Fylkir


Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 2

Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 2
2 FYLKIR-8. maí 2007 Við náum árangri saman Kanna möguleika á stór- skipahöfn Framkvæmda- og hafnnarráðVest- mannaeyja ítrekaði á fundi sínum í síðustu viku verkbeiðni sína til Siglingastofnunar um að kanna möguleika að koma upp stórskipa- höfn ÍVestmannaeyjum. Upplýst var á fundinum að forráðamenn hafnarinnar hefðu nýlega rætt málið við Siglingastofnun. Ýmiss- konar mælingar á ytri höfninni austan hafnargarða og í Klettsvík fóru fram fyrir nokkrum árum. Þá var verið að kanna möguleika á viðlegukanti í fjörunni austan við Hringskersgarðinn, þe., suður hafnargarðinn. Eldri gögn um þessa vinnu sem fjalla um mögu- lega stækkun hafnarinnar til austurs eru öll til staðar hjá Siglingastofnun. Nú er meiningin að vinna frekar úr þessum upp- lýsingum ogjafnframt verðurfarið í rannsóknir á mögulegu hafnar- stæði fyrir stórskipahöfn norðan Eiðis. í ályktun framkvæmda- og hafnarráðs er lögð áhersla á að þessi rannsóknarvinna hefjist sem fyrst. Þróunin í stærð nýjustu flutn- ingaskipa sem sigla á Evrópu og Bandaríkin hefur öll verið í þá átt að þau stækki á næstu árum. Við verðum að vera viðbúin að mæta þessari þróun og næstu kynslóð gáma-flutningaskipa með stækkun Vestmannaeyjahafnar. Fyrsta skrefið í þá átt er að Ijúka nauðsynlegum rannsóknarvinnu á vegum Siglingastofnunar. Myndarlegt Vestmanna- eyjablað Síðasta laugardag fýlgdi sérstakt Vestmannaeyjablað með Morgun- blaðinu auk þess var blaðinu dreift í öll hús í Vestmannaeyjum. Eyjasýn ehf. útgefandi Frétta og Vaktar- innar annaðist útgáfu blaðsins, en það var 24 bls. að stærð. Fjölmargir komu að útgáfunni auk þess sem Vestmannaeyjabær og nokkur fyrirtæki innanbæjar og utan auglýstu í blaðinu og gerðu útgáfu þess mögulega. Vestmannaeyjablaðið ber þeim sem þar komu að verki góða einkun fyrir vinnubrögðin og efnistökin. Blaðið er jákvætt inn- legg í umræðuna og var þar fjallað um atvinnu- og samgöngumál og lögð áhersla á mikilvægi sjávar- útvegs, útgerðar, fiskvinnslu, þjónustustarfsemi og starfsemi Framhaldsskólans fyrir þróun samfélagsins til framtíðar. Engum dylst að Vestmannaeyjar hafa seinustu ár verið að fara í gegnum öldudali. Hér var hver hendin upp á móti annarri og 'á pólitík blindaði Eiiiði vignisson menn í stjórnun Bæjarstjóri í sveitarfélagsins. Vestmannaeyjum Þetta varð tj| þess að stöðnun ríkti á þeim sviðum sem okkur eru mikilvægust þ.e.a.s. í samgöngum og atvinnumálum. Breytingar hér í Vestmannaeyjum hafa orðið til þess að samstarf við ríkisvaldið hefuraldrei veriðfarsælla. Á ótrúlega skömmum tfma hafa jákvæð samskipti og samvinna við ríkisstjórnarflokkana undir forystu sjálfstæðismanna skilað mikilvægum hornsteinum í þeirri uppbyggingu sem hafin er. Að tala um stöðnun í samgöngum er pólitískur hráskinnaleikur Herjólfur sigiir nú tvær ferðir á dag allt árið, öflugt skip leysir Herjólf af þegar hann fertil viðgerða, Flugfélag íslands flýgur nú áætlunarflug vegna að- komu samgönguráðneytis, unnið er að mati á þörf fyrir frekari rannsóknir á jarðgöngum, ef ekki verður ráðist í gerð jarðganga verða samgöngur á sjó bættar meira en fordæmi eru fýrir hvað varðar siglingar til Eyja. Bakka- flugvöllur er öflugur og þjónar þetur en áður, þriðjuferðinni verður bætt inn í áætlun á álgaspunktum í sumar og þannig mætti áfram telja. Þetta breytir því þó ekki að enn þarf að sækja og sú sókn kemur ekki til með að takast nema með samstilltu átaki bæjarstjórnar og ríkisstjórnar. Trún- aður þarf að ríkja og mín trú er sú að vænlegast til árangurs sé að Sjálf- stæðisflokkurinn verði öflugur á alþingi líkt og hann er hér í Eyjum Að tala um stöðnun í atvinnu- málum er pólitískur fáránleiki Eyjamenn hafa átt því láni að fagna að frumkvæði einstaklinga og fyrirtækja hafa verið helsta drifafl atvinnulífsins. Nútímasamfélag krefst hinsvegar fjölbreytts atvinnulífs og við upp- byggingu á því reynir verulega á samstarf bæjarstjórnar, alþingis- manna og ríkisstjórnar. Á seinustu mánuðum hefur gott samstarf bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, þingmanna og ríkisstjórnar skilað grunn að öflugri sókn á sviði upp- byggingar á menntun, sprotafyrir- tækjum og háskólatengdum rannsóknum í Vestmannaeyjum. Vaxtarsamningur við Suðurland er nú kominn til framvæmda og hafa fyrirtæki eins og Grímur Kokkur, Vinnslustöðin, ísfélagið og fleiri sýnt framtakinu áhuga og hyggja á útrás þvítengdu. Unnið er að endurreisn Eyjamenn eiga öfluga málsvara á framboðs- lista sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi. Sá er hér skrifar þekkir nánast alla frambjóð- endur Sjálfstæðis- flokksins á landsvísu persónulega og fullyrðir að það verður farsælt samsamstarf milli sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vest- mannaeyja og sjálfstæðismanna á alþingi skipstjómarnáms í Vestmannaeyjum, heimavist við FÍV hefur verið samþykkt af menntamálaráðherra, stöðugildum hefur verið fjölgað í rannsóknarsetrinu og endurskipu- lagning setursins er vel á veg komin. í fyrsta skipti í langan tíma er nú unnið að því að koma framkvæmd vegna mannlífs- og menningarhús af stað. Sjávarútvegurinn í Eyjum stendur nú styrkari fótum en nokkurtímann. Vilji ráðherra og ríkisstjórnar allrar til uppbyggingu á skipalyftunni liggur fyrir og einungis er beðið eftir grænuljósi frá Brussel. Surtseyjarstofa verður opnuð innan tveggja ára, áhersla hefur verið lögð á ríkisstyrki til eflingar ferðaþjónustu og svona mætti lengi telja. Einungis með áframhaldandi öflugu samstarfi sjálfstæðismanna ÍVestmannaeyjum og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn verður þetta árangursríka samstarf tryggt. X-D fyrir Eyjar Eyjamenn eiga öfluga málsvara á framboðslista sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi. Sá er hér skrifar þekkir nánast alla frambjóðendur sjálfstæðisflokksins á landsvísu persónulega og fullyrðir að það verður farsælt samsamstarf milli sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja og sjálfstæðismanna á alþingi. Náist árangur í kosningunum 12. maí mun staða Eyjamanna verða afar sterk í framvarðarsveit sjálfstæðismanna á alþingi. Einungis þannig getum við tryggt að framtíðarsýn sú sem við viljum koma til framkvæmdar á næstu þremur árum verði að veruleika. Ég skora á Eyjamenn að tryggja meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn gott aðgengi að ríkisstjórn með því að setja X við D á laugardaginn. Útgefandi: Eyjaprentfyrirhönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Prentvinnsla: Eyjasýn ehf. / Eyjaprent Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Arnar Sigurmundsson Guðbjörg Matthíasdóttir Gunnlaugur Grettisson Hörður Óskarsson ábm. Magnús Jónasson Skapti Örn Ólafsson Myndirfrá starfinu: Sælkerakvöld í Ásgarði laugardaginn 5. maí sl.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.