Fylkir


Fylkir - 19.10.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 19.10.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- félaganna í Vestm.eyjum Munið Arshátíð Sjálfstæðis- félaganna fyrsta vetrardag 30. árgangur Vestmannaeyjum, 19. október 1978 18. tölublað Sigurbjörn Sveinsson 1878 — 19. október — 1978 í dag eru liðin 100 ár frá fæðingubarnabókarhöfund- arins Sigurbjarnar Sveinssonar. Hann var húnvetningur að ætt, fæddur í Kóngsgarði í Bólstað- arhlíðarhreppi 19. okt. 1878. Foreldrar hans voru Sveinn Sigvaldason bóndi og kona hans Sigríður Þórðardóttir. Föður sinn missti Sigurbjörn mjög ungur, og kom það í hlut móður hans að sjá honum farborða þar til hann gat staðið á eigin fócim. Bar Sigurbjörn ævilangt afar hlýjar tilfinningar til móður sinnar eins og Ijóð hans sýna glöggt (t.d. Til móður minnar). Fimmtán ára yfirgaf Sigurbjörn æskustöðvar sínar og fór til Reykjavíkur, þar sem hann nam skósmíðar. Þá iðn stundaði hann á Akureyri 1902-1908. í kringum alda- mótin tók Sigurbjörn þátt í starfi hjálpræðishersins, m.a. á ísafirði, og orti söngljóð, m.a. „Þú vínviður hreini" sem Halldór Laxness tók upp í bók sína um Sölku Völku. Á Akureyrar-árunum komu út fyrstu bækur Sigurbjarnar, Nokkur kvæði 1906, og svo Bernskan I-II 1907-1908. Auknar upplýs- ingar í dálkinum „Við viljum breyta" í blaði okkar Fylki 6. maí s.L, er talað um of litlar upplýsingar frá bæj- arsjóði til bæjarbúa, en nú hefur orðið breyting þar á. Bæjarbúum gefst nú kostur á viðtalstíma við bæjar- fulltrúa á miðvikudögum milli kl. 5 og 7 e.h. í Ráð- húsinu. Fyrsti viðtalstími bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins verður miðvikudaginn 25. okt. n.k. og síðan fjórða hvern miðvikudag. Vestmannaeyingar, mun- ið viðtalstíma okkar 25. okt. milli kl. 5 og 7 e.h. Bæjarfulltrúar Sjált'stæðisflokksins. Hann hvarf frá skósmíðinni 1908 og fluttist til Reykjavíkur á ný, þar sem hann gerðist kennari og gat í því starfi sinnt betur þeirri köllun sinni að skrifa sögur handa börnum. Hann var 11 ár við kennslu í Reykjavík, en fluttist þá til Vestmannaeyja, 1919, þar sem hann bjó æ síðan. Hér í Eyjum fékkst hann við kennslu fyrst í stað, eða til ársins 1932 er hann sagði starfi sínu Iausu sökum heilsubrests. Eftir það hafði hann á hendi einkakennslu, einkum í ensku. Sigurbjörn var einnig hljómlistarmaður mikill, og enn fremur mjög kunnur skákdæmahöfundur. Sigurbjarnar verður lengi minnst sem eins hins fremsta barnabókahöfundar á þessari öld. Bækur hans náðu strax mikilli hylli, og má sem dæmi tilfæra frásögn Haralds Níels- sonar prófessors í ísafold 1913, um sögurnar: „Þau (þ.e. börn H.N.) lágu yfir þeim öllum stundum og sumar sögurnar lásu þau aftur og aftur þangað til þau kunnu þær utan bókar. Þeim þótti svo gaman að leið- indin við að læra að lesa hurfu með öllu." Helstu bækur Sigurbjarnar, auk Bernskunnar III, eru: Þrjú ævintýri 1909, Geislar 1919, Æskudraumar 1921, Skeljar 1930. Ritsafn hans kom út í tveim bindum 1948 og var endurútgefið 1971. Sigurbjörn kvæntist 1901 Hólmfríði Hermannsdóttur og eignuðust þau tvær dætur. Hann lést 2. febrúar 1950. Á gröf hans í kirkjugarðinum stendur höggmynd eftir Magnús Á Árnason, drengur að lesa í bók. Sigurbirni var sýnd margvís- leg virðing í lifanda Iífi. Hann hlaut riddarakross fálkaorð- Að gefnu tilefni Blaðið DAGSKRÁ birtir fréttir af aðalfundi Herjólfs hf. og telur að í skýrslu minni hafi komið fram að vonlítið væri að félagið fengi bætt tjón, sem fram kom á m.s. Herjólfi við ábyrgðarskoðun og telur að ég sem þingmaður á þeim tíma hafi staðið mig heldur slælega í þessu sambandi. Annað hvort er ritstjóri DAGSKRÁR á- kaflega skilningssljór eða hér er um vísvitandi rangtúlkun að ræða. Eg gat þess í skýrslu minni að vottorð, sem umboðsmaður Norsk Veritas í Kristiansund hefði látið lögfræðingum Sterkoder í té, um að bæði öxull skipsins og aðalvél og allur annar búnaður þess hefði verið í fullkomnu lagi þegar skipa- smíðastöðin afhenti skipið, gerði málsókn á hendur stöðv- arinnar mjög hæpna, að dómi lögfræðinga, sem látnir voru skoða málið. Hins vegar yfir- færði þetta vottorð kröfu fél- agsins sjálfkrafa á hendur vá- tryggjendur skipsins, enda hafði þeim í upphafi jafnhliða kröfu félagsins á skipasmíða- stöðina, verið send krafa um bætur vegna tjónsins þó að stjórn félagsins vildi fyrst láta reyna á bætur frá skipasmíða- stöðinni, þannig að rétti félags- ins varðandi bætur var þegar í upphafi gætt gagnvart báðum þessum aðilum, það er seljend- um og vátryggjendum. Auk þess liggur það ljóst fyrir að stjórn félagsins hefði ekki tekist að losa skipið úr slippn- um í fyrra vetur, ef mér hefði ekki tekist að fá fyrrverandi fjármálaráðherra til að leggja fram tilsvarandi upphæð og bótakrafan nam, annars vegar sem bráðabirgðalán, kr. 20 millj., sem endurgreitt yrði af væntanlegu auknu hlutafé rík- isins og hinsvegar 10 mill. króna aukaframlagi á fjár- lögum þessa árs. Ef ritstjóri DAGSKRÁR telur þetta vera að „klúðra" málinu, þá held ég að hann hljóti að vera einn um þá skoðun, sérstaklega þegar ég gat þess í skýrslu minni á að- alfundinum, að ég teldi undir- tektir vátryggingarfélagsins Framhald á 3. síðu unnar og var kjörinn heiðurs- borgari Vestmannaeyja 1948. Mestu varðar þó hvaða dóm ritstörf hans fá hjá málsmetandi mönnum. Nýlega komst Hall- dór Laxness svo að orði um Sigurbjörn Sveinsson: „Þegar ég les Bernskuna I og II núna sé ég að þetta eru bækur handa bókmenntasælkerum; furðu margar þessara smásagna eiga héima meðal gimsteina túng- unnar; ég nefni Úngu hjónin sem dæmi." (f túninu heima, bls. 137). Undir þessi orð ættu allir lesendur Sigurbjarnar, ungir sem gamlir, að geta tekið heilshugar. Sigur- bjarnar- kvöld í Bóka- safninu í kvöld verður samkoma í barnadeild Bókasafnsíns í tilefni af aldarafmæli Sigur- bjarnar Sveinssonar. Hún hefst kl. 8.30, og eru allir -ungir sem aidm'r- vel- komnir. Þar mun Haraldur Guðnason fv. bókavörður flytja erindi um Sigurbjörn. Eyrún Sigþórsdóttir, Hlíf Gylfadóttir (nemendur í Barnaskólanum) og Sveinn Tómasson prentari munu lesa sögur og kvæði eftír Sigurbjörn (m.a. Yndislega eyjan mín). Einnig verður opnuð sýn- ing á nokkrum frumútgáf- um, persónulegum munum og ýmsu fleira sem snertir Sigurbjörn Sveinsson. Sýningin stendur í 10 daga. Þýsk bókagjöf Föstudaginn 29. september s.l. var BókasafiuVestmannaeyja afhent mjög vegleg bókagjöf frá þýska útgáfufyrirtækinu Martin Behaim Gesellschaft, samtals 110 bindi. Er hér um að ræða mjög gott úrval þýskra bókmennta, auk rita um hin margvíslegustu efni. Allar eru bækurnar í afar fallegu og góðu bandi og bera þýskum bókagerðarmönnum gott vitni. Fyrir Bókasafn Vestmannaeyja kemur þessi bókagjöf sér mjög vel, því að þýskar bækur í safninu voru fremur fáar fyrir og svöruðu engan veginn eftirspurn. í fjarveru Kurts Schleuchers, forstjóra bókaforlagsins, afhenti Karlheinz Krug sendiráðsritari gjöfina við stutta athöfn í safninu. Á myndinni, sem þá var tekin, eru (talið frá vinstri) Ilse Guðnason bókavörður, Haraldur Guðnason fv. bókavörður, Áki Haralds- son, frá safnanefnd, Guðrún Sveinbjarnardóttir, Gísli Gíslason ræðismaður, Gerður Guðmundsdóttir, Sigurgeir Kristjánsson, frá bæjarstjórn, Kariheinz Krug sendiráðsritari, Helgi Bernódusson bókavörður, frú Krug.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.