Fylkir


Fylkir - 19.10.1978, Side 4

Fylkir - 19.10.1978, Side 4
FYLKIR UR YERINU ÍÞRÓTTIR i Éi Í.B.V. — SLASK Þar sem blaðið Fylkir er nú að hefja útkomu sína á ný, að afloknu sumarleyfí, þykir rétt að þátturinn ÚR VERINU fari af stað um leið. Umsjónar- maður þáttarins, Guðmundur Karlsson, hefur nú tekið sæti á Alþingi, og hefur orðið að ráði að undirritaður sjái um þáttinn. Ákveðið hefur verið að taka upp þá nýbreytni að birta í hverjum þætti tvær myndir af bátum og skipum Eyjaflotans. Mun Sigurgeir Jónasson, ljós- myndari, sjá um myndaefnið, en umsjónarmaður þáttarins, með aðstoð útgerðarmanna og sjómanna, birta upplýsingar sem máli skipta, svo sem stærð, aldur, vél o.fl. Ekki er að efa að mynda- þáttur þessi mun verða vinsæll í verstöð sem Vestmannaeyjum, því hér snýst nær allt um sjósókn og fiskvinnslu. Þá mun þetta auka söfnunargildi blaðs- ins. Þrátt fyrir að maður sé mikið á ferðinni á bryggjunum og vigtunum er það þó ýmislegt sem fer framhjá sem er að gerast á svæðinu norðan Strandvegar. Væri því vel þegið að lesendur komi upplýsingum á framfæri til mín, um fréttir sem tengjast sjósókn og físk- vinnslu. Blaðinu hefur borist skýrsla umboðsmanns Fiskifélagsins, Þorsteins Ingólfssonar um aflabrögð fýrstu 9 mánuði ársins og samanburðartölur um sama tímabil 1976 og 1977. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós að tveir þættir hafa verið að dragast mjög aftur úr að und- anfömu, er það humarinn og lifrin. Humaraflinn Humaraflinn hefur minnkað um 43% frá í fyrra, eða úr 344 tonnum í 193 tonn. Þetta er ljótt ástand, og með sama áframhaldi kemur þetta til með að verða fyrir fáa báta að slást um. Hver er ástæðan? Það væri verðugt verkefni fyrir fískifræðinga okkar að koma hingað og gera athuganir á því sem hér er að gerast í þessum málum, og gera fram- tíðarspá. Lifrín Innlagt magn lifrar sem berst Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, hefur farið minnkandi ár frá ári. Fyrstu níu mánuði 1976 tók samlagið á móti 1366 tonnum, á sama tímabili 1977, 1018 tonnum og nú í ár 932 tonnum. Sjálfsagt spilar hér stórt inní minnkandi aflabrögð, en það segir ekki alla söguna um minnkandi lifrarmagn. Verða því sjómenn og útgerðarmenn að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að lifrin sé hirt, því aukið liframagn gefur meiri möguleika á hærra verði, en núverandi ástand gefur Lifr- arsamlaginu enga möguleika að greiða hærra verð hér, en greitt er á svæðinu frá Homa- fírði til Snæfellsness. Verð á lifur pr. kg. er kr. 45/- í dag. Lifrarsamlagið festi kaup á liframiðursuðuvélum á s.l. ári og verður sagt frá þeim í einhverjum næstu þátta. Magnús Kristinsson Nú um helgina keppa ÍBV- strákamir við pólska liðið Slask í annari umferð UEFA-keppn- innar. Leikið verður á Mela- vellinum n.k. laugardag kl. 14.00. í sambandi við leik þennan mun Herjólfur fara héðan frá Eyjum kl. 7.30, en aftur til baka frá Þorlákshöfn kl. 18.00, svo að þeir sem fæm þá leið komast örugglega til baka samdægurs. Flugleiðir h.f. láta ekki sitt eftir Iiggja. Þeir fljúga héðan kl og aftur til baka kl. 16.15 og einnig gefa þeir 25% afslátt á sínum fargjöldum. Eins og flestir vita em Pólverjar meðal sterkustu knattspymuþjóða heims. í liði Slask em margir sem hafa leikið í pólska landsliðinu og samanlagt hafa þeir spilað 81 landsleik. Þar af hefur einn leikmaður leikið 45 landsleiki fyrir Pólland. Þessi leikmaður hefur leikið í tveim síðustu heimsmeistarakeppnum og tveim síðustu OL-leikum. Svo á þessu sést að þessir karlar vita hvemig boltinn lítur út. En IBV-liðið er alls óhrætt við þessa pólsku snillinga og gefa ömgglega ekkert eftir ef ég þekki þá rétt. Nú koma Tómas og Karl inn í liðið aftur eftir meiðsli sem þeir urðu fyrir í sumar og er ánægjulegt til þess að vita, því þeir eiga eftir að styrkja liðið mikið frá því á móti Glentoran. Nú er það einlæg ósk for- ráðamanna ÍBV að sem allra flestir geri sér nú dagamun og skreppi upp á fastalandið og hvetji sína menn óspart til dáða. VETRARSTARFIÐ í FULLAN GANG Nú að undanfömu hafa félögin í bænum verið að und- irbúa sig undir íslandsmótið innanhúss í vetur. ÍV í 1. deild í körfubolta, Týr í 3. deild í handbolta karla og Þór í 2. deild í handbolta karla og kvenna. Á þessu má sjá hversu mikil áhrif íþróttahúsið hefur á íþróttalífíð hér í bænum. Svo bætist við innanhússknatt- spyman, íslandsmótið og fírmakeppnin. IV hefur fengið til liðs viö sig Bandaríkjamann að nafni James Booker og er um 2 m. á hæð. Vonandi á þessi „risi” eftir að miðla heimamönnum vel af kunnáttu sinni í vetur. Týr og Þór taka auðvitað þátt Framhald á 3. síðu BREKIVE 61 — 491 brúttótonn að stærð, aðalvél ALPHA1740 hestöfl. Smíðaður á Akureyrí 1976, en keyptur til Eyja í nóv. 1977. — Eigandi: F.I.V.E. h.f.. Skipstjóri Sævar Brynjólfsson. Framkvæmdarstjóri: Viktor Helgason. KLAKKUR VE 103 — 488 brúttótonn að stærð, aðalvél Ciegielski-Sulzer. Smíðaður í Póllandi 1977 og kom til Eyja 29. mars 1977. Eigandi: Klakkur h.f. Skipstjóri: Sigurgeir Ólafsson. Framkvæmdastjóri: Arnar Sigurmundsson. Guiínar Olafsson & Co h.f. Sparimarkaöurinn Verður laugardaginn 21. október frá kl. 10 f.h. og verður opinn þar til birgðir þrjóta. Eins og áður verður mikið úrval af grænmeti og ávöxtum selt á verði. Glervörur — Keramik — Búsáhöld

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.