Fylkir


Fylkir - 25.03.1977, Qupperneq 1

Fylkir - 25.03.1977, Qupperneq 1
29. árgangur Vestmannaeyjum, 25. mars 1977 4. tölublað Magnús Tómasson Brimhólabraut 28, Vestmannaeyjum Fæddur 10. september 1896 — Dáinn 1. mars 1977 MINNING Laugardaginn 5. mars s. 1. var til moldar borinn, frá Landa- kirkju, Magnús Tómasson, Brim hólabraut 28, lengst af kennd- ur við hús sitt Hrafnabjörg við Hásteinsveg. Magnús var rúm- lega áttræöur að aldri, þegaT hann lést og hafði þá lifað tím- ana tvenna, ef svo má að orði komast. Ég ætla ekki að skrifa ævi- sögu Magnúsar, — hana þekkja flestir Vestmannaeyingar betur en ég, — en aðeins fáein kveðju orð. Magnús var fæddur að Fryd. endal hér í Eyjum. Foreldrar hans voru Tómas Ólafsson, sjó- maður hér, frá Leirum undir Eyjafjöllum og Magnúsína Magnúsdóttir, fædd að Kirkju- bæ hér, þá búin að vera vinnu- koþa hjá Sigríði Árnadóttur í Frydendal um nokkur ár. Viku- gamlan tóku hjónin Jón Jóns- son og Guðbjörg Björnsdóttir í Gerði Magnús í fóstur og hjá þeim átti hann heima þar til hann sjálfur stofnaði heimili 4. janúar 1921 og kvæntist eigin- konu sinni, Kristínu Björnsdótt ur, ættaðri frá Vattarnesi við Reyðarfjörð. Þau áttu lengst heima í húsi sínu Hrafnabjörgum. Magnús missti konu sína árið 1935, skömmu eftir að hún hafði alið þeirra þriðja barn, en böm þeirra voru: Jón Guðbjörn, látinn fyrir um það bil 10 árum, Jóna, húsfrú, gift Hirti Guðnasyni, en hjá þeim dvaldi Magnús síðustu 20 ár ævinnar, og Jón Bergur, kvæntur Helgu Sigurðardóttur. Jón Berg, var rétt eftir að móðir hans dó, tekinn í fóstur og ættleiddur af hjónunum Sig ríði Friðriksdóttur og Halldóri Halldórssyni. Ég kynntist Magnúsi fyrst ár- ið 1938, þegar hann byrjaði að róa frá Bakkafirði. Þau kynni leiddu til vináttu, sem haldist heefur síðan. Margs er að minnast frá þeim góðu kynnum — og allt á sama veg. — Magnús hafði sér- staka kímnigáfu til að bera, og man ég margar ánægjustundir í samvistum við hann. Magnús var alla tíð Sjálfstæðismaður, einn af þessum gömlu og góðu Sjálfstæðismönnum, sem ekki vildi vera upp á aðra kominn, heldur bjarga sér sjálfur. Hann trúði ekki á neina isma, hann vildi að allir menn lifðu sam- an í sátt og samlyndi — og að keisarinn fengi það sem hon- um bar og Guð það sem hans var. En úr því að ég er farinn að skrifa um Magnús á annað borð þá get ég ekki stillt mig um, að nefna smáatburð, sem skeði fyr ir austan land fyrir mörgum árum. Einu sinni sem oftar fóru all- ir bátar á sjó, flestir með færi. Þennan dag var blíðskapar veð- ur, en mjög tregt um fisk. Bát- arnir þvældust um allt, en var mjög lítið upp úr því að hafa. Magnús var frekar síðbúinn þennan morgun, svo að sumir bátarnir voru byrjaðir að tín- ast að landi um það leyti sem Magnús fór út. Hann var ekki meira en klukkutíma úti, þang- að til hann kemur aftur með sökkhlaðinn bát, af þessum fal- lega fiski. Fiskisagan flýgur fljótt, og rnargir þurftu að spyrja Magn- ús, hvar hann hefði verið á sjón um. „Á Stöpunum," sagði Mag- nús — og sem satt var, en hann lét bíða með að skýra þeim frá, hvernig hann fór að því, að draga fullan bát á svo skömm. um tíma. Þarna kom hans rétta eðli fram og sú kímni, sem hann hafði til að bera. Það var nefnilega þannig, að þegar hann kemur út að Stöp- unum, þá hittir hann þar kunn- ingja héðan að sunnan sem voru á síldveiðum að snurpa, og þeir fengu svo mikinn fisk í nótina, sem þeir ekkert gátu gert við, og buðu Magnúsi. Hann var nátt úrlega feginn því, og þakkaði gott boð — það var ekki á hverjum degi, sem svona lítið þurfti að hafa fyrir því, að fylla bátinn. í svipuðum dúr mætti segja margar sögur um Magnús, og eitt eiga þær allar sameiginlegt að allar voru þær skemmtilegar og á ég ekkert nema góðar minningar um þennan vin minn nú, sem horfinn er sjónum vor- um. Binni í Gröf, hinn mikli afla- maður Eyjamanna, reri sína fyrstu róðra með Magnúsi Tóm- assyni, svo óhætt er að segja, að það sem ungur nemur gam- all temur. Ég skal því enda þessi fá- tæklegu orð með því, að votta aðstandendum hans innilega samúð við frá fall góðs föðurs og afa, og bið Guð að styrkja þau í sorginni. J. Hansen. FEGURÐARDROTTNING VESTMANNAEYJA Unnur Lilja Elíasdóttir var valin fegurðardrottning Vestmanna- eyja 1977 á Sunnu-kvöldi 18. þ. m. Unnur er á átjánda ári, dóttir hjónanna Höllu Guðmundsdóttur og Elíasar Baldvinssonar, Asa- vegi 22. Drottningunni eru sendar innilegar árnaðaróskir.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.