Fylkir


Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 1
29. árgangur Vestmannaeyjum, 30. apríl 1977 5. tölublað GUÐLAUGUR GÍSLASON: Öíalla yfir sig opinbcra rannsókn? Allir viðurkenna að til þess að halda rekstri eins sveitarfé- lags gangandi og til þess að eðlileg framþróun geti orðið, verður að leggja á herðar íbúa hvers sveitarfélags þær fjár- hagskvaðir, sem til þess þarf. Áður fyrr var þessum byrð- um jafnað niður á íbúana eft- ir efnum og ástæðum og olli þetta fyrirkomulag þá oft hörð um innbyrðisdeilum. En þetta er löngu liðin tíð. Um áratuga skeið hafa verið í gildi lög og reglur um tekju- stofna sveitarfélaga og er í lög- um þessum afmarkað, hvað langt sveitarstjórnir geta geng- ið í álögum á gjaldendur. Út- svörin eru nú tiltekinn hundr- aðshluti af tekjum, en fasteigna gjöld eru tiltekinn hundraðs- hluti af fasteignamati, en lögin gefa nokkurt svigrúm til hækk- unar fasteignargjalda, af sveit. arfélag telur sig þurfa með. En hámark er þar sett hve langt má ganga. Aðstöðugjöld- um er einnig í tekjustofnalög- unum sett visst hámark og einnig er í lögunum að finna ákvæði um dráttarvexti og regl- ur um innheimtu útsvara og fasteignagjalda í vissum áföng- um. Allar eru þessar reglur lög- festar til að vernda íbúa sveit. arfélaganna fyrir að hinir RITSTJÓRASKIPTI Með þessu tölublaði læt- ur Páll Scheving af rit- stjórn Fylkis. Við ritstjórn tekur undirritaður. Við þetta tækifæri vil ég, fyrir hönd Sjálfstæðisfé- laganna í Vestrriannaeyj- um, færa fráfarandi rit. stjóra, Páli Scheving, ál- úðarþakkir fyrir mjög gott starf við ritstjórn blaðs- ins. Björn Guðmundsson. kjörnu ráðamenn þeirra gangi ekki lengra í álögum og inn- heimtu en lögin heimila og er einnig í Iögunum að finna heim- ild til að skjóta málum til stjórn valda, ef út af er brugðið. Fram að þessu mun það næsta óþekkt fyrirbæri að sveitar- stjórnarmenn hafi reynt að misnota eða mistúlka tekju. stofnalögin með því að seilast dýpra í vasa borgaranna en lögin heimila. En nú hefur það skeð, að ráðamenn hór í Eyj- um hafa gerst margbrotlegir við þessi lög, sem út af fyrir Sig er óafsakanlegt, en útyfir tekur þó, að þegar þeir eru gagnrýndir fyrir þetta gera þeir ekki annað en brúka for- stokkaðan götustráka kjaft og svara til ósánnindum einum og svívirðingum í stað þess að leið rétta mistökin og biðja bæjar- búa afsökunfir, saman b?r greinar Magnúsur H; Magnús- sonar í Brautinni 16. niars cg 6. apríl s. 1. Pað sem ráðamenn bæiarms hafa gerst brotlegir í sambandi við tekjustofnalögin er meöal annars að mér sýnist á eftir. farandi hátt: 1. Dráttarvextir. Ekki þarf að deila um að innheimta dráttarvaxta af gjöld um til bæjarins er lögleg skv. 62. gr. tekjustofnalaganna, ef um vanskil er að ræða, en sú regla hefur gilt hjá sveitar- .stjórnarmönnum um land allt að ef menn lenda í vanskilum eru dráttarvextirnir útreiknað- ir og innheimtir um leið og menn greiða upp gjöld sín og Framhald á 5. síðu. Heðon f rí sjó Veðráttan: Margur sjómaður- inn er nú ekki alveg dús við veðráttuna, þó að við land- krabbarnir séum alltaf að lofa hana og prísa. Og víst hefur þetta verið einstök tíð. Eigi að síður segja þeir, niður við sjó, að ekki sé mikil fiskivon í þessum eilífa austan og norð- austan þembingi. Sjómennirn- ir hafa meiri trú á sunnan og suðvestan áttum, og þær hefur svo sannarlega vantað í vetur. En meira þarf nú líklega til en hagstæðar vindáttir, hvað afla- brögðum viðvíkur. Pað þar að vera fiskur í sjónum, en þar virðist mikið skorta á ef marka má þá vertíð sem nú er að líða. Aflabrögð: Núna um miðjan apríl voru komin á land um 13500 tonn. Alla vertíðina í fyrra var aflinn tæpar 20 þús. und lestir, ef ég man rétt. f fyrra var seinnihluti apríímán- aðar nokkuð góður. Núna sýn- ast hlutirnir ætla að vera öðru vísi og verri. Alveg sviðið. Sér- staklega á þetta við um netin. Menn eru að draga 8—10 tross ur daglega og hver er afrakst- urinn, 3—5 tonn. Petta er ekki beysið. Eitthvað hefur þetta víst verið betra „austur frá", en eigi að síður yfirleitt alveg sáratregt. Hinsvegar lifnaði dálítið yfir hjá trollbátunum í fyrri viku. Fengu sumir glefsu við Surt- inn og löguðu dálítið fyrír sér. Þó að bestu bátarnir á troll- inu séu komnir með svona við unandi afla, þá er í heildina tekið alveg sáratregt og sum- ir með allt niður í 50 tonn. Af þessu má marka að gera má ráð fyrir að margur verði mötustuttur um lokin. — Nú hæstu bátarnir í fyrradag voru: Net: Pórunn Sveinsdóttir 669 tonn Bergur 488 tonn Árni í Görðum 472 tonn Ölduljón 468 tonn Botnvarpa: Sigurbára 350 tonn Björg 282 tonn Frár 265 tonn Þristur 233 tonn Fúasjóður: Umræða um breyt- ingar á starfsemi Fúasjóðs munu komnar eitthvað á veg. Mér hefur einna helst skilist, að breyta eigi reglugerð sjóðsins í þá veru að gera sjóðinn að einskonar ellisjóði fiskiskipa. Tekna til sjóðsins yrði að sjálf sögðu aflað með iðgjöldum. Uppi eru hugmyndir um að ið. gjald yrði 3 þús. kr. pr. smá- lest í tréskipum, en 1 þús. kr. í stálskipum, þó aldrei hærra en 250 þús. kr. á skiþ. Hlut- verk sjóðsins yrði að bæta mönnum tjón af völdum bráða fúa í tréskipum og einnig að grípa inn í, ef að leggja verð- ur skipum af völdum elli eða annarra oraka og kostnaður við endurbætur svo mlkill, að ekki þykir svara kostnaði. Ann ars er þetta mikið mál og kem ég ef til vill að því síðar. Belgiskir togarar: Ekki ríða nú allir feitum hesti frá veiði- ferðum á íslandsmið. Ég sá ein hvers staðar yfirlit yfir land- anir belgiskra togara í Ostende. Hér var um 8 togara að ræða og höfðu allir verið að veiðum við ísland. Aflinn var eftir 18— 20 daga veiðiferð frá 23 tonn- um upp í 72 tonn og það sem einkum vakti athygli mína var, hve meðalverðið var lágt eða 130 til 160 krónur pr. kg. Ekki getur þetta nú verið ábatasam- ur atvinnuvegur. Björn Guðmundsson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.