Skátablaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 14
LFLJOTS VATN ~
jag:"Helgum frá döggvumV
Undurfagra ðlfljó'tsvatn
aldna kirkjujörö.
Æskan bjarta auðnurík
um þig heldur vörð.
Guði .vígð þú geymir mátt
og glæðir hugans þrá.
Hjá þár ljómar heiðið blátt
og hjalar sérhvert strá.
Langeldar frá lándnámsöld
lýsa hér á ný.
Sama elfan Sogið breitt
og sólin björt og hlý.
Hefja skal hér skátaöld
og ska,pa nýja tíð.
Friði og drengskap veita völd
er vari ár og síð.
beturseint EN aldrei !
Jón Oddgeir Jónsson.
Kæru skátar!
Þetta ár mun verða mörgum minnistætt,vegna
þei.rra atburða sem gerðust í heims og
landsmálum. Þetta árið þegar íslandsbyggð
varð ll.alda gömul.
f heimi skátanna ber ’ Landsmótið hæst,
hápunkt fjagra ára starfs. Þar sem kannað
verður hvernig starfinu hefur vegnað. Við
skátar hér á landi megum þakka fyrir góða
landkosti okkur í hag. Ekki þarf nema að
skreppa rétt út fyrir borg eða bæi til að
finna heppilegan útilegu stað. Gnægð er
staða þar sem gott er að stunda skáta
íþróttir. En oft■er ekki hugsað um það,
heldur tekið sem sjálfsögðum hlut, það er
síður en svo sjálfsagður hlutur.
Við höfum ómengaða náttúru, sem allir geta
því miður .ekki státað af. Ekki veitir af
að brýna fyrir skátum, jafnt sem öðrum að
ganga vel um landið sitt.
Þegar fyrstu landnámsmenn komu hingað var
landið skógi vaxið milli fjalls og fjöru
og gnægð fiskjar £ ám og fjörðum.
Skógurinn er horfinn og eitthvað hefur
fisknum fækkað. NÚ á dögum tækni-og auk-
innar fræðslu verðum við að auka græðslu
á örfoka sárum landsins.
Skátar liggið ekki á liði ykkar notið þetta
afmælisár- umfram önnur til að sýna vilja
ykkar £ framkvcemd.
GRÆÐUM UPP LANDIÐ!
ÞAÐ ER YKKAR HEILL!