Fylkir


Fylkir - 05.02.1971, Blaðsíða 4

Fylkir - 05.02.1971, Blaðsíða 4
4. Fylkir Örn Bjarnason, héraðslæknir: Nýtt sjúkrahús. — Bætt þjónusta. Hér verður sagt nokkuð frá byggingarframkvæmdum í nýja sjúkrahúsinu og væntan ægri starfsemi í læknamið- stöð. Bygging sjúkrahússins hófst 1964 og hafa nú verið reistar tvær álmur af þrem, sem fyrirhugaðar eru, ásamt tengi húsi. Deildaskipting. í álmu, sem liggur austur- vestur samsíða Sólhlíð, verða í kjallara geymslur og hugs anlega þvottahús, á fyrstu hæð eldhús og borðstofa, á efri t-veim hæðunum lyflækn- inga- og handlækningadeildir og verða 24 rúm á hvorri deild; í álmu, sem enn er óreist verður rými fyrir 50-75 vist- menn á hjúkrunardeild og dvalarheimili aldraðra. í suðurálmu verður á jarð hæð kapella, ýmiss táekjabún- aður fyrir sjúkrahúsið og auk þess er þar nokkurt húsrými, sem óráðstafað er. Á fyrstu hæð verður mæðravernd og ungbarnavernd, skrifstofa og afgreiðsla. í tengiálmu og í suðurálmu verður slysavarðstofa, rann- sóknastoía, röntgendeild auk vinnuherbergja lækna og hjúkrunarkvenna. Er þessi hæð og tengiálma nú nærri fullbúin og verða tekin i notkun á næstu mánuðum. Þá er einnig verið að ljúka við miðhæð í suðurálmu, þar sem verður til húsa svonefnd læknamiðstöð, sem síðar verð ur vikið að. Á þeirri hæð er ennfremur óráðstafað hús- næði, sem líklega verður tek ið fyrir sjúkraþjálfun. Á þriðju hæð suðurálmu verða væntanlegar skurðstof- ur, fæðingarstofa, svæfinga- deild og sótthreinsun. Er þessi hæð tilbúin undir tréverk og málningu. Undirbúningur sjúkradeilda og eldhúss er skemmra á veg kominn. Þó hefir þegar ver- ið unnið allmikið af múrverki og ýmsum lögnum. Læknamiðstöð Itannsóknastofa. Málin standa því í stuttu máli þannig, að innan þriggja mánaða verður opnuð lækna- miðstöð og batnar þá til muna öll aðstaða til að veita almenna læknisþjónustu. Samtímis verður tekin í notkun ný rannsóknastofa, sem gerbreyta mun allri að- stöðu tii lækningarannsókna. Hefur Kvenfélagið Líkn lagt fram það fé, sem þurft hefir til tækjakaupa. Vil ég nota tækifærið og flytja Líknar- konum þakkir fyrir ágætan stuðning ,fjárhagslegan og sið ferðilegan, sem hefir orðið mikil hvatning. Á næsta sumri er væntan- legur lyflæknir, sem mun veita rannsóknastofunni for- stöðu og annast val á tækja- búnaði, enda hefir nú aðeins vcrið pantaður hluti þeirra, sem endanlega verður þörf fyrir. Þá þarí fijótlega að hyggja að kaupum röntgentækja, en tæki sem henta myndu hér, kosta nú rúmar 3 milljónir króna. Þjónustudeildir. Nú kann einhver að spyrja: Hvers vegna er ekki byrjað á eldhúsi og sjúkradeildum? Raunar liggur svarið ljóst fyrir, því eins og allir vita, er gamla sjúkrahúsið, þó að það hafi svarað kröfum tím- ans fyrir 40 árum, löngu oi'ð- ið úrelt, vegna þess að þar er svo til engin vinnuaðstaða fyrir þá þjónustu, sem ein- kennir nútímasjúkrahús. Það scm veldur því, að mik ill fjöldi sjúklinga er send- ur til meðfei'ðar í höfuðborg- inni er, að skilyrði til rann- sókna haia þar tekið stórstíg- urn framförum, meðan lands- byggðin hefir dregizt aftur úr. Hefir þetta og átt þátt í læknaskoi'ti í dreifbýlinu. Nuuðsyn ber því til að koma upp rannsókna aðstöðu og hefir okkur þegar borizt nýr starfskraftur, meinatæknir, og von er á öðrum til viðbót- ar í haust, auk læknis, sem hefir búið sig sérstaklega undir að veita ránnsóknar- stofunni forstöðu, eins og áð- ur er nefnt. Góð rannsóknastofa verður því fyrir hendi, og þegar bú- ið verður að koma upp góðri röntgendeild, er hægt að fara á stúfana og reyna að fá hing að skurðlækni, sem tæki við stjórn væntanlegrar hand- iækningadeildar. Er því aðeins um það að ræða, hversu miklu fé verð- ur hægt að veita til sjúkra- hússins og hvern stuðning YFIRLITSTEIKNING M.EÐ SKÝRINGUM Gi'n Bjarnason, liéraðslæknir. það fær frá félagasamtökum og einstaklingum. Sjúkrahúsið er framar öllu sameiginlegt hagsmunamál ailra bæjarbúa og hér þarf að vera hægt að veita betri þjónistu en víðast annarsstað ar. Ilópsamvinna lækna. Bætt læknisþjónusta er nú ofarlega á baugi um allt land. Eru menn sammála um, að al- menningur verði aðnjótandi beztrar þjónustu, ef hægt er að sameina í eina heild alla þætti heilbrigðisþjónustunn ar: Sjúkrahúsþjónustu, heilsu verntí, almennar lækningar og séi'fræðiþjónustu. Mikið er nú rælt rm lækna miðstöðvar og hópsamvinnu iækna. Skal nokkur grein gerð fyrir þessum hugtökum. Hópslarf hcimilislækna. Hópstarf almennra lækna (group practice) merkir, að hcimiiislækningar eru stund- aðar af almennum læknum, sem starfa mjög náið saman, leita ráða hver hjá öðrum um rannsóknir og meðferð og hafa sameiginlega spjaldski'á yfir sjúklinga, en sjúklingi er heimilt að leita þess læknis, sem hann óskar. Hópurinn hefur nokkra starfsskiptingu, þannig að læknarinr kynna sér sérstaklega eina cða fleiri greinar læknavísindanna. Hópurinn hefur sameiginlegt húsnæði fyrir starfsemina í læknamiðstöð (medical cen- tre) og stjórna þeirri stofn- Un sjálfh'.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.