Skátablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 15
HEFURÐl! FARIÐ A
FLOKKSFORINGJANÁMSKKIÐ?
Ef þú hefur ekki farið, skaltu endilega
gera það í haust, því þá gefst þér tækifæri
á að sækja flokksforingjanámskeið að Úlf--
ljótsvatni, í Vaglaskógi eða Hallormsstaða-
skógi, allt eftir því, hvað hentar þér bezt.
Þú getur byrjað á því að spyrja einhvern
sem verið hefur á flokksforingjanámskeiði
að því, hvað gerist þar og þú færð áreiðan-
lega svarið um hæl, þar fá þátttakendur
að vera í stanzlausu skátastarfi, allan sólar-
hringinn — þar verður þú í flokki með
skátum frá mismunandi stöðum og kynnist
ótal mörgu nýju, sem þú getur notað sem
flokksforingi. Þar er fjörugt og skemmtilegt.
Það getur verið, að þú fáir enn nákvæmari
útskýringar, en sennilega nægir þetta til
þess, að þú hikar ekki lengur.
Og til að hjálpa þér við að sækja um,
hefur skrifstofa Bandalags ísl. skáta sent
út til allra félagsforingja umsóknareyðu-
blað, sem þú þarft bara að útfylla og senda
skrifstofunni, ásamt tryggingargjaldi, sem
er kr. 250.—. En mundu, að þetta þarf að
sendast fyrir 20. ágúst.
Við hlökkum til að sjá þig á flokksfor
ingjanámskeiði í haust og þú mátt bóka
það, að flokkurinn þinn, eða kannski flokk-
urinn, sem þú átt að taka við, hlakkar til að
fá þig heím með fullt af hugmyndum um,
hvernig skuli gera skáatstarfið skemmtilegt.
SKATABLAÐIÐ
39