Fylkir


Fylkir - 22.11.1977, Page 2

Fylkir - 22.11.1977, Page 2
FYLKIR Ritstj. og ábm.: Björn Guðmundsson. Pósthólí 116. — Vm. Afgr. og augl.: Símar: 1344 og 1129. Utgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Prentun: Prentsmiðjan Eyrún hf. Það kom fram á Alþingi fyrir ekki löngu í svari við fyrirspurn frá Garðari Sigurðssyni um nýjan rafstreng milli lands og Eyja að málið er í athugun, en það vantar punkt yfir i-ið sem sé fjármagn, er ekki tryggt til þess- ara framkvæmda. Nú er það svo að margt er það sem gera þarf og allir hrópa á framkvæmdir og fjárs er víða vant, en hvað sem öllu líður þá er sú framkvæmd, nýr rafstrengur milli lands og Eyja með algjöran forgang. Eins og nú standa sakir búum við á þann veg að algjört öryggis- leysi ríkir varðandi orkumál. Peir sem að vit hafa á telja að núverandi rafstrengur geti bílað hvaða dag sem er og þá vitum við hvar við stöndum. Og hugsum okkur að strengurinn bili i vertíðarhyrjun þegar orkuþörfn er mest. Ekki væri það góð vígstaða. Hvað sem öllu líður, fjármagnsskorti og vandræðum á hverri þúfu verða for- ystumenn þessarar byggðar að sjá til þess að tryggja fjármagn til þessara framkvæmda og að nýr rafstreng- ur verði lagður á næsta sumri. Björn Guðmundsson. Herma'jin hefur verið dálítið harður við kratana og sýnt þeim uppundir sig. Sérstaklega hefur Hermann gert atlögu að heilögum Georg. Hermann er eins og Vilmundur, hann berst gegn spillingu og þykir að sjálf- sögðu hart að láta heilagan Georg komast upp með sitt framferði. En meðal annara orða er ekki nóg komið af jaginu um heilagan Georg. Pað er sko á borðinu að heilagur Georg hefur keypt handónýtt skulda- bréf fyrir skít á priki og keypt íbúð af bænum og greitt með skuldabréfi og þá á nafnverði. Fyrir afganginn af skuldabréf- inu borgaði hann svo útsvarið sitt — allt á nafnverði. Heilag. ur Georg tók þarna Magnús og bæinn við nefið og stakk á sig einni milljón í „den tid”, en þá var ef til vill milljón milljón. En það þýðir bara ekki að vera að nudda þetta, krötun- um og Magnúsi finnst þetta í lagi. Siðferði þeirra er bara svona. Hitt vita svo allir, að það komast ekki nema heilagir upp á krambúðarloftið að borga útsvarið sitt og kaupa íbúðir og greiða með 8 ára skulda- bréfi tryggt með veði í bátpung suður með sjó, og að skuldá- bréfið sé tekið á nafnverði. En sem sé, það er nóg koin- ið einkum þegar það ér haft í huga að málið er að sigla inn á heldur auðvirðilegt plan. Braut in þarf að siða Hermann og telur sig hafa efni á því og spyr svo í mesta sakleysi hvort Hermann hafi frían hita hjá bænum, — Sjáið þið hvernig ég lagði hann piltar. En spyrja má um hæl, hverskonar stjómleysi er það hjá bænum að rukka ekki hitann svo árum skiptir. Sigurgeir Jónsson, æskulýðs. fulltrúi sagði mér að hann væri að gera skrá yfir þau félög sem störfuðu hér á svokölluðu fél- agsmálasviði — ekki fyrirtæki. Sagði Sigurgeir með ólíkindum hvað þau væru mörg, líklega um eítt hundrað, hélt það væri heimsmet. Það fylgdi þessari frásögn að mörg af þessum fél- ögum væru næsta líflítil, en samt, þau lifðu, hefðu stjórn og þess háttar. FIRMAKEPPNIN 1977. Um síðustu helgi hófst hin árlega firmakeppni ÍBV. Mikið fjör var að vanda og hart bar- ist, kannski of hart, þvi menn komu stórslasaðir eða jafnvel með glóðarauga. Ekki eru allir á eitt sáttir með framkvæmd keppninnar, því hún stangast á keppni fél- agnana í íslandsmótinu í hand- bolta og körfubolta. Eins og gefur að skilja eru þama. oft um sömu leikmenn að ræða. Best hefði verið að keppnin hefði verið búin, því ef henni verður frestað nú, yrði hún ekki búin fyrr en um miðjan eða seinnipart desember. Einnig eru menn ekki ásátt. ir um það hverjir eiga að taka þátt í þessari keppni, einung- is firma eða firma, stoínanir og starfshópar. Ekki finnst mér rétt að leyfa kennurum grunn- skólans og þremur stofnimum bæjarsjóðs þátttöku í keppni þessari því þetta er Firma. keppni Vestmannaeyja. Úrslit um síðustu helgi urðu sem hér segir: 1. umferð: Ráðhús — Magni 3 - 7, Vinnslu stöð — ísfélag 10-4, Grunn skóli — FES 6-2, Fiskiðja — Áhaldahús 7 - 4, Rafveita — Völ undur 9-3, Þorvaldur og Einar — Net 6-9, Netagerðin Ingólf- ur — Geisli 14 -15, FIVE — Tré sm. Erl. Péturssonar 9 - 5. 2. umferð: Völundur — Fiskiðja 1 -12, Net — Netagerðin Ingólfur 8-3, Á- haldahús — FIVE 3.8, Grunn- skóli — Porv. og Einar 8-3, FES — Rafveitan 13-5, Ráðhús — fsfélag 9-4, Vinnslustöð — Tré- sm. Erl Péturssonar 3.4, Magni — Geisli 10 -12. ’ Framhald verður á keppninni í dag kl. 13 og á morgun kl. Og enn hvetjum við áhorf- endur til þess að mæta og hvetja sín lið til dáða. Síðast var fjör nú verður enn meira tiör. 90991 ABVENTKItiKJAN: Samkomur í Aðventkirkjunni Biblíurannsókn, laugard. kl. 10 Guðeþjónusta kl. 11 Kvöldsamkoma föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30. BETEL Guðsþjónusta n.k. sunnudag kl. 16.30, mánudag og föstudag kl. 20.30. Barnaguðsþjónusta á sunnu- dag kl. 13.00. Allir velkomnir. Betelsöfnuðurinn. KLÚBBURÍNN ÖRUGGUR AKSTUR VESTMANNAEYJUM heldur aðalfund slnn mánudaginn 21. nóv. 1977, kl. 20.30 að Hótel Vestmannaeyjar. Dagskrá: 1. Afhending verðlauna fyrir öruggan akstur 2. Guðmundur Höskuldsson, umferðarfulltr., heldur erindi um „öruggan akstur” og svarar fyrirspumum. 3. Stjómarkjör. 4. önnur mál. 5* Kvikmyndasýning. KAPFIVEITINGAR — Allir alltaf velkomnir. Stjómin.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.