Fylkir


Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 4

Fylkir - 12.07.1968, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Þjóðhátíðm. Rabbað við Eviólf á Bessastöðum um bióðhótíð- ina í gamla daga. Eyjólfur á Bessastööðum er einn af hinum eldri „innfæddu" Vest- mannaeyingum. Blaðið hitti hann að máli og beindi til hans nokkr- um spurningum varðandi þjóðhá- tíðirnar í gamla daga. í fyrsta lagi, Eyjólfur. Hver er fyrsta þjóðhátíðin ,sem þú manst eftir? — Fyrsta þjóðhátíðin, sem ég man eftir var 1901. Man ég sérstak lega eftir þessari þjóðhátíð vegna þess, að henni var frestað á síð- ustu stundu. Eg var kominn í sparifötin og tilbúinn að fara í Dal inn, en boðin komu um frestun- ina. Vonbrigðin urðu eðlilega mik il, en hátíðin var haldin daginn eft ir á sunnudeg í blíðskaparveðri. — Hvað heldurðu að hafi verið mörg tjöld í Dalnum á þeim tíma og hvað margt fólk? — Þau árin hafa sennilega verið milli 10 og 20 tjöld, allt „hrauk“ tjöld. Flest allt fólk Eyjanna sótti þjóðhátíðina. Sennilega um 300 manns. — Hvað var þá helzt til skemmt- unar í Dalnum? — Það voru ræðuhöld og ræðu- menn voru sóknarpresturinn, sýslu maður, héraðslæknir og Sigurður hreppstjóri. Flutt var minni ís- lands, minni Eyjanna, minni kvenna og sjálfvalið efni hjá hrepp stjóra. — En íþróttir? — Þær voru nú fábrotnar þá. Kappróður um morguninn frá Eið- inu yfir í Lækinn. Og tvennu man ég eftir í Dalnum: Pokahlaupi, sem Grímur á Kirkjubæ vann og þrek raun. En hún var í því fólgin, að Ingvar í Hólshúsi lyfti þá samtím- is fjórum þyngstu mönnum Eyj- anna, en þeir voru í þetta sinn séra Oddgeir Guðmundsson, Þor- steinn læknir, Anton Bjarnasen faktor og Jón eldri í Mandal. Var mér sagt, að Ingvar hefði spurt áð- ur en hann lyfti mönnunum: Eru þá allir komnir? Og var þetta haft að orðtaki á eftir. Að þrekrauninni lokinni rétti Þorsteinn læknir Ing- vari tvær krónur, sem var talsverð ur peningur þá. Allir eru þessir menn nú löngu látnir. — En veitingar, hvernig voru þær? — Fyrsta veitingatjaldið, sem ég man eftir mun hafa verið 1908. Seldi Valdimar Ottesen þar alls konar sælgæti, ennfremur límonaði og einnig Gamla-Carlsberg. _ Þú segir Gamla-Carlsberg. Manstu hvað hann kostaði? — Ekki man ég hvað hann kost- aði á þjóðhátíðinni. En hann mun þá hafa kostað 12 aura í búðum. Síðar hafði Helga ráðskona á Gamla spítalanum kaffisölu í sér- stöku tjaldi. Þórunn í Landakoti hitaði kaffið, en Lovísa systir mín á Búastöðum annaðist uppvartn- ingu. — Á hvern annan hátt gerðu Eyjólfur Gíslason menn sér uagamun í Dalnum. Var vínneyzla mikil? — Menn gengu ámilli tjalda og heimsóttu kunningjana. Vínneyzla var ekki mikil. Bindindisstarfsemi var þá í miklum blóma. Allt yngra fólkið og margt af því eldra var í stúkunni Báru. En þeir sem ekki voru templarar áttu lögg á glasi og gáfu kunningjunum út í kaffið. — Var ekki dansað í dalnum þá eins og nú? — Jú, vissulega var dansað og það langt fram á morgun til klukk an fimm eða sex, þó ekki væri nema einföld harmóninka. Afarmikið var sungið bæði að deginum og nótt- unni til. Bæði blandaðir kórar, karlakórar og allskonar kórar. — Finnst þér mikil breyting á þjóðhátíðinni síðan þú manst fyrst eftir? — Jú, það er mikil breyting. Þá var útbúnaður í tjöldum að vísu mun fábrotnari en nú er og minna haft fyrir öllu. En þá þekkti mað- ur hvert andlit í Dalnum og allir skemmtu sér innilega við dans og gleði í tjöldunum og söng alla nótt ina. Eyjabúar voru þá allir eins og ein samstillt fjölskylda. Tímarn ir eru að sjálfsögðu breyttir. Marg falt fleira fólk eins og eðlilegt er, bæði bæjarbúar og aðkomufólk og mikil dagskrá í allt að þrjá daga íþróttanna sakna ég mest. Þær voru vel þegnar og alltaf mikill spenn- ingur í sambandi við þær. — Og að lokum, Eyjólfur. Þú sagðir áðan, að Gamli-Carlsberg hefði verið seldur í Dalnum þegar þú manst fyrst eftir. Hvernig held urðu, að slíkt yrði þegið nú? — Eg held ,að bæði ég og aðrir myndu fá sér eina eða tvær flösk- ur af Carlsberg, ef það væri fyrir hendi og sleppa þá heldur sterku drykkjunum. Þar með lauk þessu stutta rabbi við Eyjólf á Bessastöðum. Golfmót Islands. ^ stendur yfir þessa dagana á golfvelli Golfklúbbs Vestmanna- eyja inni í Herjólfsdal. Hófst það s. 1. þriðjudag og lýkur á morg- 'un. Leikar stóðu þannig í gærkvöldi: Meistaraflokkur (eftir 36 holur): högg. 1. Hallgrímur Júlíusson, Vm. 146 2. Einar Guðmundsson, Rv. 147 3. Þorbj. Kjærbo, Suðurn. 149 I. flokkur (eftir 36 holur): 1. Marteinn Guðjónssan, Vm. 157 2. og 3. Haukur V. Guðm.son, Rv. og Gunnar Þorleifsson, Rv. 159 II. flokkur (eftir 36 holur): 1. Pétur Antonsson, Suðurn. 159 2. Þorv. Jóhannsson, Rv. ..... 169 3. Ragnar Guðmundsson, Vm. 171 Kvennaflokkur (eftir 27 holur): 1. Guðfinna Sigurþórsdóttir. Suðurnes 152 2. Laufey Karlsdóttir, Rv. .. 155 3. Ólöf Geirsdóttir, Rv. ...... 164 Unglingaflokkur (eftir 54 holur). 1. Hans ísebarn, Rv. ........ 234 2. Jón H. Guðlaugsson, Vm. .... 236 3. Björgvin Þorsteinsson, Ak., 239 Öldungakeppni (50 ára og eldri) er enn óútkljáð, en þar eru lægstir Júlíus Snorrason, Vm. og Vilhjálm ur Árnason, Rv. með 90 högg hvor eftir 18 holur. Athugið að panta strax. Viðgerðir á þjóðhátíðar- og ferða- tjöldum ekki teknar seinna en 15. júlí. Tjaldbotnaefni. Tjaldaefni. Rennilásar. Tjaldsúlur. Hælar. Sóltjöld. Toppgrindarpokar. Seglagerð Halldórs (Ekki sími) Til sölu. Bifreiðin V-533, CORTINA, árgeð 1965. Upplýsingar hjá Guðmundi Kristjánssyni. Ajli 09 útflutningur Samkvæmt hinni árlegu skýrslu Fiskifélags íslands, sem birtist í 10. tölublaði Ægis hinn 1. júní, nam heildarafli, sem lagður var á land hér í Vestmannaeyjum árið 1967 samtals rúmlega 94 þúsund tonnum á móti rúmlega 104 þúsund tonnum árið 1966, og er þetta langsamlega mesti afli e.nnar verstöðvar utan Reykjavíkur. pus. tonn. Bátafiskur ................ 39,5 Síld ...................... 24,2 Loðna ..................... 30,1 Humar ...................... 0,4 Samtals .................. 94,2 Útflutningur frá Eyjum 1967: tonn. Hraðfrystur fiskur ......... 9.402 Hraðfryst síld ............. 3.504 Hraðfryst hrogn .............. 361 Hraðfryst refafóður .......... 661 Fiskimjöl .................. 3.029 Síldarmjöl ................. 3.296 Loðnumjöl .................. 2.411 Síldarlýsi ................. 2-605 Loðnulýsi .................. 1.185 Saltfiskur ................. 2.872 Söltuð flök .................. 172 Söltuð hrogn ................. 106 Söltu ðsíld .................. 472 Skreið ........................ 7? Ýmsar vörur ................ 1.210 Samtals: 31.363 Heildarverðmæt' þessa afla mun samtals nema um 400 millj. kr. og er það rúml. 10% af verðmæti út- fluttra sjávarafurða það ár. Biafra-söfr.unin hefur farið hér fram á vegum Rauða kross deildarinnar. Söfnuð ust yfir 50 þús. kr. í peningum. Hafa margir lagt þar af mörkum svo um munaði, t. d. Systrafélagið Alfa og Skipshöfnin á m.b. Guð- jóni Sigurðssyni, þá hefur ísfél. Vestmannaeyja h. f. lagt fram skreið fyrir kr. 50—60 þús. kr. og Arnoddur Gunnlaugsson skipstjóri sama fyrir um 20 þús. kr. Fyrir allt þetta þakkar Rauða kross deildin ákaflega vel. Enn er þó ekki söfn un alveg lokið og mun undirritað- ur og Lýður Brynjólfsson, skóla- stjóri, veita frekari framlögum viðtöku. Vm. 12. 7. 1968. E. Guttormsson. Lóð til sölu í nýju hverfi í bænurn. Lóðin er 750 fermetrar. — Upplýsingar í prentsmiðjunni, sími 2006. Tíl sölu er HÚSTJALD. — Upplýsingar í síma 1217.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.