Fylkir


Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 12.11.1977, Blaðsíða 1
Listsýning 29. árg. Vestmannaeyjum 12. nóvember 1977 19. tbl. Að gefnu tilefni Eftir Surtseyjargosið vakn- aði mikill áhugi vísindamanna fyrir athugunum á eldvirkni og hita í iðrum jarðar Heimaeyj- ar. Allt fram að þeim nátt- úruhamförum virtist áhugi meðal núlif.andi jarGvísinda- manna ekki umtalsverður fyrir slíkum ramisóknum og töldu ajn.k. sumir þeirra ekki mark takandi á áliti Þorvaldar Thor- oddsen, er hélt því fram í sínum athugunum, að eyjarn- ar væru virkar eldstöðvar. Því var það, að leyfi fékkst þá fyrir djúpborun á Heima- ey og var boruð ein dýpsta hola á landinu eða 1565 m., var ekki hvað síst vonað af heima- Lyklar afhentir S.l. miðvikudagskvöld af- henti stjórn Verkamannabú- staðanna íbúðareigendum í Ás- hamri 75 lyklana að íbúðum sínum. í tilefni af þessu bauð stjórni'n íbúðareigendum og nokkrum gestum upp á kaffi. sopa á Hótelinu. Sigurður Jónsson, kennari, sem er formaður stjórnar Verkamannabústaðanna hér í bæ hafði orð fyrir stjórninni ng skýrði gang mála í sam- Dandi við þann byggingará- fanga er hér urr. ræðir, en það er fjölbýlishúsið að Áshamri 75. Er hér um 18 íbúða hús að ræða, 3 og 4 herbergja að stærð. Verð hverrar íbúðar var frá 8,3 milljónum til 9,5 millj. með fjármagnskostnaði 400 þús kr. á íbúð, og taldi Sigurður það all vel sloppið með tilliti til verðlagsþróunarinnar í landinu. Þá gat Sigurður þess að með afhendrngu þessara íbúða hefði stjórnin afhent alls 36 íbúðir í tveim sambýlishúsum. Athygli mína vakti hve þeir íbúðareigendur er hér um ræð- ir var kornungt fólk, um og innan við tvítugt. Er það sannar lega ekki ónýtt að leggja út í lífið, þan'nig nestaður, góða í- búð, á viðráðanlegu verði og með góðum greiðslukjörum. mönnum, að með slíkri borun fengist sá árangur, að neyslu. vatn eða jafnvel heitt vatn fyndist. Árangur borunarinnar varð frekar 'neikvæður en ekki ár- angurslaus, þar sem nokkurt magn af heitu vatni virtist virkjanlegt úr holunni. Enn því miður koðnaði málið nið- ur og verður engum um kenvit, þótt fullyrða megi, að með nú- tímatækni hefði verið hægt að virkja holuna til nokkurs gagns. Eftir að jarðeldarnir brut- ust út á Heimaey, 23. jan. 1973, var fljótlega frá því sagt, að nokkrum vikum áður hefði ver ið farið að koma vatn upp úr holunni af sjálfsdáðum. Nokk. uð var það, að á gostíma'.ium voru reglulegar mælingar fram kvæmdar í holunni og talið að þar mætti finna ýmsar mikil- vægar upplýsingar. Þessu var svo hætt, og um- búnaður holunnar sem staðsett er í næsta nágrenni Steypu- stöðvarinnar, varð fyrír hnjaski vegna aukinnar umsvifa þess fyrirtækis og hefur svo verið um 3ja ára tímabil. Umræður hafa orðið um þetta í bæjar- stjórn og hefur því verið lof- að þar að þessu yrði kippt í lag, myndi það kosta lítið fé og fyrirhöfn. 1 Efndirnar hafa þó engar orðið og er holan á mörkum þess að vera ekki týnd. Svo sem við heyrum daglega, er kostnaður við slíkar holur talimi um og yfir 100 millj. kr. Þetta er rifjað upp nú að gefnu tilefni. Við Vestmanna- eyingar hugsum með samúð til fólksins á Mývatnssvæðinu, sem nú lifir í stöðugum ótta og kvíða vegna náttúruham- fara'nna, sem yfir virðast vofa. Við biðjum þess og vonum, að mannlífum verði þyrmt og aft- ur komist eðlilegt ástand á náttúru þessa landshluta. V-ð vitum orðið svo ekki verð ur um villlst, að við búum í virku eldfjallalandi og verðum að haga okkur samkvæmt því. Það er skylda okkar að færa okkur í nyt þekkingu vísinda- manna og fengaa reynslu, þess vegna ber okkur að sjá svo um að hér sé jafnan höfð gát á, sem möguleg er. Við meg. um ekki láta kæruleysi og and- varaleysi ráða. — Jóh. Friðf. S.l. fimmtudag opnaði Ást- þór Jóhannsson (Friðfinnsson- ar) sýningu á myndverkum sín- um í Akógeshúsinu. Verk þau er hér um ræðir eru gerð á síðastliðnum tveim árum og unnin í olíu, vatnsliti og með bleki, og liðlega 30 að tölu. Ástþór er ungur að árum og þessi sýning hans því frumraun á þessu sviði. Verður gaman að fylgjast með hver frami hans verður á braut listarinnar, en sýningia bar þess vott að hér er gott efni á ferðinni, verkin vel unnin, hugmyndir vel út færðar og margt skemmtilegt. Við opnunina var fjöldi fólks, er tók Ástþór mjög vel, að min'.ista kosti seldust um helm- ingur myndanna fyrsta daginn. Sýningin er opin í 4 daga. Bæj. arbúar ættu að líta inn í Akó- ges núna um helgina, aðgangur er ókeypis, ég hygg að fáir verði fyrir vonbrigðum. ÞÓR — UMFA. Ekki sóttu þeir Aftureldingar menn gull í greipar Þórs um síðustu helgi því þeir töpuðu verðskuldað 22-16. Fyrir leikin1.! yljaði það áhorf- endum þegar Bói tilkynnti að Týr hefði sigrað Akranes 19 -17 uppi á Skaga. Enda áttu áhorf. endur eftir að hvetja sína menn óspart og það er óhemju mik- ill stuðningur fyrir hvert lið sem hefur slíka „kórfélaga". Áfram áhorfendur. Fyrri hálfleikur einkenvidist mjög af góðum varnarleik beggja liða. Fyrir aftan sterka vörn Þórs stóð Steini eins og kóngur í ríki sínu og varði hvorki meira né minna en 9 skot og þar af eitt víti. Aftur- eldin'g tók það til ráðs að taka Han'nes úr umferð eins og hann verður fyrir hjá öll- um hinum. Staðan í hálfleik var 8-7 Þór í vil. Seinni hálfleikur var miklu skemmtilegri en sá fyrri, mun fjörugri og hraðari. Þarna held ég að Afturelding hafi gert þá skissu að reyna að taka bæði Hannes og Andrés úr umferð í eLiu, því þá brá Þórarinn Ingi sér svo sannarlega á leik og lék andstæðinga sína oft grátt. í byrjun hélst bilið á milli lið- anna jafnt, en breikkaði svo um munaði. Ekki má gleyma Herberts þætti Þorleifssonar. Tók hann 6 vítaköst og skoraði úr þeim öllum, þrátt fyrir að skotin færu á sama stað. Flest mörk skoruðu: Þórar- Lin Ingi 7, Hebbi 6 (öll úr víti) og Hannes 5. Bestu menn: Steini í mark- inu og Þórarinn Ingi. Ljótt þykir mér að Þórararnir hafa ekki getað haft hann með' sér í öllum leikjum sínum. En yon- um samt að ha.in hliðri til og reyni eftir mætti að koma til liðs við félag sitt, því hann gleður svo sannarlega augað. Lokatölur 22-16. KARFAN AF STAÐ Þá er komið að körfubolt. anum að rúlla af stað í íslands mótinu. Eins og menn eflaust muna, vann ÍV. sér rétt til þess að keppa í 2. deild þetta keppn- istímabil. Er ég ræddi við ei-m af forráðamönnum ÍV. um daginn, skyldist mér á honum að áhugi hefði verið takmark- aður framan af hausti og illa mætt á æfingar, en þó hefði ræst úr upp á síðkastið. Liðið var þjálfaralaust í allt haust en nú er kominn hingað ungur" BorgnesLigur sem leikmenn binda miklar vonir við. Liðið hefur misst þrjá sterka menn, Jóhann Pétur er hætt- ur, Sigurður Daníelsson flutt- ur úr bænum og Friðfinnur frá vegna meiðsla. f staðinn fá þeir Borg'nesing inn og Halla Geir sem mun koma til móts við liðið frá Laugarvatni þar sem hann er við nám. Fyrsti leikur liðsins verður í dag, mæta þeir þá Grindvík. ingum á útivelli. Þótt Grindvík- ingar hafi staðið sig vel í deildinai í fyrra vona ég að peyjarnir okka spjari sig. GÓÐ FERÐ HJÁ ÞÓR Þórararnir gerðu það gott um síðustu helgi í handboltanum. Þeir fóru og kepptu við fA og Breiðablik. Fyrst kepptu þeir við ÍA og sigruðu þá með 16- 15. f byrjun komust okkar menn fimm mörk yfir, en Skagamenn söxuðu smátt og smátt á þetta forskot en Þór var þó alltaf yfir. Markverðirn- ir báðir áttu stórgóðan leik, þó sér í lagi Steini, sem varði Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.