Skátablaðið


Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.06.1954, Blaðsíða 18
Lárétt: 2. skip. — 6. bogi. — 8. húsdýr. — 9. dreyfa. — 10. fangamark. — 11. blöskrun. — 13. Mýr- (þf.). — 15. snör. — 16. kraftur. — 17. kyrrð. — 19. tími. — 20. læti. — 21. fisk. — 23. skelin. Lóðrétt: 1. flugur. — 3. kemst. — 4. fugl. — 5. líkams- hluti. — 7. mannsnafn. — 9. á (á íslandi). — 11. keyrði. — 12. komast. — 13. barnamál. — 14. tveir eins. — 17. skemmd. — 18. reykja. — 19. spil. - 22. ull. ★ ENGAR LEIÐRÉTTINGAR. Nýliði í sjóskáta sveit, fékk að stýra bátn- um í fyrsta sinn. Kjölfarið sýndi þess glögg merki, að stjórnin gekk nokkuð skrykkjótt. Einmitt, þegar hann hafði lokið við herjans mikið sig-sag, kom foringin upp úr káett- unni, horfði fyrst á snáða og svo á stefnuna og sagði „Það er allt í lagi, vinur minn, þótt þú skrifir nafnið þitt á sjóinn, ef þú aðeins gætir þess að setja ekki punktinn yfir i-ið“. HÚN GAT BARA SYNT. Bjarni (á veitingahúsi): „Ég ætla að fá brauðsneið með sardínum". Þjónninn: „íslenzkar eða innfluttar sard- ínur? þær inlendu kosta 1 kr. stykkið, en þær erlendu 2 kr“. Bjarni: „Ég ætla að fá þær innlendu, ég fer nú alls ekki að borga fargjald fyrir sard- ínur yfir hafið“. AUÐVITAÐ. Kalli: „Hvað heldurðu, að þurfi marga múrsteina, til þess að fullgera skorstein?" Lilli: „Nokkur hundruð, hugsa ég, það fer eftir því hve stór hann á að vera“. Kalli: „Þú ert vitlaus, það þarf aðeins einn!“ ★ Móðir: Af hverju ertu að flengja strák greyið? Faðirinn: Hann fær einkunnarbókina sína á morgun, en þá verð ég ekki heima. ★ Skipbrotsmaður hafði dvalið 5 ár á eyðieyju. Dag einn sá hann sér til óumræðilegrar ánægju, að skip lagðist skammt frá og bátur kom að landi til að bjarga honum. Þegar báturinn náði landi, afhenti stýrimaðurinn skipbrotsmannin- um stóran hlaða af dagblöðum. „Skipstjórinn sagði ,að þú skildir lesa þessi blöð, til þess að vita hvað væri að gerast í heim- inum, svo að þú gætir tekið ákvörðun um hvort þú óskaðir eftir að yfirgefa eyjuna.“ ★ Frúin ætlaði í sumarfrí, og tók mikinn farang- ur með sér, svo að bæði hún og maður hennar áttu fullt í fangi með að rogast með hann um borð í skipið. Þegar þau voru komin að skips- hlið sagði maðurinn mæðulega: Ég vildi að við hefðum tekið píanoið með okkur einnig. „Ertu að reyna að vera fyndinn" sagði frúin snúðugt. „Nei, góða mín, ég er ekki að gera að gamni mínu. Ég gleymdi farseðlinum á píanóinu.“ ★ Þrír skátar tilkynntu, að þeir hefðu gert góðverk, með því að hjálpa gamalli konu yfir götuna. Sveitarforinginn spurði: Hvers vegna þurftu þið allir þrír að gera það? Af því, svaraði einn þeirra, að hún vildi ekki fara yfir. 16 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.