Fylkir


Fylkir - 20.02.1986, Side 3

Fylkir - 20.02.1986, Side 3
©ENDUR 'KJÖRI SFLOKKSINS JRÚAR 1986 sem vilja vera lengur í eigin húsnæöi. Einnig má taka upp heimsendingu á mat fyrir þá sem þess óska. Fasteignagjöld falla sjálf- krafa niður fyrir eldri bæjarbúa sem hafa tekjur fyrir neðan visst tekjumark og síðan í hlut- falli af tekjum. Áður þurfti elli- lífeyrisþegi að sækja um niður- fellingu þessara gjalda. Atvinnuuppbygging verður fyrst og fremst að tengjast veiðum og vinnslu sjávarafla. Þar höfum við sérstöðu vegna nálægðar við fiskimiðin. Það eru mörg mál sem vinna þarf að til framtíðar. Þó vel hafi tekist í skólamálum, er ennþá hægt að gera þar átak. Svo er um fleiri mál, alltaf hægt að gera betur. Fyrirhuguð er stækkun íþróttahússins, sem bætir mun aðstöðu æskunnar til íþróttaiðkunar. Vel hefur áunnist í gatna- kerfinu. íbúar vestan Illuga- götu eiga nú greiðari og betri aðgang að miðkjarna bæjarins. Það er alveg óhætt að segja það, að þar hefur búseta batnað til muna. Þessi 4 ár sem við sjálf- stæðismenn höfum stjórnað bæjarfélaginu hafa liðið fljótt. Okkur hefur tekist vel við margt sem gert hefur verið. Það mannlega hefur verið láta ráða í hvívetna. Sigurður Einarsson í tilefni af prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins um næstu helgi vildi ég setja nokkur orð á blað eins og aðrir, sem gefa kost á sér í prófkjörinu. Sjálfstæðis- tlokkurinn fór þá leið, til að veja frambjóðendur á lista flokksins við næstu sveita- stjórnarkosningar, að hafa prófkjör meðal stuðnings- manna sinna. Ég vildi sérstak- lega hvetja alla, sem rétt hafa á að taka þátt í prófkjörinu að gera það, og hafa með því áhrif á það hvernig listinn verður skipaður. Sveitastjórnir eru þær stjórn- sýslueiningar þjóðfélagsins, sem standa þegnunum næst, og hafa mest áhrif á daglegt líf þeirra. Þeir málaflokkar, sem ber hæst í sveitarfélagi eins og Vestmannaeyjar eru: Skóla- mál, heilsugæslumál, orkumál, umhverfis- og skipulagsmál og hafnarmál. Allir þessir mála- flokkar skipta miklu máli fyrir íbúana og hvernig tekst til við stjórnun þeirra. í sérhverju sveitarfélagi eru alltaf mörg verkefni framundan og mörg mál, sem þarf að taka á og þarfnast úrlausnar. Þegar einu verkefni er lokið og það komið í höfn, tekur það næsta við, en slíku starfi er aldrei lokið. það skiptir miklu máli fyrir íbúana, hvernig til tekst við stjórn á málefnum bæjarins, svo að búseta hér geti verið lífvænlegri, betri og mannlíf eflist til hagsbóta fyrir alla íbú- ana. Sjávarútvegur er aðal- atvinnuvegur Eyjamanna og það skiptir miklu máli fyrir íbúana að atvinnulífið gangi vel, svo að svigrúm gefist til ýmissa annara hluta til hags- bóta fyrir íbúana. Ef mér verður treyst til að hafa áhrif á málefni bæjarins mun ég gera mitt besta til að verða þess trausts verður og leggja mitt af mörkum til úr- Iausnar á þeim málum, sem eru á dagskrá á hverjum tíma. Gísli Asmundsson Nú fer í hönd prófkjör sjálf- stæðismanna hér í Eyjum. Ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér í þessu prófkjöri er sú, að ég finn hjá mér áhuga á að vinna að framgangi þeirra mála sem bíða úrlausnar í bæjar- félaginu. Ég mun leggja mitt af mörkum til margra annarra mála sem stefna í þá átt að gera vinnu okkar árangursríkari, af- komuna traustari og tómstund- ir fjölbreyttari. Ég vil vera virkur þátt- takandi í að efla myndarlegt bæjarfélag handa dugmiklu fólki og skapa heilbrigt og Stefán Runólfsson Þegar þess var farið á leit við mig að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, ákvað ég að vel athuguðu og yfirveguðu ráði, að gefa kost á mér. Ég hefi á undanförnum árum setið í tveim nefndum á vegum bæjarins þ.e. stjórn íþrótta- miðstöðvar og Hafnarstjórn. Ég mun, verði ég til þess Arnar Sigurmundsson Eftir glæsilegan kosninga- sigur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja 1982, féll það í ntinn hlut að taka sæti í bæjarráði, og síðar formennsku auk skólanefndar framhaldsskólans. Þegar líður að lokum kjör- tímabils, og gengið verður til prófkjörs um val á lista Sjálf- stæðisflokksins vegna kosninga í vor, er eðlilegt að litið sé yfir farinn veg og horft til framtíðar fyrir þetta bæjarfélag. Mörgum stórum málum hefur verið lokið á þessu kjör- tímabili, málum sem fyrri bæjarstjórn tókst ekki að ljúka. Það hefur orðið mitt hlutskipti að stýra viðræðum og samn- ingum við ríkisvald vegna vaxtakjara á lánum sem tekin voru vegna uppbyggingar bæjarins eftir gos, uppgjörum heppilegt umhverfi handa börnum og unglingum sem eru að vaxa úr grasi. Ég vil starfa að bæjarmálum með áherslu á að einstaklingur- inn fái að njóta sín í þágu heildarinnar. Það er ekki auðvelt verk að velja fáa af mörgum hæfum, en sjái fólk ástæðu til að hafa mig í þeim hópi, mun ég gera mitt besta til að standa undir því trausti. Að lokum vil ég hvetja alla til þátttöku í þessu prófkjöri og þakka um leið væntanlega stuðning. Lifið heil. valinn, beita mér fyrir áfram- haldandi uppbyggingu íþrótta- miðstöðvarinnar, þ.e. byggingu sjúkralaugar og nýs íþrótta- salar, svo og skipulagningar á útisvæðum við íþróttamiðstöð- ina með útivöllum fyrir hand- bolta, körfubolta, tennis og badminton. Einnig að þar komi minigolfvöllur og vatnsrenni- braut. Ég tók þátt í störfum nefndar þeirrar, er sá um uppbyggingu Iþróttamiðstöðvarinnar og staðarval, og tel ég nú, þegar hillir undir samkomulag innan íþróttahreyfingarinnar um framtíðar íþróttasvæði fyrir Vestmannaeyjar, að þar hafi verið vel að staðið. Höfnin er okkar lífæð, og mun ég beita mér fyrir áfram- haldandi uppbyggingu og endurbótum á henni. Meðal annars þarf að ljúka uppbygg- ingu við Skipalyftuna og nauð- synlegt er að fá aðstöðu fyrir ekjuskip, þar sem gámr eru í vaxandi ntæli notaðir sem flutningatæki. Þá er mér ljós sú staða, sem við Rauða kross íslands, Við- lagatryggingu og nú síðast vegna lenginga lána hitaveit- unnar. Fyrir seinni tíma skiptir upp- gjörið við ríkisvaldið vegna goslána mjög miklu, en óvissa um vaxtakjör var farin að hafa veruleg áhrif á starfsemi bæjar- félagsins. Þá er það rnjög ntikil- vægt að takast skyldu samn- ingar um lengingu lána hita- veitu hjá Lánasjóði sveitar- félaga til 20 ára, og afla ríkis- ábyrgðar fyrir láninu. Á þessu kjörtímabili hefur verið unnið stórátak í gatna- gerð, og ákveðið að vinna við jarðvegsskipti og malbikun margra gatna á þessu ári. Með gatnagerð sem forgangsverk- efni verður hægt að ljúka mal- bikun á íbúðagötum á þessu og næsta ári. Uppbygging skólamála hefur verið markviss á þessu kjör- tímabili. Má þar nefna Hamarsskólann, sem er ein- Guðmundur Rúnar Lúðvíksson Þá er hafinn enn einn slagur- inn í pólitíkinni. Að þessu sinni stækkar kjósenda hópnum, því allir sem verða orðnir 18 ára taka nú þátt í pólitískum kosn- ingum þetta árið. Nú um næstu helgi heldur Sjálfstæðisflokkurinn, stærsti og breiðasti flokkurinn hér í Eyjum sitt prófkjör. Þá gefst sjálfstæðisfólki færi á að velja sitt fólk til stjórnunar á bæjar- málum. Ég hef verið spurður hvers vegna ég gæfi kost á mér til prófkjörs. Ég vil svara því á upp hefur komið á allra síðustu mánuðum, á málefnum aldr- aðra. Nauðsynlegt er að auka gistirými á Hraunbúðum sam- fara áframhaldandi uppbygg- ingu íbúða fyrir aldraða, svo og að huga að byggingu fleiri barna- og dagvistunarheimila. Nauðsyn ber til, að halda álögum á bæjarbúa í algjöru lágmarki, og gera þannig bú- setu hér eftirsóknarverða því þær mega ekki standa í vegi fyrir fólksfjölgun. Að sjálfsögðu eru áhuga- málin miklu fleiri, en ég hef í þessum fáu línum, drepið á það, sent ég hef mestan áhuga fyrir. Það er nauðsynlegt að hafa aðhald í rekstri og fjármálum bæjarfélagsins okkar og nýta vel það fjármagn, sem er til ráðstöfunar á hverjum tíma, en það er líka jafnnauðsynlegt að þeir sem koma til með að verða kosnir til bæjarstjórnar, láti persónulega gagnrýni víkja til hliðar fyrir málefnum bæjarins. Að því skulum við vinna, þá verður hér gott mannlíf. hver glæsilegasti grunnskóli á landinu. Framhaldsskólinn og Stýrimannaskólinn fluttu í framtíðarhúsnæði og bygging verknámshúss og varanleg lausn húsnæðis fyrir heimavist framhaldsmenntunar eru brýn mál. Útskrift stúdenta og stofnun Öldungadeildar eru merkir áfangar í starfsemi Framhaldsskólans. Af ýmsum öðrum málum er að taka, má þar nefna upp- byggingu íbúða aldraðra, bygg- ingu sjúkralaugar við íþrótta- miðstöðina, uppbygging hafn- arinnar og nú sér loks fyrir endann á framtíðarsvæði fyrir íþróttafélögin og skipulagi íþróttasvæða í bænum. Bæjarstjórn hefur á undan- förnum árum ráðist í mörg verkefni, og ekki alltaf náðst samstaða. En okkur öllum er það sameiginlegt að vilja styrkja stöðu bæjarfélagsins og auka hagsæld íbúanna. tvo vegu. Það fyrsta er að Sjálf- stæðisflokkurinn er eini flokk- urinn sem ekki hefur bundið sig fastan við einhverja stétt manna. Þar er ekki spurt hvort viðkomandi er verkamaður eða forstjóri, fóstra eða bóndi. Hitt er svo sjálf bæjarpólitíkin. Mér finnst vera farið að gæta tölu- verðs doða er varðar forystu- hlutverk Vestmannaeyinga í hinum ýmsu málum. Mikið er ritað og rætt unt aukin atvinnu- tækifæri. Einn aðili hefur reynt að koma upp kanínubúi. Þegar um það er rætt brosa kannski sumir. En hvers vegna væri ekki nær að styðja við við- komandi af einhverju viti. Trilluútgerð var rekin á þurrt land á síðasta ári. Einhvern tíma hefðu Vestmannaeyingar ekki látið ráðherra eða skrif- stofubákn úr Reykjavík reka sig þannig frá eðlilegri útgerð. Ekki er lengur hægt að reka harðfiskvinnslu, eða hvað þá hænsnabú. Hingað til Eyja eru flutt um 80-90 tonn af eggjunt frá fastalandinu. Fiskeldi hefur verið reynt. En við vitum líka hvernig. Það þýðir ekkert hálf- kák þar. Við verðum að sýna þor og reglulega vilja. Framhald á næstu síðu

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.