Fylkir


Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 4

Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 4
Stýrimannaskólinn á að vera í Vestmannaeyjum Stefna sjálfstæðisflokksins í sjávar- útvegsmálum hefurgertfyrirtækjum í Vestmannaeyjum og víðar kleyft að ráðast í ævintýralega uppbyggingu samfélaginu öllu til heilla. í dag er svo komið að Vestmannaeyjar eru á nýjan leiköflugasta sjávarútvegs byggðalag á íslandi með sterka kvótastöðu, hæfa stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja og framúrskarandi starfsmenn á öllum sviðum. Einn er þó sá hængur á allri þessari uppbyggingu innan sjávarútvegsins hér í Eyjum að undanfarin ár hefur starfsmenntun í sjávarútvegi við skipstjórn og vélstjórn fýrst og fremst farið fram við Fjöltækniskólann í Reykjavík. Þetta fyrirkomulag hefur átt sinn þátt í því að í óefni stefnir hvað varðar mönnunarmál á glæstum flota Eyjamanna rétt eins og víðar um land. Með þetta hugfast lögðu sjálfstæðis- menn í Vetmannaeyjum eftirfarandi tillögu fram í sjávarútvegsnefnd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Aðkoma atvinnulífsins hefur styrkt Vilji sjálfstæðismanna er að standa við bakið á hagsmunaaðilum í þeirri viðleitni að á ný verði boðið upp á skipstjórnarnám í Vestmannaeyjum. stöðu Fjöltækniskólans, en mikilvægt er að menntun á sviði sjávarútvegs sé í tengslum við sjávarútvegsfyrirtæki. Því er rétt að horfa tii þess að auka slíkt samstarf með því að menntun fari í auknum mæli fram á þeim stöðum þar sem sjávarútvegur er undistaða atvinnulífsins." Eftir afar jákvæðar umræður á fundinum var tillagan samþykkt einróma bæði í nefndinni og svo sfðar á landsfundinum ÍLaugardalshöllinni. I kjölfarið á þessu hafa átt sér stað viðræður milli Vestmannaeyjabæjar, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, skólameistara FÍV, skólameistara Fjöltækniskóla íslands auk útgerðarmanna í Vestmannaeyjum sem eru mjög áfram um þetta mál. Vilji sjálfstæðismanna er að standa við bakið á hagsmunaaðilum í þeirri viðleitni að á ný verði boðið upp á skipstjórnarnám ÍVestmannaeyjum. AÐALFUNDUR Aðalfundur Ægisdyra, áhuga- félags um vegtengingu milli lands og Eyja, verður haldinn þriðjudaginn 8. maí. Fundurinn verður í Höllinni í Löngulág og hefst kl. 20.00. Dagskrá fundarins: 1 .Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögumfélagsins 2.Önnurmál. • Kaup á hlutafé í hlutafélagi um göng milli lands og Eyja borin upptil samþykktar. • Fulltrúar framboða til Alþingis segja frá sýn þeirra á göng milli iands og Eyja, framkvæmd rannsókna og þvítengdu. • Fyrirspurnirog umræður. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í fjörugum umræðum. Sýnum samstöðu um eitt brýnasta hagsmunamál Eyjanna okkará þessari öld. Stjórn Ægisdyra Við náum árangri saman! Með áframhaldandi öflugu samstarfi sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og sjálfstæðismanna í ríkisstjórn náum við árangri. Tryggjum meirihlutasjálfstæðismanna í bæjarstjórn gott aðgengi að ríkisstjórn með því að setjaX við D laugardaginn 12. maí. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN í SUÐURKJÖRDÆMI

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.