Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 2

Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 2
INGVAR GUÐMUNDSSON: Á FERÐALAGI UM EVMÓPU JAWBOREE 1QIIIII51 ÖSTERREIŒ Þann 21. júlí s. 1. söfnuðust 24 skátar saman í Skátaheimilinu í Reykjavík. Þessi hópur var í þann veginn að leggja út í eitt- hvert hið mesta ferðalag, sem íslenzkir skát- ar hafa nokkru sinni farið. Allir voru þeir yfirhlaðnir farangri, líkt og „trússhestar", sem eiga erfiða fjallgöngu framundan. Þrátt fyrir allan þennan farangur, sem þyngdi menn, virtust allir vera í bezta skapi. Þarna voru skátar á öllum aldri, sá yngsti var 14 ára, en sá elzti sjötíu og var nú að leggja út í sína fjórðu utanlandsferð. Fullir af áhuga og spenningi, héldum við með allt okkar hafurtask um borð í Gull- foss, þar sem hann lá við hafnarbakkann í Reykjavík, umvafinn björtum sólargeisl- um. Það var mikið að gera þessa stundina, allt var á ferð og flugi. Ættingjar og vinir stóðu á hafnarbakkanum, því nú var komið að kveðjustundinni. Allar hendur voru á lofti, hróp og köll heyrðust alls staðar. Brátt var hringt til brottfarar og hægt og tignar- lega leið Gullfoss út höfnina. Smátt og smátt fjarlægðist hópurinn, sem stóð í landi, þar til hann hvarf alveg sjónum okk- ar. Gullfoss var kominn á fulla ferð — og ferðin mikla var hafin. Sama góða veðrið hélzt áfram og þetta glæsilega skip brunaði nú áfram yfir spegil- slétt Atlantshafið, með nokkra tugi af ís- lenzkum landkröbbum innanborðs, sem spókuðu sig um á þilfarinu, hreyknir yfir því að þeir skyldu ekki falla fyrir þeim vá- gesti, sem almennt er nefndur „sjóveiki". Okkur skátunum, var það strax Ijóst, að við yrðum að koma fram með einhverja skemmtun fyrir farþegana, enda var það líka gert. Strax fyrsta kvöldið, söfnuðust flestir farþeganna, ásamt skipshöfninni, saman á farrými skátanna. Þar var sungið, leikið og sagðar sögur. Þá lásum við einnig upp úr blaðinu okkar, er við nefndum „Dollara-grínið“. I því kom allt það helzta, sem fyrir kom á skipinu, og var ákaflega vel tekið. Eftir þessar samkomur var hald- ið út á þilfarið og þar var dansað undir stjörnubjörtum himninum. Varla var hægt að hugsa sér meiri „rómantík" á nokkr- um dansleik. Uppi á lestarlúgunni stóð keflvískur skáti og lék á munnhörpu. Tón- ar frá hörpunni hans svifu út yfir hafið, sem glitraði líkt og tyrknesk silfurábreiða frá skini mánans. Frá síðum skipsins heyrð- ist fossandi sjávarniður, er blandaðist við dillandi hljóm vélarinnar, er skipið óð áfram. Aftast á skipinu sátu elskendur í þægilegum stólum og töldu stjörnurnar eða leytuðu uppi stjörnuhröp. Frá barnum mátti heyra glaðværa söngva, er gáfu til kynna, að mönnum þótti danski bjórinn ágætis drykkur. Þannig leið tíminn áfram. íslenzku land- krabbarnir gleymdu sjóveikinni í allri þess- ari „rómantík" úti á miðju Atlantshafinu. Skipið kom til Leith að kvöldlagi, og var öllum gefið leyfi til að fara í land sama kvöldið. Er við komum í land tókum við fyrsta sporvagninn, sem hélt til Edinborg- ar. Ekki höfðum við verið lengi í borginni, 10 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.