Framsókn - 12.05.1954, Blaðsíða 1

Framsókn - 12.05.1954, Blaðsíða 1
í ■ ' ■ ' r ' ■■ . / . : rw, % ' ■ ■ FRAMSÓKN BjÆJARMÁLABLAÐ i. árgangur. Vestmannaeyjum 12. maí 1954. 1. tölublað. © & * min 1 ¥estma eyjam sem fóa: með völdin kjörtímabilið 1950—1954 skilar af sér. Útdráttur úr fundabók Bæj- arstjórnar Vestmannaeyja. Almennur fundur í bæjar- stjórn Vestmannaeyja var hald- inn fimmtudaginn 14. janúar 1954 að Hótel H.B. og hófst kl. 4 e. li. í lok fundarns ávarpaði for- seti bæjarstjórnar bæjarstjórn- ina þessum orðum: Gera má ráð fyrir að þetta verði síðasti fundur þessarar bæjarstjórnar. Vil ég því nota tækifærið til þess að þakka fyr- ir samst.arfið á umliðnum fjórum árum. Það er ekki ó- eðlilegt þótt allir hafi ekki á- vallt verið á einu máli og mis- jöfn sjónarmið hafi verið uppi um hverjar leiðir skyldu valdar til lausnar hinna ýmsu vanda- mála og viðfangsefna á hverj- um tíma, en mér finnst það sér- staklega ánægjulegt um sam- starfið er ég lít til baka, að alltaf hefur í lokin náðst sam- staða um stóru málin, en skemmtilegastur finnst mér sá hluti samstarfsins, sem hefur lotið að því að hjálpa borgur- unum til sjálfsbjargar, verja þá áföllum og rétta þeim hjálp- arhönd, sem hallað hefur á fyr ir vegna veikinda og annarra ó- viðráðanlegra atvika, en þessi starfsemi bæjarstjórnarinnar og hinn almenni skilningur þess- ara mála hefur aukizt frá ári til árs og hafizt upp yfir flokka- drætti. Á því kjörtJmabili, sem nú er að renna út hefur höfnin með stóru átaki verið gerð skipgeng öllum skipum íslenzka flotans, sjúkrahúsið umbyggt og aukið að tækjum og útbúnaði í sam- ræmi við kröfur tímans, elli- heimili verið fullgert og tekið til nota með frábærum árangri, þvottahús byggt og búið vélum og tekið til starfrækslu, barna- skólinn og umhverfi hans um- bætt með margvíslegum hætti, gagnfræðaskólahús byggt og tekið til nota, rekstur kúabús bæjarins, Dalabúsins, bættur og er búið nú rekið hallalaust, ný rafstöð fullgerð og tekin til nota, hafnarmannvirki aukin og bætt, bænum aflað nýrri og betri vinnuvéla og svo mætti lengi telja. Eini skugginn er sá, að vonir þær sem bundnar voru við togararekstur bæjarins, Bæj arútgerðina, hafa ekki rætzt að fullu, en að því liggja margar samverkandi orsakir, sem eng- inn einn verður um sakaður. Fjárhagsafkoma bæjarins er góð þrátt fyrir miklar fram- kvæmdir og margvíslega og aukna þjónustu í þarfir borgar anna, og fjárhagur bæjarins traustur. Innheimta bæjargjalda og reikningshald bæjarins og stofnana hans í góðu lagi. Fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs og stofnana hans, sem afgreidd- ar hafa verið til annarrar um- ræðu gera ráð fyrir miklum og áframhaldandi framkvæmdum, en þó verður á þessu ári hægt að lækka útsvörin um ríflegan hlut. Ráðgerðar eru miklar og fjár- frekar hafnarbætur í skjóli þess að nú er búið að greiða hafn- arframkvæmdir þær, sem stærst ar voru á fyrstu árum kjörtíma bilsins. Ákveðin er aukning á vélakosti rafveitunnar og reikn að með því, að Eyjarnar komist á þessu ári í tengsl við raforku veitur frá orkuverum sunn- lenzkra fallvatna. Hafin er bygging áhaldahúss til geymslu og viðgerða á hinum ýmsu vél- um bæjarins og stofnana hans, fyrirhuguð er stækkun elliheim ilisins, bygging bókasafnshúss, stækkun Dalabúsins og fram- liald Gagnfræðaskólabyggingar- innar. Á kjörtímabilinu hefur ríkt árgæzka og jöfn og mikil at- vinna, framkvæmdir einstakl- inga og félaga meiri og stærri heldur en nokkru Sinni fyrr í sögu þessa byggðarlags og at- vinnulíf og menning bhimgast. Bæjarstjórn sú, sem kosin verður 31. þ. m. tekur við bæj- arfélaginu og stofnunum þess í miklum blóma á framfarabraut og óska ég hinni komandi bæjar arstjórn allra heilla og velfarn- aðar í starfi. Að lokum vil ég sérstaklega þakka ritara bæjarstjórnarinn- ar, herra Axel Bjarnasen, fyrir ágætt, árvakult og samvizku- samlega unnið starf og gott samstarf. Lifið heilir og hafið ágætar þakkir fyrir samstarfið. Fundi slitið. Helgi Benediktsson (sign); Ól- afur Á. Kristjánsson (sign); Ár- sæll Sveinsson (sign.); Guðlaug- ur Gíslason (sign.); Þorsteinn Þ. Víglundsson (sign.); Hrólfur Ingólfsson (sign.); Þorbjörn Guðjónsson (sign.); Sigurjón Sigurðsson (sign.); Þorsteinn Sigurðsson (sign.); Björn Guð- mundsson (sign.). Hafnarfram- kvæmdir Ráðgerð eru kaup á járnþili í sambandi við fyrirlnigaðar Itafnarframkvæmdir bæði í sam bandi við viðgerð og dýpkun upp að nyrðri hafnargarðshausn um og bátakvíar og bryggjugerð ar. Nauðsyn ber til þess að breikka innsiglinguna í höfnina með því að dýpka norður að nyrðri hafnargarðinum og hef- ir verið um það rætt að dýpka i tlýju blaði iylgi úr hlaði. !: Blað það, sem liér hefur !: göngu œtlar að rjúfa þann !: þagnarmúr, sem sleginn hef ; ur verið um stjórn bcejarmál- !; anna og gefa Eyjabúum og I'! öðrum þeim, er láta málefni Eyjanna■ sig nokkru skipta kost á að fylgjasl rneð þvi, sem er að gerast í Veslmanna eyjum á hverjum tima. — Blaðinu er fyrst og fremst œtlað það hlutverk að vera málsvari Fra msóknarflokks- ins og stefnu hans, en jafn- liliða verður mönnum gef- j, inu kostur á þvi að rœða j málin frá mismunandi sjón- ;; arhólum. I; Hvcrsu tekst að rcekja ;j framangreint hlutverk bygg- ;! ist á fólkinu i Eyjum og : verður i blaðinu cetlaður sér- j; stakur dálkur fyrir raddir I; lesenda blaðsins. Ritstjórinn. í 10 metra fjarlægð frá garðsend anum og ramma þar með járn- þili. Vafasamt er þó, enda með öllu órannsakað, hvort hægt er að reka þarna niður járnþil, en þá gæti komið til greina að hreinsa grjótið, Sem er í innsigl ingunni sunnan nyrðri garðsins og dýpka þar eftir því, sem hægt er, slétta og treysta botn- lagið og sökkva steinkeri sunn- an við garðhausinn til framleng- ingar á garðinum og byggja of- an á kerið. Hliðstæð aðgerð leysti á Sínum tíma vandræðin með syðri hafnargarðinn. í sambandi við bátakví. og fyrirhugaða bryggjugerð þá gæti komið til álita, hvort slík mann virki yrðu ekki varanlegust og ódýrust me ðþví að byggja þau ofan á steinker sem byggð yrðu hér á staðnum og sökkt sem und irstöðum eftir að búið væri að grafa hæfilega fyrir kerunum. H. B.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.