Skátablaðið - 01.12.1952, Side 4
Dr. HELGI TÓMASSON, skátahöfðingi:
Skátastarf á Islamdí
(p * 99 P I/
rjorutiu ara
FRÁ FYRSTU ÁRUM SKÁTANNA
Á ÍSLANDI
í vetur eru liðin 40 ár síðan fyrsta skátafélagið
var stofnað hér á landi. Það var Skátafélag
Reykjavíkur eldra. Dr. Helgi Tómasson, skáta-
höfðingi, var meðlimur þessa fyrsta íslenzka
skátafélags. Hann segir í eftirfarandi grein frá
fyrstu árum skátastarfsins hér á landi.
Árið 1911 var orðið skáti ekki til í ís-
lenzkumáli. Það varð það einhverntíma
eftir nýár 1912, er Pálmi heitinn Pálsson,
yfirkennari við Menntaskólann, stakk upp á
því við mig. En mér hafði verið falið að
bera undir liann fyrstu íslenzku þýðinguna
á skátalögunum. „Scout“ þýddi á íslenzku
njósnari eða spæjari, en hvorugt þeirra orða
var nothæft yfir hugtak Baden-Powells um
,scouts“. Þess vegna lagði Pálrni til, að
þetta nýyrði yrði tekið upp. Orðið hefur
feststs í málinu, svo að nú mun vart nokk-
ur íslendingur, sem ekki veit hvað við er
átt með orðinu skáti. Orðið hefur fengið
góða merkingu, enn víðari en t. d. dreng-
skaparmaður, og þó er það venjulega notað
um unglinga. Að einhverju leyti hljóta skát-
arnir því að liafa staðið undir nafninu.
Ég kynntist skátum fyrst veturinn 1910—
1911 í greinum í „Hjemmet“ eða „Fimilie-
jornal“, sem ég las hjá föðurömmu minni
í matarhléinu, „kortérinu", er ég var í 2.
bekk Menntaskólans. Um vorið 1911 út-
vegaði Eymundssons bókaverzlun mér
„Scouting for Boys“. Með erfiðismunum
komst ég frarn úr meginmálinu, og hafði
bókina með mér, þegar ég urn miðjan ágúst
fór í 7 vikna ferðalag urn óbyggðir, Norð-
ur- og Austurlands, með Svisslending, Her-
rnann Stoll, er ferðaðist hér á vegum land-
fræðifélagsins franska. Þá voru engar hand-
bækur til hér fyrir ferðalanga, svo „Scouting
for Boys“ kom sér vel. Þegar við komum í
bæinn, 4. október, sagði móðir mín mér, að
danskur piltur, Ingvar Ólafsson, sonur verzl-
unarstjórans hjá Duus, hefði nýstofnað hér
„spæjarafélag“. Gekk ég þegar í það, og
voru þá allmargir miðbæjarstrákar komnir
í það. „Félag“ þetta var alveg laust í bönd-
unum, og hafði Ingvar hugsað sér það sem
flokk úr „Det danske Spejderkorps", þó
aldrei kæmist það svo langt. Lög eða regl-
ur sá ég aldrei neinar eða heyrði. Man ég
ekki til að við kæmum nema 2var saman,
áður en Ingvar fór utan um mánaðarmótin
okt.—nóv. Fór nú allt í handaskolum, meðal
annars af því, að enginn áhugi var fyrir því,
að verða hluti af danska félaginu, en líklega
hefur enginn haft kjark í sér til þess að
segja það við Ingvar. Fórum við tvisvar eða
þrisvar í göngur upp undir Hamrahlíð, inn
að Elliðaám, en engar beinar æfingar var
42
SKÁTABLAÐIÐ