Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 8

Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 8
SKATAMNG 1954 Fjórða skátaþing var haldið í Skátaheim- ilinu í Reykjavík dagana 15. og 16. maí 1954. Þingið sóttu 37 fulltrúar frá ýmsum skátafélögum víðs vegar að af landinu. Forseti þingsins var kosinn Hans Jörg- enson félagsforingi, Akranesi og varafor- seti Sigríður Lárusdóttir, gjaldkeri BÍS. Framkvæmdastjóri BÍS, Tryggvi Krist- jánsson, flutti skýrslu stjórnar og skáta- ráðs fyrir liðið kjörtímabil, árin 1952 og ’53, og reikningar bandalagsins voru lagð- ir fram og samþykktir. Framsögu á þinginu um ýmis mál varð- andi skátastarfið í landinu höfðu eftir- taldir menn: Dr. Helgi Tónrasson skáta- höfðingi, Hrefna Tynes varaskátahöfðingi, Helga Þórðardóttir kennari, varm. í stjórn BÍS, og Tryggvi Kristjánsson. Eftirtaldar nefndir störfuðu yfir þingið að ýmsum málum, sem tekin voru til um- ræðu og afgreidd á þinginu: Kosninga- nefnd, fjárhagsnefnd, menntamálanefnd og allsherjarnefnd, auk kjörbréfanefndar. Meðal þeirra mála, sem rædd voru og afgreidd á þinginu, var stofndagur BÍS. Var gerð einróma samþykkt um að stað- festa, að Bandalag íslenzkra skáta sé stofn- að 6. júní 1924. — Áður hafði stofndagur BÍS verið talinn sama dag 1925, en sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum var BÍS flokka, t. d. reyna að safna öllum fossa- merkjum, sem út hafa komið í heimin- um. Átta frímerki íslenzk eru með fossa- myndum. Af þessu sézt, að margt er hægt að gera við frímerkin, og það þótt ekki sé safnað merkjum frá öllum löndum. Lesandi góður, ef þú hefur eitthvert viðurkennt af Alþjóðabandalagi skáta 18. ágúst 1924. Einnig kom fram mikill áhugi fyrir því, að stofnaður yrði bréfaskóli fyrir skáta- foringja og að efnt yrði til Gilwell for- ingjanámskeiðs hér á landi 1955, og feng- inn kennari frá Danmörku eða Noregi. Mörg íleiri áhugamál skáta voru rædd á þinginu. Dr. Helgi Tómasson var einróma end- urkjörinn skátahöfðingi íslands til næstu fjögurra ára, svo og aðrir stjórnarmeðlim- ir til tveggja ára samkvæmt tillögu kosn- inganefndar. Stjórn BÍS næstu tvö ár: Dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi, Jón- as B. Jónsson varaskátahöfðingi, Hrefna Tynes varaskátahöfðingi, Björgvin Þor- björnsson, Franch Michelsen, Sigríður Lárusdóttir og Helga Þórðardóttir. Varamenn í stjórn BÍS eru: Arnbjörn Kristinsson, Sigurður Ágústs- son, Hólmfríður Haraldsdóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir. Endurskoðendur BÍS: Sveinbjörn Þor- björnsson og Bendt Bendtsen. Aðalmeðlimir skátaráðs voru allir end- urkjörnir til næstu tveggja ára. Skátaþingið var sett kl. rúmlega 2 e. h. þ. 15. maí og slitið kl. 6,30 daginn eftir, þ. 16. maí. gagn af grein þessari um frímerkjasöfn- un, þá láttu Skátablaðið vita það, mun þá verða sagt meira um þetta efni í næsta blaði. Að endingu þetta: Á einu íslenzku frí- merki er Sankti Georg, hvaða merki er Það? Með skátakveðju. Gamli hreinninn. 6 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.