. Og í framhaldi af þessari sam- Jafnhliða samþykkir bæjarstjórn að láta gera teikningu af 5000 tonna vatnsgeymi, sem staðsett- ur yrði í ca. 55 metra hæð, vest- an Dalavegar fyrir ofan Gagn- fræðaskólabygginguna." Einnig þessi tillaga var samþykkt mcð atkvæðum allra bæjarfulltrúa og hefur verið unnið á grundvelli hennar síðan að byggingu vatns- veitunnar. Innkaupastofnun ríkisins annaðist útboðið. Með því að gert var ráð fyrir frá upphafi, að vatnsveituframkvæmd- Kapalskipið Henry P. Lading ásamt dráttarbátnum Friggá. þykkt steig bæjarstjórn skrefið til fulls með samþykkt ,sem gerð var að tilhlutan þáverandi meiri- hluta bæjarstjórnar á almennum fundi hinn 25. júní 1965. En samþykkt bæjarstjórnar var á þessa leið: „Með því að jarðboranir í sambandi við öflun neyzlu- vatns hér í Eyjum hafa ekki borið árangur og framleiðsla Vatnsleiðslan um borð í Henry P. Lading. um aðra leið að velja, en að virkja uppsprettu uppi á fastalandinu og leggja vatnsleiðslu út í Eyjar.. Hafði þá náðst samkomulag um að virkja uppsprettu í landi jarðarinn ar Syðsta-Mörk undir Eyjafjöllum, ef t-il kæmi. Með þessa staðreynd í huga lagði þáverandi meirihluti bæjarstjórnar fram eftirfarandi til- lögu á fundi bæjarstjórnar hinn 28. janúar 1965. „Bæjarstjórn samþykkir , að vatns úr sjó virðist ekki enn komin á það stig, að fjárhags- lega sé gerlegt að stofna vatns- veitu á þeim grundvelli, sam- þykkir bæjarstjórn á grundvelli fyrirliggjandi bráðabirgðaáætl- unar um leiðslu frá landi að leita tilboða í tvær sex tommu vatnsleiðslur ca. 12,5 km„ ann- arsvegar efni ðsjálft (leiðslurn ar) og hinsvegar leiðslurnar lagðar næsta vor eða sumar. irnar yrðu styrktar af ríkisfé, var Innkaupastofnun ríkisins falið að annast útboð í leiðsluna, bæði í efn ið ,sem þurfti í leiðsluna yfir sund ið milli lands ,og Eyja og einnig uppi á lai.di. Fjöldinn allur barst af tilboðum í efni í þessar leiðslur, en aðeins eitt fyrirtæki, norska fyr irtækið Porsgrunn, lagði fram hreint tilboð í að skila sjóleiðsl- unni lagðri og fullfrágenginpi, en úr óeinangruðum plastkiðslum, er þyngja átti með blýi eða steypu- klossum, til að halda henni við sjávarbotninn. Tæknilega séð var ekkert talið til fynrstöðu að leggja slíkar leiðslur, en mjög skiptar skoðanir um styrkæika þeirra og endingu, miðað við aðstæður. Nokkur tilviljun ræður. Sem lokatilraun var það spor stigið áður en nokkurt fyrirliggj- andi tilboð var samþykkt, að leitað var til nokkurra þekktra kapal-fyr irtækja bæði í Bretlandi, Þýzka- landi og Frakklandi, með fyrir- spurn um, hvort þau gætu fram- leitt vatnsleiðslu, sem einangruð væri og styrkt eins og neðansjávar kapall. Ekkert þessara fyrirtækja taldi si ghafa aðstöðu til að fram- leiða slíka leiðslu. Nokkur tilviljun var, að svo hittist á, að hér á landi var þá staddur sölustjóri fyrir danska fyrirtækið Nordisk Kabel & Traadfabrik og var bæjarverk- fræðingi falið að setja hann inn í málið með ósk um, að fyrirtæki hans gerði tilraun til að leysa það,

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.