Fylkir


Fylkir - 22.10.1977, Side 4

Fylkir - 22.10.1977, Side 4
FYTJCIR Aflabrögð: Það eru alveg hrein- ar línur, þa<5 er alveg dautt í hotnvörpuna, ekki titt að fá. Þeir eru líka fáir bátarnir að. Líklega aðeins 7 — 8 bátar. Spærlingsbátunum fer fækk. andi, eru að fara yfir í síldina sumir hverjir. Pó eru nokkrir að og fengið kropp við og við. Pessir lönduðu í vikur. ii: ÁIs- ey 78 tonn, Heymaey , Emma 27, Þorbjörn II 8, Draupnir 63, Bergur 115. Togararnir: Klakkur var inni á mánudag með 118 ton'.i, mest þorskur og ufsi. Vestmannaey var líka inni í vikunni með 110 tonn, þar var aflin'.i að megin- hluta karfi. Sindri var að í gærmorgun með um 60 tonn. Síldin: Það virðist vera að lifna yfir síldinni. f gær lö'.rduðu þessir reknetabátar, Jóhannes Gunnar um 300 tunnum, Árni í Görðum 40 og Dala-Rafn 150. Gu'nnar Jónsson, sem er með nót var með 100 tonn og er sá bátur þá búinn að fylla kvót. ann, og er hann annar bátur í '.lótabátaflotanum sem það ger- ir. Sfldarsöltunin: Þrjár stöðvar eru byrjaðar söltun, Fiskiðjan, Hraðfrystistöði'.i og ísfélagið Fiskiðjan hefur þegar saltað 1500 tunnur og Hraðfrystistöð- in 800. fsfélagið hóf svo söltun í gær. Línan: Það er að verða „vakn- ing” á línunni. Elliðaey hefur farið 8 eða 9 róðra og fengið 43 tonn. Besti róðurinn komst upp í 8 ton'i, sem er býsna gott. Þá er nýbyrjaður Sif RE, bátur á vegum Sigga Þórðar. Sif hefur komist upp í 9 tonn í róðri, en er búin að fá 15 í 3 róðrum. Þá var Öðlingur í útdrætti í fyrradag og var með um 5 tonn. Nýr bátur í bæinn: Richard Sighvatsson, Rikki í Ási, hefur nýlega fest kaup á m.b. Sæ- fara frá Akranesi. Er hér um að ræða 130 lesta ctálskip, er R’chard hyggst gera út á al- hliða veiðar og er nú að búa bátin'.-i út á síldveiðar í nót. Sigurður RE: Um síðustu helei kom hingað aflaskipið Sigurð- ur RE, með hvorki meira en 1361 tonn af loðnu. sem bað að sjálfsögðu landaði í FESinu. Er þetta mikil og góð búbót fyrir bæjarfélagið, en lakara var heldur til þess að vita, að skipið varð að bíða 5 klst. efiir því að komast inn í höfni.ia vegna þess að það hreinlega flaut ekki inn. Óskar Gíslason: Sú gamla afla kló, Óskar Gíslason, hefur ekki setið auðum höndum, þó að nauðsynjavörubúðin sem hann veitir forstöðu sé lokað vegna verkfalls. Hann hefur þessa dagana verið að róa til fiskjar á trillunni sinni, einn á báti, og fengið gott. Fékk til að mynda 330 kg. í fyrradag. Gott hjá ríkisstjóranum. Um afla togaranna: Á dögunum rakst ég á skýrslu um afla og úthaldstíma íslensku togaranna frá áramótum. Sjá má þar að ekki sitja allir við sama trogið. Aflahæsti togarinn er Guðbjörg ÍS 46, með skipta- verðmæti á úthaldsdag 1120 þús. kr. og meðal afla á úthalds dag 14,8 tonn. Aftur á móti er Bjartur NK 121 með hæst með- alskiptaverð, kr. 79,40 pr. kg. Það sem hér er sagt, þá er miðað við að skip er hafa 200 úthaldsdaga eða meira. Um Eyjatogarana er það að segja, að afli þeirra er nokkru min.ii en meðalafli alls togara- flotans. Klakkur er með 8 tonna meðalafla á úthaldsdag, Sindri 7,3 tonn og Vestmannaey 8,6 tonn. Meðalafli alls togaraflot- a'.is á úthaldsdag er hinsvegar 10,1 lest. Ef við tökum meðal- skiptaverð á kg., þá er lands- meðaltalið 70,30 kr. kg., en með- al verð Eyjatogaranna er: Klakk ur kr. 71,10, Sindri kr. 88.10, og Vestmannaey kr. 68.10. f samba'.idi við þennan sam. anburð er rétt að geta þess að Klakkur og Sindri hafa mun færri úthaldsdaga heldur en reiknað er út frá, svo sem fyrr er sagt. Klakkur með 128 út- haldsdaga, en Sindri með að- eins 76. Einnig verður að hafa þetta í huga þegar skiptaverðið er skoðað. Loðnan: Eg náði í Loðnunefnd á miðvikudag eftir mikið streð. Þar var að fá þær fxéttir að Eyjabátunum hefði gengið al- deilis prýðilega. Gullberg orðið næst hæsta skipið með 8896 tonn. Heildaraflinn orðinn 186 þús. tonn, en var alla sumar. og haustvertíðina í fyrra um 110 þús. tonn. Var létt í Andrési í Loðnunefnd hljóðið og sagði að mikið gæti enn borist að landi, ef veður og ís hamlaði ekki veiðum. Annars er afli Eyjabátanna sem hér segir: Kap 7818 tonn ísleifur 5278 tonn Gullberg 8896 tonn Huginn 6400 tonn Bj. Gutkn. 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 88 æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ Árshátíðin Árshátíð Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum verður haldin í Samkomuhúsinu laugard. 22. okt. og hefst með borðhaldi kl. 7 e.h. Létt tónlist verð- ur leikin á meðan á borðhaldi stendur. Hátíðin sett: 1. Ávörp þingmanna kjördæmisins: Guðlaugur Gíslason, Ingólfur Jónsson, Steinþór Gests- son 2. Tvísöngur: Sigurður Björnsson og Sieglende Kahmann. Undirleikari Carl Billich. 3. Gamanvísur: Sigurbjörg Axelsdóttir. 4. Ómar Ragnarsson 5. Tískusýning. 6. Söngur. 7. Happdrætti. Að því loknu heldur Samkomuhúsið dans- leik þar sem EYMENN leika og syngja. æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ æ iyti txj 1J[) ycj yo yu yo yo yei yo yo yriyoyr» <y> c^> qn yo yo yo yöyn cvj yo CV) nr) <Y)no nr) CV) (V) no no (V)nr)m(V)(V) (V? CV) rv) Okkar d milli Fyrir nokkru rakst ég á heljarmikinn doðrant, mikið á annað hundrað blaðsíður. Gat þar að líta drög að framkvæmdaáætlun Vestmannaeyjakaupstaður fyrir næstu 10 ár- in að ég held. Sagt er að plagg þetta sé unn- ið af Andra nokkrum ísakssyni, sem sé sér- fræðingur í svona áætlanasnakki, og ekki aldeilis „billegur á prísinn”. Ku taka svona um 3 þús. kr. um tímann — takk. Nú veit ég ekki hve maður þessi er af- kastamikill, og þar af Ieiðir að vont er að geta sér til um hve langan tíma verkið tók. Varla hefur þó þetta tekið meira en 300 klst. L'ggur því fyrir að áætla að doðranturinn kosti bæjarsjóð ekki undir 1 millj. kr. Sé þessi ágiskun rétt, er vægt til orða tek- ið, þótt sagt sé að þarna fáist lítið fyrir aur- inn. Doðranturinn er að mestum hluta um hvað sé ómalbikað af götum, í hvaða röð þær skulu malbikaðar, þarna sé barnaleik- völlur og hvað sé æskilegt að gera hér og svo framvegis. Mér kom það dálítlð á óvart að það þyrfti að fá mann „að sunnan” til þess að setja á blað hvaða götur væru hér ómalbikaðar. Ég hélt endilega að hægt og nægt hefði að skrifa þetta öðrumegin á umslag. Þetta er nú ekki stórkostlegra en það, hérna hjá okkur. Nú um röðun og hraða framkvæmdanna segir ekki buddan mest mn það? Annars er það merkileg árátta að þurfa alltaf að sækja einhvern „suður” ef koma á handarviki í verk. Ætli þetta sé einhver minnimáttarkennd eða hvað? Það væri ann- ars fróðlegt að vita hve miklu fé bæjar- sjóður hefur á undanförnum árum eytt í samskonar fígúruverk og þetta með fram- kvæmdaáætlunina, sem líklega hefur eins og fyrr er sagt kostað um eina milljón kr. Gaman var að heyra hve mikið og vel í- þróttamiðstöðin eða íþróttahöllin er notuð af bæjarbúum. Tölurnar um aðsókn eru alveg stórkostlegar. Er þess að vænta að fram- háld verði á, því yfir allan efa er hafið að þangað sækja menn bæði andlegan og líkarn- legan styrk og heilbrigðt lífsviðhorf. Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.