Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 9

Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 9
SÍRA JAKOB JÓNSSON, deildarrádsforingi : LÖGIN: Lögin eru fólgin í tveimur boðorðum eða greinum. Hið fyrra fyrirskipar hlýðni við yfirboðarann, hin síðari fyrirskipa þrautseigju í erfiðleikum. Ég held, að lög geti varla verið fáorðari en þetta, ef þau á annað borð eiga að kallast lög. Hér eru engar reglur fyrirskipaðar aðrar en vilji foringjans. Og það er gengið út frá því orðalaust, að foringinn fyrirskipi það eitt, sem er í samræmi við heitið og hugsjónir l eglunnar. Með öðrum orðum: Það er geng- ið að því vísu, að hinum óbreyttu liðs- rnönnum sé óhœtt að hlýða joringjanum, af því að foringinn sé sjálfur hlýðinn skáta- heiti sínu og hugsjón. Ef foringinn reynist óhlýðinn, er ylfingurinn og ljósálfurinn af sjálfu sér leystur frá hlýðnisskyldu sinni. Fátt er ungum foringjum jafn nauðsynlegt að skilja og einmitt þetta, að þeir geta því aðeins gert kröfu til hlýðni, að þeir sjálfir kunni að hlýða þeim lögum, sem sett eru. Við skulum taka eitt dæmi. Það er talin ein af dyggðum skátans að vera ábyggileg- ur og orðheldinn. Þessar dyggðir koma fram í mörgu, en meðal annars í stundvísi. Allir flokkar hafa ákveðinn fundartíma. f því er fólgin fyrirskipun um að vera á viss- um stað á vissri stundu. Ef foringinn sjálf- ur óhlýðnast þeirri skipun, þá telja litlir drengir og stúlkur ekki þörf að hlýða skip- uninni og hætta sjálf að koma stundvís- fega. Og það, sem verra er, þau hætta að taka foringja sinn alvarlega og hætta að SKÁTABLAÐIÐ bera traust til hans. En sé ekki lengur traust á bak við, er hlýðnin sjálf orðin að þvingun, og þá er voðinn vís. Eins og frjásleg hlýðni, byggð á trausti og vináttu, er grundvallarskilyrði fyrir skipulegu starfi, þannig er þvingunin gagnstæð öllum anda skátareglunnar. Þess vegna verður ungur foringi að reyna að koma þannig fram við börnin, að þau langi sjálf til að gera fyrir hann það, sem í þeirra valdi stendur, og hann óskar eftir. Prestur nokkur spurði ná- granna sinn, hvernig á því stæði, að vinnu- fólk hans afkastaði rneiru en sitt. Bóndinn svaraði: Það er af því að þú segir: Farðu að gerðu þetta. En ég segi: Komdu með mér og gerðu þetta. Presturinn hafði oftast í öðru að snúast, en bóndinn var þátttak- andi í vinnunni með fólkinu. Sambandið varð nánara. Af þessu litla dæmi getur skátaforinginn lært mikið. Seinni grein laganna gerir ráð fyrir því, að ylfingar og ljósálfar gefist aldrei upp. Auðvitað getur það komið fyrir ylfinga og Ijósálfa, að þeir verði að gefast upp, ef við ofraun er að eiga. En uppgjöf er tvenns konar, llkamleg og andleg. Ekki er hægt að ásaka börn, þó að þeim takist ekki allt, sem þau reyna, enda kemur það fyrir alla, að þeim mistakist. En andleg uppgjöf get- ur það kallast, þegar hugurinn lamast, kjarkurinn dvínar eða þolleysi og hringl- andaháttur nær valdi yfir manninum. Ýms- ir leikir og þrautir eru vel til þess fallnar að æfa þol og staðfestu. Foringinn skyldi 79

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.