Fylkir


Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 3

Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Blckkingar forseto bœjdrstjórnar. á framangreindan hátt, og varð hann við þessum tilmælum. Þetta var síðast á árinu 1965. Fyrri hluta ársins 1966 tilkynnti N. K. T., að tilraunir þeirra hefðu borið tilætlaðan árangur og óskaði fyrirtækið eftir, að íulltrúar frá Vestmannaeyjakaupstað kæmu til Kaupmannahaínar og skoðuðu sýn ishorn af leiðslunni og til frekari viðræðna um málið. Féllst bæjar- stjórn á þessi thmæli og fóru tveir fulltrúar frá meirihlutanum og tvem frá minnihlutanum ásamt Þór halli Jónssyni verkfræðingi til Hafnar síðast í apríl það ár. Virt ist leiðslan í öllum aðalatriðum svara þeim kröfum, sem gerðar höfðu verið, en N. K .T. taldi sig ekki reiðubúið til endanlegra samn ingagerða, þar sem þeir væru enn ekki búnir að ráða fram úr erfið- leikum við að flytja leiðsluna frá verksmiðju og niður í skip til flutn ings hingað til Eyja, en þó gert ráð fyrir, að hún yrði lögð á miðju ;ári 1966. Jafnframt tóku fulltrúar N. K. T. að sér að kanna mögu- leika á að útvega danskt eða er- lent lán til minnst 10 ára með venjulegum vöxtum til greiðslu á leiðslunni. o , - Vegna meiri örðugleika á'.flutn- ingi leiðslunnar til skips en vitað var um ,er framangreindar viðræð ur áttu sér stað, óskaði N. K. T. síðar eftir eins árs fresti til að skila leiðslunni. Féllst bæjarstjórn ein- róma á þessi tilmæli, þar sem hún taldi ekkert aðalatriði hvort leiðsl an kæmi ári fyrr eða síðar, aðeins ef hún væri eins tryggilega á garði gerð og kostur væri á. • 'ii t \ Samningum haldið áfram. Var samningum haldið áfram við hið danska fyrirtæki N.K.T. á ár- unum 1966 og 1967 og þeir endan- lega undirritaðir hér í Eyjum í ágúst-mánuði 1967. Var s. 1. sumar og aftur nú unnið að lögn bæjarkerfisins, og hefur seinkun á afgreiðslu leiðslunnar ekki valdið neinu teljandi tjóni að því er séð verður. Leiðslan komin. Eg hef talið rétt að rekja í helztu atriðum gang þessa máls, sem er Tang stærsta framkvæmd, sem kaup staðurinn hefur nokkurntíma lagt í eða kemur sennilega til með að leggja í um nokkra framtíð, að því er séð verður í dag. Og nú er leiðsl an komin hingað til Eyja, eins og fyrr er sagt og vonandi gengur lögn hennar samkvæmt áætlun og mun pað ábyggilega ósk allra bæj- . arbúa að hún komi að tilætluðum notum og verði ,til þess að gera okkar ágæta byggðarlag enn byggi legra en áður. Guðl. Gíslason. í síðasta Framsóknarblaði, sem út kom 5. þ. m., þykist Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, vera að svara ádeilum mínum á meirihluta bæjarstjórnar fyrir van efndir í framkvæmdum, eða fram kvæmdaleysi og misnotkun þeirra á fjármunum, sem fengnir voru og ætlaðir " vatnsveituframkvæmd- anna. Persónulegum skætingi hans hirði ég ekki um að svara. Tel hann ekki þess virði eða skipta mál. Eg vildi aðeins vara hann við slíkum skrifum, því ef hann vill halda þeim áfram, má hann gera sér fulla grein fyrir, að hann er ekki sterkur á svellinu og hefur sínar betri og lakari hliðar, eins og almennt geris't og gengur. Eg hef oft heyrt forseta bæjar- stjórnar halda fram furðulegum staðhæfingum á fundi bæjarstjórn- ar, sem mjög benda til þess ,að þekking hans á sveitar- og bæjar- stjórnarmálum sé mjög af skornum skammti. Yfirleitt hef ég talið þetta kjánaskap og látið það gott heita. En þegar hann á opinberum vett vangi reynir á flótta sínum í um- ræðum um bæjarmálin að blekkja lesendur Framsóknarblaðsins með hreinum rangfærslum og staðlaus um stöfum, tel ég ástæðu til að leiðrétta það. Gróðinn á vatnsveitunni. S. K. telur í umræddri grein sinni, að ég hafi haldið því fram hér í blaðinu, ,,að bærinn sé þegar farinn að græða á vatnsveitunni.“ Telur hann, að þetta fái ekki stað- izt, þar sem vatnið sé enn ekki farið að renna og að ég hafi þess vegna farið með staðlausa stafi. Er hér um hreina blekkingu að ræða og hefur mér a ðsjálfsögðu aldrei dottið í hug að halda fram þeim barnaskap, að bærinn væri farinn r.ð „græða“ á fyrirtæki, sem er enn í uppbyggingu og ekki farið að afla sér neinna rekstrartekna. Hitt er rétt, að ég hef fullyrt og er al- veg tilbúinn að standa við það, að kókhald bæjarins og reikningar ■sýna, að meirihlutinn hefur misnot að tekjuöflun til vatnsveitunnar og notað fé frá henni sem tekju- lind fyrir bæjarsjóð til daglegra útgjalda. Tekjuöflu vatnsveituframkvæmdanna. í 2. tbl. Fylkis benti ég réttilega á, að álögð útsvör vegna vatns- veitunnar, ríkisframlag og lántök- ur, næmu samtals um s. 1. áramót kr. 28,5 millj., en útgjöld á sama tíma kr. 22,5 millj. og sagði um þetta orðrétt: „Það liggur því alveg ljóst fyr- ir, að með álögum sínum á bæjar- búa, ríkisframlagi og lántökum, nefur meirihluti bæjarstjórnar haft verulega fjárhæð, eða allt að 6 millj. kr. til ráðstöfunar vegna þess ara framkvæmda, umfram það, sem hann hefur eytt til þeirra. Þetta eru tölur, sem teknar eru beint úr reikningum og bókhaldi bæjarsjóðs og verða því ekki vé- fengdar, að minnsta kosti ekki af fulltrúum meirihlutans.“ Og ennfremur í lok greinarinnar orðrétt: „Hitt er rétt, þó furðulegt megi heita, að ráðamönnum bæjarins hef ur tekizt a ðnota þessar framkvæmd ir sem tekjulind fyrir bæjarsjóð til daglegra útgjalda.“ Það má vel vera, að forseti bæj- arstjórnar skilji þetta þannig, að ég telji að „gróði“ sé orðinn af rekstri vatnsveitunnar. En ef svo er ,er hann meiri rati en han nhefur leyfi til að vera og ég held að hann sé. Eg held frekar að þetta sé vandræða fálm hjá honum til að draga at- hygli lesenda Framsóknarblaðsins frá kjarna málsins. Skaðlegt að birta þetta. S. K. heldur því fram í um- ræddri grein sinni, að það gæti ver ið skaðlegt að birta þetta. Um það skal ég ekki dæma, en hjá því varð ekki komizt. Bæði ég og aðr- ir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðum oftar en einu sinni bent á það á fundum bæjarstjórnar, að það gæti verið hættulegt fyrir vatnsveituframkvæmdirnar að nota fé, sem til þeirra væri sérstaklega aflað til annarra þarfa og gera þær með þeim hætti fjárvana þeg ar kannski verst gengdi. Þetta var réttmæt gagnrýni minnihlutans, en þessum ábendingum var ekki sinnt þá. En síðar hefur komið í ljós, a ðumrædd gagnrýni og grein mín í Fylki, hefur leitt meirihlut- ann inn á rétta braut í þessum efn um, því að á síðasta bæjarstjórnar- fundi um miðjan júní, gerði bæjar- stjóri grein fyrir lánsfé, sem til vatnsveituframkvæmda var nýlega fengið, og kom þar í ljós, að allt, sem ráðstafað hafði verið af lán- inu var notað vegna þessara fram- kvæmda, en restin lá í hans vörslu til síðari nota fyrir vatnsveituna. Ef fjárreiður bæjarins eru komn ar í þann farveg, að forseti bæjar- stjórnar telur, að skaðlegt geti ver ið fyrir byggðarlagið að birta op- inberlega tölur úr reikningum bæj- arsjóðs eða bókhaldi hans ,er það atriði, sem samiarlega þarf nánari athugunar við, og honum eða meiri- hlutanum sízt til framdráttar eðá sóma. Óheiðarlegur málflutningur S. K. Eg vítti S. K. í síðasta Fylki fyr ir óheiðarlegan málflutnings vegna þess, að ég taldi það bæði ódrengi legt af honum og óheiðarlegt að vera að reyna að læða því inn hjá lesendum Framsóknarblaðsins, að það væri starfsmönnum bæjarins, en ekki honum eða meirihlutanum að kenna, að ekki hefur enn bólað á nýjum framkvæmdum, sem lof- að hafði verið bæði fyrir og eftir kosningar, og benti ég réttilega á, að aumlegri vörn hefði aldrei sézt frá neir.um bæjarfulltrúa. En asninn virðist ekki ríða við einteynjing í skrifum hans, hvað þetta snertir. í umræddri grein sinni í síðasta Framsóknarblaði birtir S. K. að han ntelur tillögu fulltrúa Sjálfstæð isflokksins frá bæjarstjórnarfundi hinn 11. júlí 1966. — Við þessu væri ekkert að segja, ef hann hefði haft manndóm í sér að birta tillöguna í heild og efnislega rétta, en svo er ekki, heldur er að- eins tekinn miðhlutinn úr tillög- unni og upphafi og endi sleppt og henni breytt efnislega með því að sleppa úr henni einu orði, og þykir slíkt nú til dags heldur aumleg og léleg blaðamennska og er hrein blekking. Þingmál o. fl. S. K. kemur nokkuð inn á þing- mál í grein sinni. Gefur þetta mér vissulega kærkomið tækifæri til umræðna við hann um þessi mál síðar þegar betra rúm verður í blaðinu. Því hvenær hefður það skeð í tíð Framsóknarflokksins, að ekki hafi verið um hækkandi fjár lög að ræða og hvaða flokkur skyldi oftar hafa staðið að gengis- breytingu hér á landi en einmitt Framsóknarflokkurinn. Og hvert var framlag ríkissjóðs til reksturs og uppbyggingar bæjarfélagsins t. d. í tíð vinstri stjórnarinnar, og hvert er það nú í dag. Allt eru þetta atriði, sem sjálf- sagt er að rifjuð verði upp og mun ég hér í blaðinu sjá um að svo verði gert strax og aðstaða leyfir. Guðl. Gíslason. Fasleignasala í ágústmánuði mun ég hefja fasteignasölu í Vestmannaeyjum og eru þeir aðilar, sem óska eft- ir að selja fasteignir eftir þann tíma, beðnir að hafa samband við mig hið fyrsta. & Pétur Eggerz VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Strandvegi 43. — Sími 2314. Viðtalstími: kl. 4—7 virka daga, nema laugardaga kl. 11—12.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.