Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 11

Skátablaðið - 01.05.1948, Blaðsíða 11
GUÐMUNDUR EINARSSON frÁ miðdaL: Me5 hest í taumi TURINN gleymist stundum, er við semjum ferðaátælanir fyrir aðalferð sumarsins. Þetta er eðli- legt, nú á öld hraðans. Þótt hin ágætu farartæki, japparnir, „fari næstum því allt“, þá fara þeir þó ekki það, sem hesturinn kemst. Sjálfsagt er að nota fæturna, það sem þeir duga. Hægt er að bera farangur sinn á styttri ferðalögum, en til eru leiðir á íslandi, sem skemmtilegast er að fara með hest í taumi, — eða ef urn stærri hóp er að ræða, þá fleiri hesta. Má þar nefna hringferð urn Langjökul. Það er margbreytilegt og skemmtilegt ferða- lag. Ferðalagið þarf dálítinn undirbúning. Aðalatriðið er að fá spaka og léttræka lresta, hentugan útbúnað og góða vegarlýsingu. „Kortamaður" þarf að vera með, sömuleiðis veiðimaður og hestamaður. Ferðalag þetta hefi ég farið nokkrum sinnum, en fyrsta ferð mín umhverfis Lang- jökul með tveim félögum og hest í taumi er mér minnisstæðust. Þetta var líka annað „stór“ferðalag mitt. Við lögðum af stað frá Reykjavík seint í júlí fyrir nærri 30 árum síðan. Var allur útbúnaður heldur fátæklegur, hæfileg byrði klársins, sem teljast mátti fjórði félaginn, sökum þess að hann hafði verið með í för- um undanfarin sjö ár. Fyrsti áfanginn var Leirvogstunga, eða öllu heldur Leirvogsá, því að þá fékk hver að veiða þar, sem vildi. Tjaldið var lítið og lélegt og viðleguútbúnaður sömuleiðis. hað var þó heimili vort, áætlað tvær til þrjár vikur. Fyrsta máltíðin, sem við suðum á hinum nýja „Prímus“, var lax, veiddur í ánni; annan fengurn við í nestið. Næsta dag var lagt á Svínaskarð í Esjunni. Það er skemmtileg leið, nú mjög fáfarin. Annað kvöldið tjölduðum við hjá fossinum í Fossá. — Mjög rómantískt! — Sofnuðum við árniðinn, saddir og þreyttir. Svo var haldið fyrir Hvalfjörð og í Borg- arfjörð, tjaldað við Grímsá í unaðslegu veðri. Fjórði staðurinn var einnig dásanrlegur. Við völdum skógivaxið gil við Hvítá, þar sem allar Húsafellshlíðar blasa við augum. Aldrei mun ég gleyma þeirri dýrð, sem blasti við augum, er við litum út úr tjald- inu þann sumarmorgun, jöklarnir skínandi bjartir, blámóða yfir Húsafellsskógi, en tí- brá yfir Hvítáreyrum og Strútnum. Við stripluðum þarna í skóginum fram eftir degi í bliðu veðri og máluðum myndir af hinurn tignarlegu fjöllum, skoðuðum Barnafoss og óðal Snorra prests, hins sterka. Við Hvítá kom hesturinn að noturn, því að hún var í vexti. Bleikur gamli þramm- aði með jafnaðargeði þrisvar yfir ána, en hristi þó að lokum haus yfir kuldanum. Næst náttuðum við okkur í Vopnalág, — þar sem ráðizt var að Hellismönnum. — Það var engin tilviljun, lengi hafði okkur langað til að sjá vettvang Hellismannasögu. Yfir Norðlingafljót fórum við á þann hátt, að við svömluðum með hestinum. Það var í vexti og er stórgrýtt á vaðinu. í Álfta- krók snæddum við miðdagsverð, en héld- um svo áfram til Arnarvatns hins mikla, SKATABLAÐIÐ 81

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.