Fylkir


Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 2

Fylkir - 30.04.1977, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritstj óri: Bjórn Guómundsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Símar 1344 og 1129. tJtgefandi: S j álf stæðisf élögin í Vestmannaeyjum; PRENTSMIÐJAN EYRUN HF. Orkubúskapur Atburðir og óhöpp undanfarandi mánaða sýna okkur glöggt, hver staða okkar í orkumálum er. Búskapurinn er á því sviði í ófremdarástandi. Bilanir á rafstrengn- um er ljóst dæmi hér um. Það hangir nánast allt á blá- þræði, og tilveru bæjarlífsins og framleiðslustarfa ógn- að. Við svo búið getur ekki staðið. Hér verður að ráða bót á. Nú er það svo, að hægara er um að tala en í að komast. Til að mynda er víst, að til að koma upp vélum og tækjum til þess að við gætum búið við fullkomið eða eins fullkomið öryggi og kostur er á, þurfum við geysilegt fjármagn. Pað sem gerir þessi mál enn flóknari og erfiðari við- fangs er, að jafnframt því sem að nauðsynlegt er að ráðast í að fá annan rafmagnsstreng yfir sundið millum Iands og Eyja, þurfum við að koma upp varaaflstöð, er umsvifalaust getur gripið inn í, þegar um bilanir er að ræða. Þetta varafl þarf að vera það mikið, að truflun verði nær engin við framleiðslustörf, þó að til bilunar á rafstreng eða strengjum komi. Spádómar eru uppi um það, að innan áratugs muni olíuverð þrefaldast í verði. Petta er ekki vel hugnanlegt, — að olíulíterinn komist ef til vill í 90 krónur. Með til- liti til þess, er aðeins um eitt að gera, búast til vamar. Og hvernig er þá best að haga vörninni. Pað er fyrst og síðast að nota þá orkugjafa, sem fyrir eru, rafmagn og þann hita sem í hrauninu er. Þetta verður fjárfrekt, en hér eru aðeins einar útgöngudyr, allt annað verður enn dýrara, ef til vill óframkvæmanlegt. Það verður erfitt að nota þá orku til langframa — olíuna — er líterinn kostar 90 krónur. Það sem framundan er, á þessum vettvangi, er því ekki smátt í sniðum, leggja annan streng millum lands og Eyia og að koma upp varaaflstöð. Þetta eru verkefni sem ekki er hægt að komast hjá. Því er ekki til neins að slá þeim á frest. Menn gera því best í því að horfast í augu við staðreyndir og draga upp áætlanir og byrja nú þegar að vinna að verkinu. Og svo nokkur orð um hraunhitaveituna. Þar hefur raunalega til tekist. Málið var í upphafi tafið af mis- skildum metnaði og blátt áfram asnaskap. Þar af leið- ir, að verkið er komið styttra áleiðis en hægt hefði verið rn'eð eðlilegheitum. En sleppum því. Lítið hald er í því að vera að ragast um það sem liðið er. Nú verður fyrst og fremst að snúa sér að því að koma hraunhita- veitunni sem fvrst í höfn. Mér finnst að það mál eigi að hafa algjöran forgang — eða ef til vill væri eðlilegra að segja, orkumálin verða að hafa algiöran forgang til úr- lausnar. — Þau eru upphafið og endirinn, ef grannt er skoðað. Björn Guðmundsson. æææag 88* 8888888888888888 888686*8888888888 8R8R8(iæææ88SRSR*8RaR*SRSf!*8(i8RSRflR» 86 Fréttir í gær hermdu, að viðgerð Herjólfs væri á lokastigi. Ætti því að mega búast við að áætlun skipsins verði komin í eðlilegt horf um næstu helgi. æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ Sumarkoman Nú höfum við kvatt einn veð- urhlíðasta vetur, er menn muna. Pví miður hafa aflabrögð ekki verið jafnhagstæð, og er mörgum uggur í brjósti um framtíðina hvað sjávarafla við kemur. Ef frá er talin loðnuveiðin, hefur vertíðin, eins og kemur fram annars staðar í blaðinu, verið með eindæmum léleg. Það sakna margir hátíðahalda barnaskólans á sumardaginn fyrsta, er orðin var árviss og mikið tilhlökkunarefni yngstu kynslóðarinnar. Kemur svo- nefndur skóladagur í staðinn, og eru fyrirhuguð mikil hátíða höld 15. maí n. k. hjá barna- skólanum. Alltaf kemur úivera og nátt. úran í hug, er sumartíminn er kominn. Mikið væri garrian, ef bæjarbúar tækju höndum sam- an með að bæta umgengnina um Heimaey. Við skulum reyna að hætta að fleygja rusli hvers konar út um alla eyju og hjálpast að við að fegra og prýða, í stað þess að kasta í hugsunarleysi frá okkur. Fyrst farið er að ræða þessi mál, þá er það sorgleg staðreynd, að út lendingar, er komið hafa víða um heim, skuli telja glerbrot til þjóðareinkenna okkar. En sannleikur mun vera, að óvíða um veröldina mun ríkja slíkt ógnarástand. Nægir að benda á göturnar um helgar, sem eru nánast stórhættulegar vegfarendum vegna kæruleysis þeirra, er brjóta að þarflausu flöskur í tugatali án þess að hugsa nokkuð út í það, hvað mikil hætta getur af þessu staf að, að ekki sé talað um ómenn- ingarbraginn, er þessu fylgir. Tökum saman höndum um að prýða bæinn og fegra. Gleðilegt sumar. HRAUNVEITAN VERÐUR TENGD í NÆSTA MÁNUÐI, SEGIR BÆJARSTJÓRI f viðtali við Morgunblaðið 16. þ. m. telur P. Z. hraunhitaveit- una „forvitnilegasta málið í Eyjum í dag“, og segir að áætl- að sé að tengja hana í næsta mánuði við fjarhitunarkerfið í nýja vesturbænum. Allt eru þetta góðar fréttir, ef sannar reynast, jafnvel þó eitthvað væri farið að líða á júnímánuð, þegar hraunhita- veitan væri farin að ylja þeim sem þar eru búsettir. Það sem mér kemur ein- kennilega fyrir sjónir er að bæj arstjórinn skuli aðeins telja hraunhitaveituna „forvitnilegt" mál. Ef hann hefur nokkuð fylgst með, ætti hann að vita, að það er löngu liðin tíð að málið sé lengur forvitnilegt. Vísindamenn eru fyrir alllöngu búnir að sanna að um mun meiri hitaorku er að ræða í nýja hrauninu en með þarf til að hita upp öll hús í bænum og að alveg ótrúlega auðvelt er að nýta þessa orku á ódýran hátt. Það sem er aðalatriðið, en virðist því miður vera mjög erf- itt að koma P. Z. og öðrum ráðamönnum bæjarins í skiln- ing um, er, að hér er um stærsta fjárhagsmál íbúa 'byggðarlagsins að ræða, sem nokkurn tíma hefur borið á fjörur Vestmannaeyinga, því samkvæmt opinberri yfirlýsingu Páls Zophoniussonar, sem ég hef áður vitnað til, er hægt með nýtingu hraunhitans að lækka hitakostnað bæjarbúa um helming, miðað við olíukynd- ingu, en það þýðir að lágmarki um 150 millj. króna sparnað á ári fyrir almenning í bænum. Þegar þetta er athugað, er það alveg óforsvaranlegt sinnu leysi, sem ríkt hefur um málið frá hendi þeirra sem nú stjórna bæj armálunum, því hraunhita- veita væri fyrir löngu komin í hvert einasta hús í bænum, ef á málinu hefði veriö haldið eins og eðlilegt hefði verið. Er þetta út af fyrir sig sorg- arsaga fyrir Vestmannaeyinga, að þannig skuli hafa til tekist og byggðarlagið í heild aö þarf lausu nokkur hundruð millj. krónum fátækara en ástæða var til. Guðlaugur Gíslason. LEITAÐ TIL FÉLAGSMÁLA" RÁÐUNEYTISINS VEGNA LÓÐARLEIGUSAMNINGA Eitt þeirra mála, sem bæjar- búar hafa mjög fundið fyrir að undanförnu, eru hinar síhækk. uðu lóðarleigur hiá bæjarsióði, þrátt fyrir skýlaus ákvæði samninga margra lóðarréttinda hafa, sem tryggja eiga þá fyr- ir slíkum aðförum og allskonar innheimtuhótunum, er þessu hafa fylgt. Til þess að reyna að ráða bót á bessu ástandi, þar sem oft á tíðum er hægt að skýla sér bak við misjafna túlkun samninga, er í gildi eru, var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi með atkvæðum allra bæjarfulltrúa, að leita umsagnar ráðuneytisins um túkun á þeim samnings- gerðum, sem í gildi eru, svo ó- tvírætt komi í ljós, hvað þær bjóða upp á og bæjarbúar þurfi ekki að búa áfram við þær geðþóttaákvarðanir inn- heimtu bæjarsjóðs, sem nú virð ast ráða.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.