Fylkir


Fylkir - 30.04.1971, Síða 3

Fylkir - 30.04.1971, Síða 3
FYLKIR 3 GULLNA HLIÐIÐ Framli. af bls. 1. hvers vegna vr.r ekki piltur í íslenzkum búningi karla frá fyrri tíð og á aldur við stúlk una , scm var á peysufötum, látinn halda á kerti, svo að c.'mrcsmi og samstaða væri á sviðinu? Frú Unnur Guðjónsdótir, núv. form. Leikfélagsins og aðaldrifíjöður leiklistar hér j í bæ, leikur aðalhlutverk j lciksins, — kerlinguna, af snilld og oft með tilþrifum. í fyrsta þætti leikur frú Halldóra Úlfarsdóttir, Vil- borgu grasakonu, gerir hún það að slíkri prýði, að hún „stal þarna alveg senunni“ og sló í gegn. Með sérstöku tungutaki sínu og gerfi setti hún ramman svip forneskju og fjölkynngi á sviðið eins og vera ber. En ekki er það s^nnilegt ,að svuntur kotkerl- inga hafi verið svo fallega strauaðar og fínar og svunt- ur kerlingar og Vilborgar eru. Unnur var nokkuð daufleg í 1. þætti. Satt að segja var mér órótt, því allt leikritið hvílir á herðum hennar og skilur þar, hvort vel eða illa fer um leikinn. Þessi ótti var fstæðulaus. Svo jafn og góð- ur stígandi var í leik frú Unnar, að í öðrum þætti og það sem eftir var leiksins átti hún hug manns allan og var engin önnur en kerlingin með sálina hans Jóns. Er það ánægj'. efni að eiga svo góða Icikkonu í bænum, því | að hlutverkið er sérstaklega yfirgripsmikið, og hún á svið inu allan tímann. En ég skil ekki þá ákvörð- in leikstjórans að sleppa dansi og látæði púkanna fjög I rrr. í 1. þætti. Emjan og gól c.o tjaldabaki og sveiflan myndspjalds, hefur engin á- hiif miðr.ð við dans og á- sýnd fjögurra púka, sem í gerfi sínu cru holdi klæddar syndir Jóns bónda. Síðasta at riðl i 1. þætti um komu hrepp ctjórans í kotið var einnig slcppt. Gunnar Sigurmundsson leikur aðra aðalpersónu leiks ins — Jón bónda — en nær alltaf í skjóðu kerlingar. Rödd Jóns kom greinilega úr skjóðu, en var þó skýr. Sem Gunnars var von og vísa fer hann mjög vel með lilutverkið; er kankvís og hvatlegur í orðum og athöfn v.irs og karlinn er frá hendi höfundar. Aftur á móti er klæðnaður hans s"jm sveitabónda í himna rlkisför á fyrri öldum væg- ast sagt einkennilegur: Ein- hverntíma hvítar bómullar- buxur og rauð bómullar- eða nylonskyrta. Kerling brýt ur því heldur betur eitt boð- orðanna og segir ósatt frammi fyrir hans náð Lykla-Pétri, þegar hún segir nærbuxurn- ar vera úr mjaillahvítu vað- máli - tandurhreinar. Leiðir þessi setning enn frekar hug ann að þvældum buxum Jóns. Af hverju er hann ekki í íslenzkum vaðmáls- eða ull- arbrókum og rauðri vaðmáls- skyrtu (eða þá rauðlitum ullarbol) eins og íslenzkir bændur og sjómenn hafa klæðzt fram á þennan dag og ekki verið sviknir af. Með hlutverk Lykla-Péturs fer Jón Einarsson, hæfir hann vel í hlutverkið ,og skilar því a'lvel. Hann er mikill á velli fyrirmannlegur og drjúgur í svo mikilvægu embætti. Hann hnyklar þó fvllmikið brýrnar og hefi ég hugsað mér Pétur mildari föðurlegri a. m. k. viö kerlinguna blessaða, þó að hann brýni auðvitað raust ina við annan eins syndasel og Jón bóndi er. Óvininn sjálfan leikur hinn góðkunni Stefán Árnason. Klöppuðu leikhúsgestir inni- lega, þegar kempan kom inn á sviðið. Og telst það ekki rlgert mct ,að maður á hans aldri (78 ára) skili svo vel crfiðu hlutverki af reisn og cnil'd sem Stefán? ÓJmr.ðist hann svo mjög, að liann hefði gjarnan mátt draga nokkuð úr til þess að i.xtinn yrði skýrari. Gerfið c r s'.órkostlegt og Óvinurinn fcrlegur ásýndum. Var það á- nægjulegt, að þessi burðarás leiklistar í Vestmannaeyjum i senn hálfa öld, skyldi taka þátt í leiknum og vígslu húss ins. Þegar minnzt er á Stefán, koma mér í hug orð bóndans, sem kom til Reykjavíkur og spurði í miðasölu Þjóðleik- hússins, hvaða leikrit væri til tii sýningar. Hann fékk svar- ið, að það væri „Sem yður þóknast“, (eftir Shakespear). Svaraði þá bóndi: „Má ég þá biðja um Gullna hliðið“. Eg vildi hér með biðja um Mann og konu með Stefáni, | scm sr. Sigvalda, fyrst hann cr enn í fullu fjöri og spræk- '. r á fjöiunum. í öorum þætti í hlíðum ija.Usins, koma fram margir leikarar, sem síðar eru í öðr um hlutverkum. Ekki höfðu það nema vanir leikarar á valdi sínu. Jóhann Björnsson var prýðilegur í hlutverki nirfils- ins og var gerfið gott. Aftur á móti var bæði gerfi og leik ur hans sem Páll postuli ó- sennilegur. Einar Þorsteinsson leikur sýslumann og bónda. Hann skilar hvorutveggja vel en þó einkum hlutverki bóndans sem hann leikur af svo mikl- um ágætum að vart verður á betra kosið. Gauti Gunnarsson leikur drykkjumanninn og prestinn. Skilar hann vel hinu fyrra og cr þokkalegur prestur. Vantar hann þar nokkurn myndug- ieika og er full grátlegur og dapurlegur á svo viðkunnan- legum stað, sem himnaríki er, þó að hann eigi reyndar að tala í prédikunartón. Með hlutverk frillu Jóns fer frú Kristín Baldvinsdóttir. hún oflék nokkuð, hefði fram sögn hennar mátt vera skýr- ari. Gerfi böðulsins var i sann- j leika sagt hryllilegt, enda | hcfvr það þannig sterkust leik j ræn áhrif; því að böðlinum I cru aðeins lagðar fáar setn- | ingar í munn. Hefi ég vart séð gerfi aukahlutverks koma jafn sterkt fram. Böðulinn leikur Friðrik Óskarsson. Gerfi og sviðssetning Mika- els höfuðengils var ágætt, en í hjarta mínu var ég sam- mála Jóni í skjóðunni, að væða hans var heldur bragð- laus. Mikael leikur Olgeir Jóhannsson. Mcð hlutverk Helgu fer Hrafnhildvr S:.gurðardóttir, skilar hún því snoturlega og er falleg og íjörleg á svið- | inu. Fiðlung leikur Trausti Eyj ólfsson. Er söngur hans og englanna ágætur, en hann hefði mátt vera glaðlegri, Dansarnir sem eru samdir og æfðir af frú Ágústu Friðriks- dóttur og frú Ernu Jóhannes- dóttur, voru léttir og skemmtilegir og það fór eink ar vel á því, að láta börnin hafa marglita og rauða sveiga þegar Fiðlungur syngur ljóð ið um ástina. Söngurinn „Máríá, mild og há“, í 4. þætti, úr hátalara tókst alls ekki vel. Foreldra kerlingar leika Hörður Runólfsson og frú Marta Björnsdótir, leika þau vel þessi litlu hlutverk og sérstaklega ljómar húsfreyj- an af himneskri sælu allan tímann, eins og reyndar vera ber í himnaríki. Hörður leik- j ur einnig þjófinn í 2. þætti, j þokkalega. Að líta inn í Himnaríki og sjá þar sjálfa Maríu mey krýnda með hvíta engla í kringum sig, get ég vart hugs Cið betur útfært, og Sigrún Þorsteinsdóttir, sem er vax- andi leikkona fór ágætlega með lítið hlutverk mildrar Máríá. En ástæðulaust og truflandi var að beina ljós- k.östurum fram í sal í andlit áhorfenda í hvert sinn, sem María mey birtist. Frú Unnur Guðjónsdóttir og frú Guðbjörg Einarsdóttir hafa saumað flesta búninga, Eru þeir vel gerðir og sérstak lega er klæðnaður englanna vandaður. Sviðsstjóri er Auðberg Óli Valtýsson, og gengu skipting- ar milli þátta fljótt og vel fyrir sig. Að lokum er mér efst í huga þakklæti til leikstjóra. leikara og aðstoðarmanna fyr- ir góða kvöldstund. Hér er um að ræða lofsvert framtak og elju áhugafólks, sem ann- ars er hlaðið daglegum störf- um. Þá vil ég hvetja alla til að nota tækifærið og sjá Gullna hliðið og nýja leik- húsið. Leikfélagi Vestmanna- eyja árna allir Vestmanna- eyingar heilla á 60 ára tíma- mótum, og megi hin velheppn aða sýning á Gullna hliðinu verða félaginu hvöt til frelc- ari dáða og eflingar. G.Á.E. — Síldarsöltun — smá ,og óhæf til flestra nota. Saimt minnir þetta á þá daga, er síld var söltuð víða sunnan og suðvestanlands. ,

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.