Fylkir


Fylkir - 22.10.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.10.1977, Blaðsíða 1
29. árg. Vestmannaeyjum 22. okt. 1977 16. tbl. Fjárhagur bæjarins Fyrir bæjarstjórnarfundinum í fyrradag lágu niðurstöður á greiðslustöðu kaupstaðarins fyrstu 8 mán. ársins. Er þar að fmna ýmsar gagnlegar upp- lýsingar fyrir bæjartaúa. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gerð var á fyrsta ársfjórðungi er greinilegt, að sú áætlun fær hvergi staðist, heldur ekki á. Athugasemd Vegna höfundalausra skrifa Brautarinnar um laun íyrir setur á bæjarstjórnarfundum vildi ég gera smá athugasemd. Allir bæjarfulltrúar, að undan- teknum Jóhannesi Kristinssyni og Sigurbjörgu Axelsdóttur eru á launum hjá ríki, bæ eða op- inberum. aðilum. Hvað viikemur Sigurbjörgu verður oft á tíðum að fá manneskju í hennar starf vegna ýmissa anna sem bæjarfulltrúa. Ekki borgar ríki og bær þær töpuðu vinnustundir eins og annarra bæjarfulltrúa. Með vinsemd. Axel Ó Lárusson. ætlun, sem endurskoðuð var um miðjan september. Það sem kannski vekur mesta athygli, er að yfirstjórn taæj- armála virðist ætla að hækka um 50°/o á árinu umfram áætlun var sá liður kominn upp í 40 millj. kr. eftir 8 mán., er það sú tala, sem iíætluð var að nægja mundi út árið. í umræðum kom fram að áætluð tala fyrir yfir- virinu ársias var uppétin á miðju ári. Svona ætlar stjórn- og skipulagsleysið að komast í algleyming, þegar aðstaðan er komin í besta horf, með til. komu Ráðhússins. Er þá full- yrðingii um bætta stjórn og skipulag er því átti að fylgja rokin út í veður og vind. Svo virðist ætla að fara að eftir því sem toppum og titl- um fjölgar verður fjárhags- staðan bágari og minna fjár. magn til framkvæmda, en nokk tirsstaðar a'nnarsst.iðar þekkist nú á landi hér. Á næstunni verður málum þessum gerð betri skil í Fylki, en af nógu er að taka. Alvar- legast er, að stjórnleysið gref- ur undan traust bæjarfélags- ins, sem langan tíma tekur að vinna upp aftur og hefst ekki meðan ekkert fær haggað þeirri stjórn sem nú ræður. J.F. Steinn á Múla 85 ára Hihn vinsæli heiðursmað- ur Steinn á Múla er 85 ára á morgun. Steinn Ingvars son er Rangæingur að ætt og uppruna frá Minna- Hofi, einn af stórum bræðrahóp, sem allir hafa orðið hinir mætustu menn. Steinn fluttist til Eyja ungur að árum eins og þá var títt þegar upp- gangurinn var mestur við útveginn hér, en möguleikar takmarkaðir í sveit- inni. Gæfa Eyjanna hefur verið hve mikið af úrvals- fólki frá hinum sunnlensku byggðum hafa ílenst hér og markað svipmótið. Steinn vann við hverskonar störf til lands og sjávar og var allsstaðar jafn eftirsóttur fyrir dugn- að og áreiðanleik. Hann var um árabil ráðsmaður Sjúkrahússins hér og framfærslufulltrúi, auk ýmissa annarra op- inberra starfa. Voru þau störf Steins eins og önnur, unnin af mikilli trúmennsku og hógværð, sem jafn- an hafa einkennt framkomu hans, enda maður- inn með eindæmum fágaður í framgöngu, þótt skólagangan hafi ekki verið fyrir að fara. Steinn hefur verið starfsmaður Samkomuhúss- ins frá upphafi, og munu kynni bæjarbúa, yngri sem eldri af honum á þeim vettvangi öll vera á einn veg, sem ekki verður á betra kosið. Síðustu árin hefur Steinn m.a. séð um dreifingu FYLKIS, og er það lang útbreiddasta blað hér með tilliti til þess, að vera selt, en önnur blöð hafa gefist upp á þessu rekstrarformi. Steinn á gott að samlagast ungum sem eldri og eru blaðasölubörn FYLKIS glöggt dæmi um það. Steinn er gæfumaður í einkalífi sínu. Frú Þor- gerður Vilhjálmsdóttir frá Múla hefur staðið vð hlið hans í meira en 50 ár. Eiga þau 4 dætur, sem reynst hafa hinir nýtustu borgarar. Á þessum merku tímamótum fjölskyldunnar munu bæjarbú- ar taka undir árnaðaróskir og þakkir til Steins Ingvarssonar. Jóh. Friðf. Taugaveiklun Eitthvað eru þeir orðnir taugaveiklaðir í Brautinni. Ætla þeir þar að sýna fram á hve óheyrileg Iaun bæjarfulltrúar hafa. Taka þeir til 3 s.ðustu bæjarstjórnarfundi sem dæmi, en þeir voru all stuttir eins og getið var. Varaforseti bæjarstjórnar, Reynir Guð- steiftsson, setti alla þá fundi og sleit þeim einnig. Sá fyrsti var vegna uppsagnar EHE, Aðeins það eina mál á dagskrá. Næsti var að sámþykkja átti samningsdrög, sem við felld. um. Eg ætlaði að ýja að launamismuni starfs manna. Magnús Magnússon sagði, að það væri ekki á dagskrá, svo ekki varð fundur- inn lengri í það sinn. Priðji fundurinn var haldinn til að samþykkja samningana. Ekk- ert annað mál á dagskrá. Flestir bæjarstjórnarfundir eru frá 6 til 10 tíma, svo reikningslistin er góð hjá Braut- inni. Gufinar Zöega, löggiltur endurskoðandi, upplýsti míg, þegar athuguð voru nefndar. laun bæjarstjórnar, að hans aðal starf í gegnum árin hafi verið að sjá um að starfs- fólkið notaði ekki tékkhefti í eigin þágu og það hafi tekist. Pað kostar okkur litlar 5 millj. á ári, svo allir mega vel við una. NefndaWaun bæjarstjóra og bæjarfulltrúa frá janúar til júní: 1. Páll Zophoníasson 254.200 2. Sigurður Jónsson 165.200 3. Sigurgeir Kristjánsson 164.900 4. Þórarinn Magnússon 154.800 5. Magnús Magnússon 142.200 6. Jóhannes Kristinsson 81.700 7. Einar H. Eiríksson 80.600 8. Reynir Guðsteinsson 78.300 9. Jóhann Friðfinnsson 65.000 10. Sigurbjörg Axelsdóttir 63.800 ATH.: R.G. fær greitt í september 1977 kr. 31.200 fyrir nefndarstörf íjölbrautarskóla. Nefndarstörf eru greidd tvisvar á ári í júní og des., að undanteknum launum fyr- ir f jölbrautarskóla er greidd voru í sept '77. Nefndarlaun fyrir Sjúkrahús eru ekki með- tal'n, R.G. og J.F. mundu hafa um 20 þús. lívor í laun. g ^ G.H.T.SITURSEMFASTAST Fyrirspurn var borin upp á bæjarstjórnarfundinum í vik. unni, hvað liði fækkun á topp- um Ráðhússins, en eins og bæj arbúa rekur mmni til lét Sig- urgeir bóka eftir sér í apríl, við ráðningu J.P.A., að G.H.T. færi í sumar, þessu andmælti Mm og ætlar hans vilji að verða ofaná í meirihlutanum að vanda. , Aðspurður um fækkun og hvort G.H.T. væri á förum, svaraði taæjarstjóri, að sem betur fer hefði ekki borist upp sögn frá G.H.T. Þá er e'nnþá komin staðfest- ing á því ofurkappi sem kratar lögðu á það að Páll yrði ráð. inn bæjarstjóri svo öruggt væri um völd þeirra Magnúsar og Georgs áfram. Sem sagt allt skal verða óbreytt og engu um þokað, en bæjarbúar borga.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.