Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10

Skátablaðið - 01.04.1966, Blaðsíða 10
Að þessu sinni tekur I lokkskistan til með- ferðar suðuelda og ýmsar aðrar gerðir þeirra. Sem kunnugt er þá er mikilvægt að öll- um líði sem bezt á landsmótinu og matur- inn er þar ekkert smáræði. Flokkskistan upplýsir að á döfinni muni vera útgáfa matreiðlubæklings, sem síðar eigi að verða undirstaða útilegumatreiðslu- bókar skáta. Flokkskistan bendir flokkunum á að hú i kemur út á landsmótinu. Snúum okkur þá að eldunum. Eldinum er haldið við með því að bæta eldsneyti þannig á að miðja bálkastarins sé sífellt logandi, svo sem sést á því hvernig brenn- inu er raðað upp (efst t. h.). No. 1 er eldskíð, klofin þurr, mjúkur viður, sem skal láta innst í kjarna bálkast- arins. 2. er hlaði af grönnum greinum, sem sett- ar eru utan um eldskíðin og þá er tími ti! að nota eldspýturnar. Ef þið viljið spara eldiviðinn þá skuluð þið nota stjörnueld- inn, sem er gert á þann hátt, að viðarbútar eru lagðir á jörðina, þannig að þeir mynda stjörnu og snúa öðrum endanum að sam- eiginlegri miðju, þar sem eldur er kveiktur á sama hátt og á mynd 1, 2 og 3. Honum er haldið við með því að ýta bútunum lengra inn að miðju. 4—6 sýna okkur svo að við eigum fyrst að setja granna eldiviðinn á eldinn, og síðan sverari og sverari. 7 eru hlóðir með pýramídaeldi. Hlóðir eru mjög heppilegar hér á landi, enda hafa þær löngum verið notaðar hér. Pýramídabálið er undirstaða allra gerða a£ eldum. Hann er notaður til þess að kveikja 34 SKATABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.