Skátablaðið


Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 6

Skátablaðið - 01.05.1952, Blaðsíða 6
við af Maríu Gunnarsdóttur. Skátafélaginu Fylkir, Siglufirði, Birgir Guðmundsson tekur við af Hauk Jónassyni. Skátafélaginu Kópar, Kópa- vogi, Georg Liiders tekur við af Jónasi S. Jóns- syni. Skátafélaginu Fjallabúar, sem er nýtt félag, félagsforingi þess er Albert Jóhannsson, kennari. HREFNA TYNES, varaskátahöfðingi 40 ára. Þann 30. marz s. 1. átti frú Hrefna Tynes fertugsafmæli. í tilefni þess hélt Kvenskátafélag Reykjavíkur henni myndarlegt samsæti í Skáta- heimilinu í Reykjavík þann 29. marz, en Hrefna er svo sem kunnugt er einnig félagsforingi K.S. F.R. í hófi þessu voru ræður fluttar fyrir minni Hrefnu og henni afhentar gjafir. Fulltrúar Skátafélags Reykjavíkur og Bandalags ísl. skáta voru viðstaddir í hófi þessu. Hrefna Tynes er meðal vinsælustu og fjölhæfnustu skátaforingj- um landsins, og hefur m. a. skrifað mikið í Skáta- blaðið, svo að lesendum þess er hún vel kunn. Hún á einnig sæti í stjórn Bís. Skátablaðið árnar Hrefnu allra heilla í til- efni afmælisins. FRÁ KVENSKÁTASKÓLANUM AÐ ÚLFLJÓTSVATNI 1951. S. 1. sumar dvöldust í allt 58 skátar og ljós- álfar í kvenskátaskólanum. Var það mun minna en árið áður. Starfið gekk þó vel og varð góður árangur af sumarstarfinu. Próf voru sem hér segir: Skátar: Nýliðapróf 12. II. fl. próf 20. I. fl. próf 3. Sérpróf 92. Göngu- próf 14. Ljósálfar: Ljósálfapróf 17. I. stjarna 9. II. stjarna 2. Sérpróf 53. 2 stúlkur urðu riddarar þær: Auður Garðars- dóttir sveitaforingi, Reykjavík og Anna S. Gísladóttir flokksforingi, Reykjavík. 2 stúlkur urðu skjaldmeyjar þær. Helga Bach- mann flokksforingi, Siglufirði og Hörn Harðar flokksforingi, Reykjavík. 9 stúlkur urðu knapar þær: Helga Guðmunds- dóttir Reykjavík. Lilja Sigurðard. Reykjavík. Þóra Gíslason, Reykjavík. Þóra Þorleifsdóttir, ísafirði. Hulda Guðmundsdóttir, ísafirði. Dóra Ketilsdóttir, ísafirði. Hrefna Einarsdóttir, ísa- firði. Ragnh. A. Ragnarsdóttir, ísafirði. Helga Eysteinsdóttir, Sauðárkróki. Verðlaun skólans hlutu: Skátar: Hlíf Leifsdóttir, Reykjavík og Sigríður Torfadóttir, Sauðárkróki. Ljósálfar: Ragnheiður Alfreðsdóttir, Reykja- vík og Sigríður Gústafsdóttir, Reykjavík. Foringjar voru: Helga Þórðardóttir, Reykja- vík var skólastjóri í einn mánuð í forföllum Hrefnu Tynes. Auður Garðarsdóttir sveitar- foringi frá Reykjavík. Hjálparforingjar eða litlu foringjarnir svo- kölluðu urðu: Helga Backmann frá Siglufirði og Hörn Harðar frá Reykjavík. Matreiðslukona var frú Ova Svensen frá Hveragerði. SUMARDVÖL BARNA AÐ ÚLFLJÓTS- VATNI í SUMAR. Sumardvöl barna að Úlfljótsvatni í sumar, verður með svipuðu sniði eins og undanfarin ár. Munu um 60—80 börn 9 ára og eldri dvelja þar í sumar. Dvalarkostnaður verður kr. 150.00 á viku. Starfsemin hefst 20. júní og verða skól- arnir starfræktir í 9 eða 10 vikur Umsóknir um dvöl að Úlfljótsvatni skulu sendar til skrifstofu Fræðsufulltrúa í Reykjavík fyrir 20. maí n. k. SIR PERCY EVERETT LÁTINN. Sir Percy Everett, varaskátahöfðingi Breta, andaðist 23. febrúar s. 1. 81 árs að aldri. Hann tók þátt í fyrstu skátaútilegunni með Baden- Powell árið 1907, og starfaði síðan alla tíð mjög mikið fyrir skátafélagsskapinn. Meðal annars sá Sir Percy Everett um útgáf- una af fyrstu skátabókinni „Scouting for Boys“ árið 1908. Sir Percy Everett kom til íslands árið 1938, þegar Baden-Powell og Lady Baden-Powell heim- sóttu Island, ásamt brezkum skátum og kven- skátum, á skemmtiskipinu „Orduna". Minningar guðsþjónusta um Sir Percy var haldinn þann 13. marz s. 1., á vegum kven- og drengjaskátanna brezku. 14 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.