Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 33

Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 33
Aðalfundur B.f.S. Aðalfundur Bandalags íslenzkra skáta verðuir haldinn 2. ágúst á Þingvöllum í sumar. Dagskrá fundarins í megindráttum hefir verið send skáta- í vetur eða lengur. Stofnendur eru 5. Félagsforingi er Pétur Hólm. Skátar frá Akureyri aðstoðuðu við stofnun þessa félags. Stjórn B.Í.S. býður félög þessi velkomin í Banda- lagið og óskar þeim gæfu og gengis í skátastarfinu. Þá hefir einnig fregnazt, að undirbúningur sé hafinn að stofnun skátafélaga í Hnífsdal (Einherj- ar), Hálsi í Fnjóskadal (Skátafélag Akuireyrar) og jafnvel að Þingborg í Flóa. félögunum, svo og kjörbréf og lagafrumvarp B.Í.S., sem lagt verður fram til endanlegrar samþykktar á fundinum. Þá fetr fram kosning stjórnar (fram- kvæmdastjórnar) og kosið verður í skátaráð í fyrsta sinn. Má búast við því, að fjöldamörg velferðarmál hreyfingarinnar verði þarna til umræðu. Talið er fullvíst, að þetta verði fjölmennasti Bandalagsfundur, sem haldinn hefir veirið, hvað fulltrúatölu snertir. Afmæli. Kvenskátafélagið Valkyrjur á ísafirði áttu 20 ára afmæli þann 17. mai s.l. Félagsforingi er og hefir veirið um langt skeið María Gunnarsdóttir, íþrótta- kennari. Bæjarstjórn ísafjarðar færði félaginu 10.000,00 kr. að gjöf á afmælisdaginn. Nýstofnuð skátafélög. Síðan Skátablaðið kom seinast út, hafa tvö ný skátafélög óskað uppgöngu í Bandalag íslenzkra skáta og verið samþykkt. Það eru Kvenskátafélagið Brynja í Ytri-Njarðvík og Skátafélag Hríseyjar. Kvenskátafélagið Brynja var stofnað 10. marz s.l. Stofnendur eru 15. Aðalhvatamaður að stofnun fé- lagsins og félagsfciringi er Ólöv Turner (skáti frá Sigiufirði). Kvenskátar frá Heiðabúum aðstoðuðu við stofnun þessa félags. Skátafélag Hríseyjar var formlega stofnað 3. maí s.I. Það mun vera búið að starfa að einhverju leyti Skátaskólarnir á Úlfljótsvatni munu hefja stairfsemi sína í byrjun júní. Báðir skólarnir eru þegar orðnir yfirfullir. Allt starfsfólk hefir þegar verið ráðið. Skólarnir munu starfa þar til í lok ágústsmánaðar. Nefnd sú, sem sér um skólahald þetta, mælist eindiregið til þess við alla skáta, að þeir leggi leið sína að Úlfljótsvatni, ef þeir á annað borð koma því við. Reynt verður að taka veí á móti gestum og dvalarkostnaði verður í hóf stillt (matur eða hráefni í mat). Við þurfum að vinna Úlfljótsvatn upp, svo að það megi verða það, sem upphaflega var til ætlast, sumardvalar- staður skátanna í landinu og miðstöð skátastarfs- ins að sumri til. Foringjablað. Háværar raddir eru um það meðal skátaforingja, að brýna nauðsyn ben'i til þess að stofna Foringja- blað. Blað þetta hefir lengi vantað, og eftir því, sem skátunum fjölgar, og þá einkum foringjunum, verður þörfin meiri fyrir slíkt blað. Ekki er talið ólíklegt að nauðsynjamál þetta komizt í fram- kvæmd í haust. Saga skátahreyfingarinnar. Sum félög hafa skorizt úr leik og ekki lagt drög að samningu sögu sinnair. Það mega þau ekki gera. Það fer áreiðanlega bezt á því, að hvert félag sjái algerlega sjálft um sinn sögukafla í hinni miklu bók. Nokkur félög hafa þegar lokið söguágripum SKATABLAÐIÐ 103

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.