Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1952, Page 17

Skátablaðið - 01.12.1952, Page 17
Flokksmenn héldu uppi höfðingsskap sem áður. Magnús hélt mússikfundi á heimili sínu 8. febr. Arnbjörn undirbjó fundinn og prentaði prógramm. Veitti Magnús hinar beztu veiting- ar. 20. marz bauð Kári Kárason Utlögum á heimili sitt. Þáðu menn þar góðan viðurgjörn- ing. Vinnuaðstoð veittu flokksmenn Þorsteini, Gísla og Friðriki H. er það nýiunda í starfi flokksins og á vonandi eftir að eflast. Afls hafa fiokksmenn mætt 248 sinnumáfund- um og við vinnuhjálp. Gera má ráð fyrir, að menn hafi mætt samtals i40 sinnum í körfu- knattleik. Hafa flokksmenn því mætt 388 sinn- um. Fjórir meðlimir hafa mætt á alla fundi. Segja má, að fundarsókn hafi verið góð sem endranær og flokksstarfið mótast af áhuga og fórnfýsi. Sigurjón Kristinsson, flokksforingi. Leikföng fyrir yngstu lesendurna. Myndin sýnir átta demanta; þrír eru ekta, fimm falsaðir. Hinir þrír ekta eru mjög líkir, að ég ekki segi alveg eins, en hinir fölsku eru með mismunandi aukalínum. Getur þú valið úr þá gimsteina, sem eru ekta? Reyndu! SKÁTABLAÐIÐ V erSlauna~h.ro s sgáta SKÝRINGAR: Ldrétt: 1. Matur. 3. Á skipi. 5. Borg. 8. Skammstöf- un. 9. Skjótur. 10. Á skóm, ef. 12. Spítalamatur. 14. Hamslaus. 15. Náttúrufyrirbrigði. 17.--... 18. Gróður. Lóðrétt: 1. Jurt. 2. Bæjarnafn. 3. Bergtegund (af lífræn- um uppruna). 4. I sjó. 5. Kona (heiti) 6. Kven- mannsnafn. 7. Kofi, þgf. 10. Sögupersóna. 11. Eyðileggja. 13. Dýr, þgf. 14. Tímabil. 16. Hópur manna. 1. verðlaun: Skátablaðið, nasti árg. 1953 2. verðlaun: Sagan um Baden-Powell. Lausnir skulu sendar til Skátablaðsins, póst- hólf 831, Reykjavík, fyrir 15. jan. 1953. Berist margar réttar ráðningar, verður dregið um hver verðlaunin skuli hljóta. Munið að skrifa greini- lega nafn og heimilisfang. 55

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.