Fylkir


Fylkir - 18.03.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 18.03.1978, Blaðsíða 4
4 FYLKIR 1.—15. MARS. Paö sem af er þessum mán- uði hefur tíð verið mjög erfið, stöðugur austanþræsingur og sjósókn erfið. Oft hefur orðið tveggja og þriggja nátta hjá netabátunum og trillur og minni bátarnir helst ekki kom- ist á sjó. Fyrri hluta mánaðari'ns stund. uðu 60 bátar héðan veiðar á móti 72 á sama tíma í fyrra. Línubátarnir fengu oft ágæta róðra, þegar gaf, þetta frá 8 upp í 11 tonn. Kópur fékk 11 tonn þann 13. mars, Af neta- bátum fengu stærsta róðra: Elliðaey 33 ton'-i þann 13. og Þórunn Sveinsdóttir 32 tonn þann 8. Gísli á Björgu fékk 24 tonn í trollið þann 13., en á fimmtudag sprengdi tann trollið í fiski. Afli línubátanna hefur verið mjög blandaður keilu og löngu. Ýsa heéur helst ekki sést í afla trollbátanna í vetur fyrr en síðustu dagana, að sæmilegt viðbragð hefur verið. AFLINN. Tonn Sjcf. 27 með troll fengu 437,3 117 14 með net 8054 82 7 með línu 157,0 29 9 með færi — 6,1 19 3 togarar 313,1 3 Afli því samtals 1.718,0 tonn á tímabilinu. Á sama tíma í fyrra varð heildarafli 2.169,5 tonn, 734,3 tonn hjá 40 troll- bátum, 1.333,2 tonn hjá 25 neta- bátum, 5,4 tonn hjá 6 færabát- um og togarinn landaði þá 96,6 tonnum. AFLAHÆSTU BÁTARNIR 15. MARS S. L. Á línu: Tonn Sjcf. 1. Ölduljón VE 130 226,6 36 2. Kópur VE II 186,9 26 3. Sæþór Árni VE 34 160,2 23 í netin: 1. Árni í Görðum 222,2 24 2. Pór. Sveinsd. 213,0 10 3. Elliðaey (lína og net) 201,2 33 í trollið: 1. Björg 170,5 23 2. Sigurbára 162,6 14 3. Þristur 112,7 25 TOGARARNIR. Vestmannaey landaði 98 tonnum, mest þorski, á má.iu- daginn. Sindri er fyrir austan land, var búinn að fá 70 tonn á miðvikudag og landar á mánu- dag. Klakkur er suður af Reykjaneshrygg og la.idar á þriðjudag eða miðvikudag. LOÐNAN: Á fimmtudágskvöld var heild arloðnuaflinn orðinn um 414 þúsund tonn á móti 497 þús- und tonnum sama dag í fyrra. Hér í Eyjum hafði þá verið landað um 44 þúsund ton.ium, 27 þúsund tonnum í Fiskimjöls- verksmiðjuna og 17 þúsimd tonnum í FES. Loðnan fór sér rólega sem fyrr og var aðalveiðisvæðið viö Ingólfshöfða. Ein.i bátur, Ólaf- ur Magnússon, fékk 106 tonn ai loðnu í tveimur köstum út af Dyrhólaey, svo heldur virð- ist hún vera að síga vestur á bóginn. f fyrsta skipti í mörg ár hefur dálítið borið á fiski í loðnunni í vetur, þorski og jafnvel stórýsu, við skulum vona, að það viti á gott. Hér í Eyjum er þróarrými fyrir um 26 þúsund tonn, 16 þúsund tonn hjá Fiskimjölsverk smiðjunni, sem hefur um 1400 tonna afköst á sólarhring og um 10 þúsund tonn hjá FES, sem bræðir um 800 tonn á sólar hring. Ekkert hefur verið fryst af loðnu hér í Eyjum og mun heildarfrysting í landinu nú vera rúmlega 100 tonn, en loðn- an hefur verið smá og horuð og illa hæf til frystingar. Pá hef ur verið langt á miðin og lít- ið borist a" vel ferskri loðnu. Frá Noregi berast þær frétt- ir, áð þar sé aðeins búið að frysta um 200 tonn og sé loðn- an smá, horuð og full af átu. Annars er aðalveiðitíminn þar heldur seinna en hér og því enn ekki útséð um einhverja frystingu. Heildarkaup Japana á frystri loðnu voru í fyrra 20.600 tonn, frá Noregi 4.200 tonn, fri fs- landi 4.100 tonn, frá Rússla'.rdi 6.800 tonn, af japönskum tog- urum, sem veiddu við Ný- fundnaland 2000 tonn og frá Ný.:undnalandi 3.500 to.in. Neysla Japana á loðnu hefur minnkað mikið á síðustu ár- um og var talin um 15 þús tonn á s. 1. ári. Miðað við þessar tölur er séð að verulegur skortur verðu1' á frystri loðnu á þessu ári. Mikið kapp er nú lagt á fryst ingu loðnuhrogia, enda fæst gott verð fyrir þau. Við íslend- ingar höfum verið brautryðjend ur í framleiðslu þeirra og sölu í Japan. Skoðanir eru skiptar um stærð markaðsins, en ekki er óvarlégt að áætla, að hann geti tekið við rúmlega 2 búsu.rd tonnum í ár, sem gæti orðið 5 —6 þúsund tonn að fáum ár- um liðnum. Búast má við, að þróunin vcrði sú, að fryst loðna detti út sem markaðsvara, en fryst hrogn komi í staðinn. Jap- anir hafa flutt iin mikið af síldarhrognum vísvegar að á undan.örnum árum, on fram- boð þeirra hefur minnkað ár frá ári og til að bæta sér upp vöntun þeirra kaupa þeir nú flugfiskahrog’.i frá Indónesíu og loðnuhrogn frá íslandi. Að- allega eru loðnuhrognin notað til iblöndunar síldarhrognum, ýmsum fisktegundum og til kavíarframleiðslu. Við skulum vona, að með vandaðri framleiðslu vin.rum við okkur fastan og öruggan S-2SS á markaðinum, en Norð- menn og Ný/andnalendingar eru nú að byrja samkeppni við okkur og heyrst hefur, að Rúss- ar séu að byrja að þreifa fyr- ir sér. AFLI EYJABÁTA S. L. FIMMTUDAGSKVÖLD. Gullberg 10.460 tonn 2. Breki 10.290 — 3. Huginn 9.770 — 4. Kap II. 8.380 — 5. ísleifur 6.400 — 6. Bergur II. 3.580 — 7. Gjafar 3.100 — 8. Andvari 2.580 — 9. Gunnar Jónsson 2.585 — 10. Eyjaver 2.224 — 11. Bjarnaray 1.350 — 12. Heimaey 1.235 — 13. Sæbjörg 1.000 — 14. Glófaxi 900 — 15. Stígandi II. 570 — VÉLASKIPTI. Það óhapp varð í síðustu viku, að aðalvél brotnaði niður í mb. Stíganda II. og er nú ver- ið að setja nýja vél í báti'nn. Svo vel vildi til, að hægt var að fá samskonar vél og var í bátnum fyrirvaralaust og því standa vonir til, að báturinn missi ekki af vertíðinni. PORSKVEIÐIBANN. Einhvemtímann hefði þótt tíðindum sæta, að þorskveiði yrði bö'.inuð á miðri netavertíð- inni og sá ekki talinn með öll- um mjalla, sem slíkt og því- líkt boðaði. Frá hádegi n. k. þriðjudag til hádegis á þriðju- dag eftir páska er skv. regiu- gerð frá sjávarútvegsmálaráðu- neytinu bannað að veiða þorsk. Sýnist sitt hverjum um ágæti bannsins og framkvæmd og verður fróðlegt að sjá, hvernig til tekst. ÍÞRÓTTIR í. V. í 1. deild. Ein deild á ári, varð einurn að orði þegar fréttist um sigur ÍV gegn Grindvíkingum um síðustu helgi. Leikur þessi var leikinn sl. föstudag í hinni al- ræmdu „Ijónagryfju” í Njarð- vík. ÍV átti góðan dag að þessu sinni og snári dæminu við frá því að þessi lið mættust hér í haust, en þá tapaði ÍV. illilega. En sem sagt ÍV-sigur að þessu sinni, 87—75. Hittnín í þessum leik var ágæt og í þeim efnum bar mest á Halla Geir, s:m skoraði 31 stig, Jóhanni Pétri með 16 stig og Tomma með 15 stig. En seinni Ieiknum töpuðu okkar menn 'yrir Breiðabliki, með nokkrum mun, eða 42—60. Lán í óláni, datt út úr einum. Þvi ef þeir hefðu unnið þennan leik, hefðu þeir þurft að „punga út” fyrir annarri ferð til þess að keppa um laust sæti í úr- valsdeildirmi að ári. f þessa aukakeppni hefðu þeir ekkert að gera. Peir tjáðu mér strákarnir, að þetta hefði verið ömurlegur ieik ur, af þeirra hálfu, gekk ekkert upp. Að þessu sinni var Jóhann Pétur með 10 stig, Friðfinnur 8 og Halli Geir 7 stig. Þess má geta að lokum að það vantaði þrjá af fastamönnum liðsins, en það munar um minna, þar sem engin breidd er hjá liðinu. Hvað gerir fv að ári? Eitthvað verður að gera til þess að auka breiddina í liðinu. Nýir menn. Já, nýir menn, en hvaðan? Lokka hingað me.m, eða menn úr 1. deildar liðun- um? En allavega þar." eitthvað að gera og fyrir mitt leyii myndi ég snúa ásjónu minni vestur um haf og athuga með mann þaðan. Ei buddan, hvað segir hún? Sjáum til. Til hamingju ÍV-menn! Georg. Byggílasafn Vost.mannacyja verður formlega opnað 1. apríl n. k., i safnahúsinu nýja. Hefur Þorsteinn P. Víg- lundsson unnið að uppsetningu þess að undanförnu. Ilér stendur I’orsteinn við skápinn, er geymir minjar frá gamla Pór.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.