Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 15

Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 15
NÝTT SKÁTAFÉLAG. Hinn 22. febrúar s. 1. var skátafélagið Ægir í Ólafsvík stofnað. Stofnendur voru 8 drengir og 8 stúlkur. Tveir skátaforingjar frá Borgar- nesi, þeir Lúðvík Þóarinsson og Sigurður Sól- mundarson, eru fluttir til Ólafsvíkur, og stóðu þeir að stofnun félagsins. Félagsforingi er Sigurður Sólmundarson. í vor voru félagarnir orðnir um 30 talsins og var lært af kappi undir nýliða og annars flokks prófið. FULLTRÚI FRÁ WORLD BUREAU HEIMSÆKIR ÍSLAND. Hinn 11. marz s. 1. kom til Reykjavíkur Madame Ada P. Cornil, sendifulltrúi frá Al- þjóðastjórn kvenskáta í London, í heimsókn til ísl. kvenskáta. Atti Madame Cornil hér að- eins 3ja daga viðdvöl og gat þess vegna aðeins kynnt sér starfið í Reykjavík. Nánar er skýrt frá heimsókn Madame Cornil á öðrum stað í blaðinu. SKÁTABLAÐIÐ. Þetta ár, a. m. k. mun Skátablaðið koma út með þrílitri kápu. Verð blaðsins er kr. 15.00 á ári. Allir skátar, er vilja fylgjast með því, sem er að gerast í skátastarfinu, þurfa að kaupa og lesa Skátablaðið. „]AMBOREE“. „Jamberee", mánaðarrit Alþjóðabandalags drengjaskáta, birtir ágætar greinar og myndir frá skátastarfi víðs vegar að úr heiminum. Blað- ið kostar 30.00 kr á ári. Skrifstofa Bís, pósthólf 831, Reykjavík, tekur á móti áskrifendum að „Jamboree“. KVÖLDVAKA í SKÁTAHEIMILINU í REYKJAVÍK. Hinn 27. febrúar s. 1. stóð K.S.F.R. fyrir kvöld- vöku og kaffidrykkju í Skátaheimilinu í Reykja- vík. Komu þar saman kven- og drengjaskátar úr bænum, auk þess sem nágrannafélögum Reykjavíkur og fulltrúum félaga frá fjarlægari stöðum, sem staddir voru í bænum, var boðin þátttaka. Frú Hrefna Tynes, félagsforingi Kvenskáta- félags Reykjavíkur stjórnaði kvöldvökunni. Hús- fylli var og skemmtu menn sér hið bezta. Skátafélag Reykjavíkur stóð fyrir sams konar kvöldvöku í fyrra. ÞÁTTTAKA í ERLENDUM MÓTUM 1954. Skrifstofa Bís hafa borizt umsóknir um þátt- töku í tveimur erlendum mótum í sumar. Hafa 6 skátar frá Hraunbúum, Hafnarfirði, sótt um þátttöku í skátamóti í Danmörku við Fakse Ladeplads á vegum Lyngby division. Einnig hafa 5 umsóknir borist um þátttöku í 5th Scottish International Patrol Jamborette, Blair Atholl , Skotlandi, þar af 3 frá Reykja- vik. ÚTVARPSMESSA SKÁTA Á SUMARDAGINN FYRSTA. Á Sumardaginn fyrsta, 22. apríl s. 1. gengu skátar fylktu liði um götur Reykjavíkur undir fánum og með Lúðrasveit Reykjavíkur í farar- broddi. Að göngu lokinni, rétt fyrir kl. 11 ár- degis, var staðnæmst við Dómkirkjuna og gengið í kirkju. Fánavörður stóð í kór, eins og venju- lega, og önnuðust skátarnir sjálfir sönginn í kirkjunni. Prestur var séra Emil Björnsson. Á Sumardaginn fyrsta endurnýja skátarnir í kirkjunni skátaheiti sitt. SKÁTASKEMMTUN í REYKJAVÍK 1954. Skátafélögin í Reykjavík halda ævinlega eina sameiginlega skátaskemmtun á ári hverju. Er vandað til þessara skátaskemmtana eftir föng- um, og þykja þær jafnan mikill viðburður í skátastarfinu. Sameiginleg nefnd beggja félag- SKATAB LAÐIÐ 13

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.