Fylkir


Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 3

Fylkir - 11.06.1971, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Nanna Egils Björnsson örfundur óperusöngkona Eins Oí? kunnugt er hefir frú Nanna Egils Björnsson dvaiizt hér í Vestmannaeyj- um í vetur og starfað á veg- um Samkórsins og Kirkju- kórsins við söngkennslu og raddþjálfun. Einnig hefir hún æft söngleikinn „Meyjar- skemman' ‘og er í ráði að frumsýna hann í Bæjarleik- húsinu í haust. Frú Nanna hefir verið ráðin hjá Sam- kórnum næsta vetur. Áþriðju daginn 13. þ. m. heldur frú Nanna fyrstu hljómleika sína hér í Vestmannaeyjum, með aðstoð Guðrúnar Kristinsdótt- ur. Auk fjölda laga eftir ís- lenzk tónskáld syngur hún lög eftir Schubert, Brahms og spænska tónskáldið Manuel de Falla. Nanna Egils er vafalaust sú íslenzk listakona, sem víðast hefir komið fram í heimin- um, t. d. var hún fastráðin aðal-sópransöngkona við ópervr í Þýzkalandi og Aust- urríki, en hefir þar að auki sungið oratoríum, haldið hljómleika, sungið í útvarpi j | og sjónvr.rpi, óperettum og mcð stórum hljómsveitum víða um heim, m. a. í Eng- landi, Flollandi, ítalíu, Dan- mörku, V-Þýzkalandi, Argen- tínu og Brazilíu. I j En þó að frú Nanna sé | þekktust sem söngkona, þá J skal geta þess að hún er einn I ig hörpuleikari, að öllum lík- j indum fyrsti íslendingurinn sem numið hefir þá list og sem hefir leikið víða opinber- lega á hörpu. Söngnám sitt hóf hún ung í | Reykjavík. Síðan stundaði j hún söngnám m. a. í Þýzka- I landi, Englandi Sviss, Austur- j ríki, Ítalíu og í Suður-Amer- j íku. En þrátt fyrir þennan mikla j listaferil erlendis, hefir frú i Nanna alltaf komið heim til j íslands aftur, haldið hér 1 hljómleika, sungið í Þjóðleik- í húsin", óratoríum o. fl., en I j þetta hefir af eðlilegum astæð [ um mestmegnis verið bund- I ið við höfuðborgarsvæðið, en á þriðjudaginn kemur efnir hún til fyrstu hljómleika sinna hér í Vestmannaeyj- um eins og ofan greinir. í Vestmannaeyjum við Alþingis- kosningarnar 13. júní 1971 hefst kl. 9 árdegis þann dag. Kosið verður í tveimur kjördeild- um og er 1. kjördeild í Akógeshús- inu, en 2. kjördeild í húsi K.F.U.M. &K. í 1. kjördeild, Akógeshúsinu, greiða þeir atkvæðþ sem búa við göt ur í stafrófsröð Ásavegur til og með Hilmisgötu, einnig þeir, sem á kjör- skrá eru óstaðsettir í Vestmannaeyj- um. í 2. kjördeild., húsi K.F.U.M.&K., greiða þeir atkvæði, sem búa við götur í stafrófsröð frá og með Hóla- götu til og með Víðisvegur. Ennfrem ur þeir, sem búa á bæjum og í hús- um, sem ekki eru talin við sérstakar götur. Ennfremur greiða þeir at- kvæði í 2. kjördeild, sem kærðir hafa verið inn á kjörskrá eða dæmdir kunna að verða inn á kjörskrá Vestmannaeyjum, 8, iúní 1971. í kjörstjórn skv. 2, mgr. 10. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 52/1959, Nýr áfangi vígður Um livítasunnuna var vígður nvr áfangi í sam- bandi við Sjúkrahúsið nýja. Þu'J mun haffa verið svonefml læknamiðstöð, sem tekin var foimlega í notkun. Ánægjulegt er hvert það skref, sem stigið er áleið- is í Sjúkrahúsmálum okk- ar og ber því að fagna þessu. Bygging sjúkrahússins hcfst árið 1964, og hafa bæjarbúar sýnt áhugai sinn cg vclvild í orði og verki til málsins. Sérstaklega ber að minna á velvild og fórnfýsi Kvenfélagsins Líknar. A'ð öðru leyti getur blað ið, ekki lýst framkvæmdum vegna hess að því var ekki boðið að kynnast þeim. Vísast bví í cnnur blöð bæjriTins þar að lútandi. Jón Hjaltason, oddviti. Einar H Eiríksson, Lýður Brynjólfsson. Samkomulag um hœkkun Eins og skýrt hefur verið frá í blöðum og öðrum fjöl- miðlum, varð samkomulag í Verðlagsráð i sjávarútvegs- ins um hækkun fiskverðs frá og með 1. júní s. 1. Hækkunin er misjöfn eftir tegundum, frá 7 til 30%. Fyr- ir sjómenn og útgerðarmenn í Eyjum vegur mest hækkun á ýsu og ufsa, þar sem þessar tvær fisktegundir hafa ver- ið stór hluti af sumarafla tog veiðibátanna. í viðtali við Morgunblaðið s. 1. þriðjvdag lýsir formaður sjómannafélagsins Jötuns á- nægju sinni yfir þessari fisk- verðshækkun. Það er mjög gott og ekki alltaf fyrir hendi (Ískverðs að samstaða skuli vera með fiskseljendum og fiskkaupend um um hækkunina. Vertíðin síðasta var með þeim lökustu, sem hér hafa komið, og hlutur sjómanna var lægri en menn höfðu von að. Sem betvr fer bætti góð togveiði í maí nokkuð um fyrir mönnum og allverulega hjá sumum, frá því, sem horf ur voru á, þegar vertíð lauk. Það er vel farið ,því allir viðurkenna að eðlilegt sé og réttmætt, að sjómenn beri meira úr býtum fyrir sitt starf ,en þeir sem í landi vinna. Annar háttur getur aldrei gengið til lengdar án skaða fyrir þjóðina alla.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.