Alþýðublaðið - 07.01.1924, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1924, Blaðsíða 2
AL'ÞYÐUBLAÐIÐ 2 Andleysi. Eí hiogað kæmi gtöggskyggn og gáfaður, útlendur mentamað- ur, og hann væri spurður að, hvað sérstaklega einkendi menn- ingarástand íslendinga og aldar- íar hér um þessar roundir, þá myndi hann áreiðanlega, svo fremi hann væri nægilega ó- kurteis, það er að segja hrein- skiiinn, til þess að fara ekki að gullinkamba og fimbulfamba um forna frægð og konungborið ætt- erni íslendinga, sem nú er búið að stagast svo oít á, að það er löngu orðið að þjóðlygi, svara því að það væri andleysi og morkinn prangarábragur. Þetta er nú ekki satt, svarar værukær >borgarinn« og ekur sér. Ekki satt ?! Lítum á ástandið. Það er bezt að byrja á »and- legu« stéttinni, svo að manni verði ekki brugðið um efnis- hyggju, það er að segja þeim( sem vinna »ólíkamlega vinnu«. Fyrst er rikiss.tjórnin. Vita menn til, að hér hafi nokkurn tfma, slðan Hannes Hafstein var ráðherra { sfðara skiftið, setið að völdum stjórn, sem hafi dottið nokkuð f hug, sem miðaði að öðru en því að haida í vaida- etólunum þeim mannverum, sem í það og það skiftið sátu f þeim og strituðust við að hirða það auradót, sem að þeim valt? Ekki ég. »Svona var það og er það enn,« og er það ekki andleysi? Þá eru yfirvöldin, Iöggæzlu- embættismennirnir. Er það ekki svo, að hver fái að vaða uppi eins og hann hefir frekju og ósvífnl til pvert ofan í lög og rétt og siðgæði fyrir þeim? Þeir bara sitji og pári í eyðublöðin eins og gert hefir verið mann frarn af manni áratug eftir ára- tug, og ef einhver sendir kæru yfir einhverju, þá er hún ef til vill skrásett og sfðan lögð upp á hyliu með löngum geispa, og þar liggur hún, þangað til »Forni< hirðir hana handa safninu, — búið. Læknarnir. Þeir skera og sulla og sulla og skera og drekka skál »hinna vísindalegu fram- fara« í kvöldroðaskæru Spánar- I víni og halda, að heilbrigði þjóð- arinnar fari dagbatnandí, af þvf að »vinnan< minkar að sama skapi, sem þeim fjötgar, og tekjurnar lækka sakir þess, að alþýðan getur ekkl borgað, en á meðan læðist bsrklaveikin um kjallaraholur fátæklinganna og legst á brjóst barnanna, en >krabbinn« bregður afturklónni fram íyrir sig og gefur »lækna- stéttinni« langt nef í bezta næði. Og kirkjan. Biskupinn skrifar um mat og vfn og orðagjáltur í útlendum »selsköpum«, þar sem guð og Kristur hugsast ekki, en nöfn þeirra eru blöðruð drat- andl tungum. Á meðan rétta prestarnir >heima< söfnuðunum, þegar eitthvað sést át þeim, sömu tugguna, sem þeir hafa nú jórtrað ár eftir ár síðustu manns- aldrana og skilað aftur ómeltri handa eftirkomenduaum — þeim til sáluhjálpar. Undir öiiu þessu standa kenn- arar þjóðarinnar og mylja með spekingsíegri alúð uppþornað fræðasprek ofan í unglingana, sem vel metnir íoreldrar, sem vitanlega verða að geta borgað — annars væru þeir ekki >vel mttnir« —, hafa fengið þeim til að gera að >manni«, sem kallað er, — rekabút úr holdi og bióði á fjörur þjóðíélagsins. Þá koma nytjastéttlrnar. Þær skiftást í tvent, og nöfnin, sem þeim eru gefin, þurfa endilega að vera >vinnuveitendur< og »vlnnuþiggjenddur«, til þess ?ð eigna- og gjata-hugmyndir and- leysisins komi sem b»zt og vit- lausast fram f þeim og þá nátt- úrlega alveg öfugt við hlutarins eðli. Þar er bezt víst að taka >vinnuveitendurna« fy st, því að þeir gera kröfu til meiri virð- ingar, og er jafngott, að hún veitist þeim í eitt skifti, og horfir þá beinast við eftir eðli þeirra, að hinir ófyrirleitnustu séu fremst ir f flokki. Það eru kaupmenn- irnir. Þeir verzla. Það þýðir, að þeir kaupi eins ódýrt eins og þeir hata vit til — þetta segir ekki tnikið — nauðsynjar Iands- manna og selji þeim þær eins dýrt og fært er með þvf að verja tii hvors tveggja sem minstri fyrirhöfn og umhugsun, en með- an salan fer fram, iiggja þair á meitunni og mala eius og órýtlr kettir um »borgaralegt lre!si«, meðan leigublaðrarar þeirra strjúkaþeim eftir bakinu með inn- antómum blaðagreinum um ágætl þeirra, en erojá um óspektir og uppreisnaræði, ef einhver vill Iosa eina okrarakló þeirra úr holdi alþýðunnar. Þá éru aðrir >vinnuveitendur«, sem þykjast »eiga< og »reka« framleiðslufyrirtækin í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnáði. Keppikefli þeirra er að vinna sem minst, en græða sem mest að ráni bæði frá verkalýðnum og náttúrunni, en hugsa ekkert um neinar framfarir hvorki um vinnulag né vöruvöndun; það gerir ekki annað en minka gróð- ann, og þá hafa þeir úr mlnna að spiia, þegar þeir tara að »fortæra< honum í glys og prjál, Spánarvín og — ekki að gleyma — »góðgerðir«, en svo er það kaliað á andleysismáii, þegar nokkru af ránsfengnum er »slett< aítur í hinn rænda til þess, að hann geti þó tórt. Mesta yndi þessara menna er að láta kjósa sig í alls konar nefndir og stjórnir, þar sem þeir getl látist vera spekingar og freytt og bullað um >framtak einstaklings- ins«, sem þeir eru búnir að drepa niður með ránum sínum, og >frjálsa samkeppnU, þegar þeir eru búnir að koma sér saman um, að eiga ekkert við framkvæmd á jafn-hættulegri hugmynd, roeðan þeir eru að spila málefnum alroennings í niðutdrep and*kotaDS roeð aðstoð þeirra úr hópi hinna svo kölluðu mentamanna, sem nógu vel eru búnir að gleyma hinu skársta úr því, sem þeir hafa lært. Þá eru >vinnuþiggjecdurnir«, hin bakbreiðá alþýða. Hún sefur yfirleitt, þegar hún er ekki að »asna«, eins og það heitir tá kraumgóðu alþýðumáli að þræla baki brotnu og hafa ekki al- mennilega ofan í sig að éta, hvað þá sæmilegan klæðnað eða húsakynni, ekki að tala um nein þægindi eða snefil af auðæfupa, andlegum eða líkamlegum, og varást að láta sig dreyma um að hún eigi rétt á nokkru, heldur meðtaki hún ávalt sitt af náð frá hinum, sem drotlinn hafi af vísdómi sínum gefið alt,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.