Fylkir


Fylkir - 30.04.1971, Page 2

Fylkir - 30.04.1971, Page 2
Fylkir oooooooooooooooooooooooooooooo Málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfélag Vestmannaeyja Prentsmiðjan Eyrún h.f. Ritnefnd: Steingrímur Arna: (áb.) Ármann Eyjólfsson He!gi Bernódus Jóhann Friðfinnsson Ingibjörg Johnsen Hörður Bjarnason Guomundur Karlsson Auglýsin“ar: Steingrímur Arnar Sími 1620 oooooooooooooooooooooooooooooo ‘Uvað cr að gcrasí á miðunum? V'etrarvertíð er nú að ljúka. | Sennilega þeirri lélegustu. sem nokkurntíma hefur ver- ið hér, ef miðað er við allar aðstæður. Tíðarfar hefur ekki verið verra en við mátti búast, en afli mun minni, en menn höfðu búist við, sérstaklega cftir yfirlýsingar fiskifræð- inga um ,að afli myndi fara vaxandi á vetrarvertíð hér við Suðvrland fram til ársins 1972, vegna sterkra árganga, scm væru á farðinni. Að sjálfsögðu má alltaf búast við því, að afli á vetrarvertíðum verði mismunandi mikil frá ári til árs og aflabrest geti borið að garði. En því er ekki að neita, að nokkur uggur er bæði í sjó mönnum og útgerðarmönnum um að hér sé annað og meira á ferðinni. Allir vita að fiskur sótti iengi vel í verulegu magni tii hrygningar á miðin milli Vest mannaeyja og Reykjaness. Fékkst lengi vel skaplegur afii með netaveiðum utan sjálfra hrygningarsvæðanna, enda ekki aðstaða til veiða með net upp á háhraununum fyrr en nylonið og önnur gerviefni komu til sögunnar. Hin síðari ár hefur þetta í æ ríkara mæli breytzt í þá átt að netin eru iögð á há- hraunhryggina. Er þetlo mjög eðlilegt, þar sem þar cr helzt aflavon og reikna verður með, að þessu haldi 1 vaxandi mæli áfram, ef ekk crt verður að gert. Er rétt í þessu sambandi að rifja það upp, að þegar fyr- ir 15 árum voru sjómenn og útgerðarmenn hér í Vest- mannaeyjum orðnir það ugg- andi um ofveiði á hrygningar svæðunum hér við Eyjar. að þeir sendu stjórnvöldum landsins einróma tilmæli um friðunaraðgerðir þann tjma, sem hrygningin stæði yfir. Ber að hafa það í huga, að þarna var um aö ræð r friðun veiðisvæða, sem þeir einir stunduðu. Bátar frá oðrum verstöðvum sóttu þi ekki á þcssi mið á vetrarvertíð Vissu sjómenn vel, að þeir voru að skerða sína eigin veiðimöguleika. En sýndu þann þegnskap að vilja það til vinna, cf það mætti verða ! til nð vcrnda þessi mið fyr- | ir ofveiði. Þcssi hugmynd fékk engan | hljómgrunn hjá þáverandi stjórnvöldum Hún var síðar ] flutt inn á Alþingi í tillögu- | formi, en álit fiskifræðinga varð henni þar að aldurtila. Töldu þcir enga ástæðu til að óttast ofveiði með netvm á hrygningarsvæðunum. Allt væri undir því komið að klak ið heppnaðist, þá væri öllu borgið, töidu þeir einnig að erfitt væri r.ð koma friðun hrygningarsvæðanna við, vegna ýmissa annmarka. Erf itt kann að vera fyrir ólærða menn að dæma um þetta. Hitt iiggur alveg Ijóst fyrir að hvorki sjómenn né útgerð armenn munu una því leng- ur, hvað sem útfærzlu land- helginnar líður, að fyrri hug mynd þeirra um friðun hrygn ingarsvæðanna hér við suður ströndina verði ekki tekin til athugunar á ný og að jafn- framt, verði tekin til athug- unar, án tafar, friðun uppeld- issvæða fyrir Norður og Norð Austurlandi, þar sem vitað er að sá fiskur, sem elzt þar upp, er veiddur hér við suð- urströndina á vetrarvertíð, þegar hann hefur náð vissu þrcskastigi. Hvorugt þetta atriði þolir bið eftir óljósri hugmynd um lifærsiu landhelginnar eftir eitt eða tvö ár, en krefst af gerandi niðurstöðu þegar fyr- ir næstu vertíð. SKRÍPALEIKUR MEÐ „BITLINGABITA" „Hann var börö sjMur“ Það hefur gengið fremur illa að halda sátt í sæng nú- verandi bæjarstjórnarmeiri- hluta og vægest sagt hafa farið þar fram skrípaleikir sem lítil sæmd er fyrir stjórn bæjarins að hafa staðið fyrir. Það síðasta er afgreiðsla bæjarstjórnarmeirihlutans á ráðningu æskulýðsfulltrúa bæjarins. Hefur það mál vax ið svo úr brók bæjarstjórnar- meirihlutans, að margir standa á blístri og ekki er út séð fyrir endann á rifrildi þeirrar brókar, sem útlit er fyrir að erfitt verði að bæta. Kemur þar til að vindur i meirihlutans blæs úr þremur | áttum og hver á móti öðrum. Málið er annars mjög ein- I falt í upphafi, eins og vera ber. Starf æskulýðsfulltrúa | var auglýst laust til umsókn- í ar og um þr.ð sóttu nokkrir ágætir menn. Umsóknir voru I scndar æskulýðsráði til at- | hugunar og umsagnar. Einn J umsækjendanna. Gísli Eyjólfs son stýrimaður fékk flest at- kvæði í æskulýðsráði eða alls fjögur, þcgar aðrir umsækj- endur fengu aitt og tvö. Skyldi mnður nú ætla, að málið hefði verið leyst, því elcki verður sagt að pólitík hafi ráðið gerðum þess meiri hluta, scm varð um þetta mál í æskulýðsráði, enda Gísli kunnur að drengskap, dugn- I aði og góðum félagsþroska. Svo var þó ekki, því mik- iil skjálfti hljóp í hina ó- samtaka þrenningu bæjar- stjórnarmeirihlutans. Ástæð- an var sú, að flokkunum þrem bar ekki saman um það hver „fugl“ skyldi verða æsku lýðsfulltrúi. Sem sagt, makk- ið var komið inn í málið, því síðan eftir síðustu bæjarstjórn arkosningar hafa leiðtogar vinstri samkrullsins streytzt við að sjá til þass, að allir armarnir þrír fengju sinn póli tíska bita ,og hafa leiðtogar þá gjarnan gleymt því, að j þeir eiga að stjórna til heilla bæjarfélaginu, en ekki vera að eltast við tittlingaskít eig in hugmyndaheims. Upphófst því mikil þemba um það, hver ætti að fá æsku lýðsfulltrúann og þar með var búið að gera afgreiðslu æsku lýðsráðs að skrípaleik. Er það í rauninni ekki fyrsta af- greiðslan í þá átt á málum æskulýðsráðs og er skemmst að minnast þess, er Hermann Einarsson sagði sig úr æsku- lýðsráðf, þar sem hann gegndi formannsstarfi s. 1. ár og á- stæðan var sinnuleysi bæjar- stjóra við tillögum æskulýðs ráðs. Ekki kann ég að segja frá þeim krítum, sem gengu á milli krata, komma og fram- sóknar um veitingu æskulýðs fulltrúastarfsins enda býst ég við, að fólk sam vill framgang mála, hafi lítinn áhuga á því klístri. Niðuistaðan varð hinsvegar sú hjá meirihlutanum, að kökubiti framsóknar hefði orð ið útundan, enda ekki gróið það sár, sem þeirra lið hlaut í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum „vegna áróðurs krata“, eins og einn framsóknarmað- ur mun hafa sagt. í framhaldi af þessari nið- urstöðu bar bæjarstjórinn fram þá tillögu ,að æskulýðs- fulltrúi framsóknar fengi starfið (væntanlega sárabót íyrir framsóknarflokkinn) Kom sú tillaga reyndar ekki á óvart, því mikið hafði verið um það rætt í herbúðum krata að sá sem æskulýðsráð mælti með væri bara sjó- maður og hvernig væri hægt að nota slíkan mann sem æskulýðsfulltrúa. Var „lausn- ! i i in“ samþykkt með 5 atkvæð- um bæjarstjórnarmeirihlut- ans á móti 4 atkvæðum sjálf- stæðismanna, sem vildu láta mat æskulýðsráðs standa. Þess má geta, að þeir, sem stóðu að því mati voru m. a. fulltrúar framsóknarmanna, sjálfstæðismanna og kommún ista, sem kusu fremvr að mál ið hlyti eðlilega og drengi- lega afgreiðslu fremur en þann ódrengskap, sem meiri hluti bæjarstjórnar hefur nú sýnt. Engan umsækjanda er hægt að áfellast fyrir að sækja um auglýsta stöðu, cn afgreiðsla þesa máls er með svo mikilli skömm ,að ekki er hægt að sitja bara og brosa í kamp- inn eins og að sumu öðru hja meirihlutanum. Skipsstjórn, sem þarf að standa i slíkum kriíum cr ekki traustvekjandi og ckki hefu.r hún drengskap c.ð kjörorði. Hitt get ég svo sagt meiri- hlutsnum til liugarfróunar, að undirritaður var vitni að því, cð það var „bara sjómaður", ssm stakk upp á því að Gísli sækti um æskulýðsfulltrúa- starfið. En það skyldi þó al- drei einhverjum detta í hug að sjómennska kunni að vera ígildi handrita eða geirfugls- máls? Árni Johnsen. ADIDAS Fótboltaskór á möl og' gras, 4 gerðir. ROMIKA æfingaskór (TRIMM) ROMIKA fótboitaskór úr striga, stærðir: 31 til 47 Sumarskór, sportskór og sandalar frá ROMIKA á alla fjölskylduna. Reimuðu gummístígvélin grænu komin aftur. Strigaskór í öllum stæi'ðum og í ölium gæða- flokkum. REIÐSTÍGVÉL úr leðri og gúmmí. Sumartöflur á kvenfólk, margar gerðir. Væntanlegir eftir helgi: Mjög ódýrir karlmanna- skór, enskir, uppháir og lágir. VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST. axelQ. ^arusspn

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.