Framsókn - 22.06.1960, Page 2

Framsókn - 22.06.1960, Page 2
2 FRAMSÓKN, BÆJARMÁLABLAÐ Að marggefnu tilefni Þess var sérstaklega óskað, að upplýsa svo sem kostur er á, lánakjör og þá sérstaklega hjá þeim mönnum, sem fram- kvæmdastjórinn hafði skýrt frá, að lánað höfðu fyrirtækinu fé með mjög háum vöxtum. 3. Leiða í ljós raunverulegan hag félagsins síðustu ár, svo sem frá ársbyrjun 1952. 4. Leiða í ljós, hver urðu endanleg skuldaskil fyrirtækis- ins, hvað fékkst fyrir eignir þess, hvaða ábyrgðir eða veð stóðu að baki skuldanna, að hvaða ábyrgðum eða veðum var gengið, og annað, sem máli kann að skipta í þessu sam- bandi. 2. spurning: Þegar kemur fram á árið 1952 og sérstaklega á árinu 1953 bera færslurnar í bókhald inu með sér, að víxlar eru ekki alltaf færðir jafnóðum og þeir eru samþykktir og kemur fyrir, að samþykkt víxils er færð, eft- ir að búið er að greiða víxil- inn og í árslok 1953 þarf að færa óeðlilegar miklar leiðrétt- ingafærslur við víxlareikning- inn. Bendir þetta til, að annað hvort hafi verið mikil óreiða með færslur eða að víxlum liafi verið haldið utan við bók- haldið, en svo hafi komið fyr- ir, að þeir hafi verið færðir ó- vart, þegar þeir voru greiddir, en eftir því, sem síðar kom fram, eru Hkindi til, að um hvort tveggja hafi verið að ræða, óreiðu og vísvitandi nið- urfelldar færslur. Lánskjör á færðum víxlum virðast ekki óvenjuleg. Víxlarn ir eru samþykktir til nokkurra mánaða, eins, tveggja, þriggja o. s. frv. og vextir, sem færðir eru til gjalda eru ekki hærri en venjulegir bankavextir. Nöfn þeirra, sem Gunnar Hall telur, að hafi tekið óeðlilega háa vexti koma svo að segja ekki fyrir í bókhaldinu og ekki í sambandi við vaxtafærslur. Enda eru flestir víxlanna komn ir inn í bókhaldið, sem vöru- víxlar og framlengingarvíxlar á vöruvíxlum, og þá færðir í reikning þess, sem vöruna seldi og halda áfrarn að vera það, þó að eigendur framlengingar- víxlanna séu ef til vill aðrir, nöfn seinni eigenda koma yfir leitt ekki fyrir í bókhaldinu og ófærð gögn um viðskipti þeirra fundust heldur ekki. Um við- skipti þeirra við Ragnar Blönd- al h. f. liggur því ekki annað fyrir en gögn, sem þeir fram- vísuðu við uppgjör og svo fram burður Gunnars Hall í saka- dómi Reykjavíkur og framburð ur viðkomandi viðskiptamanna í sakajdómi Reykjavíkur. Gunnar Hall heldur því fram, að eftirtaldir menn hafi lánað Ragnari Blöndal h. f. fé með háum vöxtum, og séu vaxtagreiðslurnar ekki færðar í bókhaldinu: 1. Brandur Brynjólfsson lög- fræðingur. Gunnar Hall teiur, að hann hafi tekið í vexti 5% á mánuði. Brandur viðurkennir, að hann hafi á árunum 1954 og 1955 keypt af Gunnari Hall og Nærfatagerðinni Lillu víxla samþykkta af Ragnari Blöndal h. f. og hafi verið 10% afföll á þriggja mánaða víxlum og hlutfallslega hærra, ef víxlarnir voru til lengri tíma, þannig að 20% afföll voru af sex mánaða víxlum. Þegar hann keypti víxla fyrir aðra, kveðst hann hafa tekið að auki 2% í láns- útvegunargjald, jafnt til hve langs tíma víxlarnir voru. Gunnar Hall telur, að kröf- ur Ragnars Ingólfssonar við skuldaskilin séu vegna viðskipta við Brand, en Brandur telur það ekki vera, og staðfesti Ragn ar Ingólfsson framburð Brands. Hinsvegar viðurkennir Ragnar, að hafa fengið tæpar kr. 10.000,00 fyrir lánsútveganir, ekki eru færðar í bókhaldinu. Gunnar Hall telur, að krafa Steins Jónssonar, kr. 90.000,00 sé vegna viðskipta við Brand og viðurkennir Brandur það, og er það staðfest af Steini Jónssyni, og kveður Steinn, að hann hafi keypt víxlana, sem voru til þriggja mánaða, með 10% af- föllum. Þá telur Gunnar, að hluti af kröfu Guðjóns Hólm, sé vegna viðskipta við Brand og telur Brandur kr. 125,000,00 af kröfu Guðjóns sér óviðkom- andi. Er það staðfest af Sigur- jóni Sigurðssyni, En Guðjón Hólm hafði víxil, kr. 125,000,00 til innheimtu frá honum. Þá telur Brandur, að krafa frá Magnúsi Árnasyni kr. 70.000,00 sé vegna viðskipta við sig og er þetta staðfest af Hauki Heið- ar, sem sá um að kaupa víxil- inn fyrir Jón Pálsson og kveðst Jón liafa keypt víxlana, sem voru til sex mánaða með 1714% afföllum og vöxtum, sem svari til 35% vaxta á ári. Sést af þessu, að Brandur Brynjólfsson hefur fengið vexti og söluiaun af víxlum fyrir sem nemur allverulegri upphæð, en ekki er unnt að reikna heildar- upphæðina út, samkvæmt þeim upplýsingum, sem komið hafa fram, þá er og viðurkennt af Ragnari Ingólfssyni, að hann liafi fengið tæpar kr. 10.000,00. 2. Eiríkur Kristjánsson. Gunnar telur Eirík Kristjáns son hafa lánað Ragnari Blön- dal h.f. fé gegn 5%vöxtum á mánuði og einstaka sinnum liafi hann auk þess tekið 1% í sölulaun. Eiríkur Kristjánsson viður- kennir að hafa keypt á útgáfu- degi fjögurra mánaða víxil að upphæð kr. 50.00,00 fyrir kr. 44.000,00 Ennfremur segist hann hafa haft milligöngu með sölu tveggja til þriggja víxla til Sigurðar Berndsen, allt að upphæð kr. 130.00,00 og tekið 2% í söluþóknun, en Sigurður liafi fengið 25 — 3014 forvexti yfir árið. Ennfremur kveðst hann hafa haft milligöngu um sölu nokkurra víxla til Guð- laugs Ásgeirssonar 150 — 180 þúsund samtals og kveður liann Guðlaug hafa tekið 25I/2 ársvexti, auk Jiess kveðst Eirík- ur hafa tekið 2% sölulaun. Guðlaugur Ásgeirsson segir Ei- rík liafa keypt výxla fyrir sig að Iiann lieldur á þriðja hundr að þúsund og álíka telur hann sig hafa keypt beint af Gunn- ari Hall og kveðst hann hafa tekið í vexti 5% á þremur mánuðum. Kristján Eiríksson kveður kröfu sína vegna innheimtu- víxla frá Guðlaugi Ásgeirssyni, en kveðst engar upplýsingar geta gefið um vaxtakjör. Eiríkur Kristjánsson viður- kennir með þessu að hafa tek- ið við vöxtum og sölulaunum í það minnsta að upphæð kr. 81.600,00. Gunnar Hall telur Sigurð Berndsen hafa lánað Ragnari Blöndal h. f. fé gegn 5% vöxt- um á mánuði og telur kröfu hans við skuldaskilin af þessum rótum runna ,nema kr. 139.000,00, sem sé vöruvíxill vegna kaupa á jólatrésskrauti. Þó kveður hann við síðustu framlengingu á 10 tuttugu og fimm Jiúsund króna víxlum liafa verið greitt í vexti 2% á mánuði. Sigurður Berndsen segist hafa keypt 3 víxla af Gunnari Hall, samtals að upphæð kr. 125.000,00 og greitt með ríkis- skuldabréfum og hafi króna komið á móti krónu. Auk þessa liafi hann keypt í verðbréfavið- skiptum 50.000,00 króna víxil, samþ. af Ragnari Blöndal h. f. Þá segir Sigurður, að hann hafi kreypt 100.000,00 króna víxil, sem var til „liðugra fimm mán- aða“, greitt fyrir hann kr. 90.000,00, hafi hann tekið kr. 8.000,00 í afföll og kr. 2,000,00 í sölulaun. Loks kveðst hann hafa tekið kr. 10.000,00 í for- vexti af jólatrésvíxlunum og muni það hafa svarað til venju- legra bankavaxta. Þá viðurkennir Sigurður og, að hann hafi keypt víxla, sam- Jiykkta af Ragnari Blöndal h. f. af Eiríki Kristjánssyni að nafnverði kr. 100.000,00 og tekið af þeim 18% í ársvexti. Eiríkur telur víxlana liafa verið kr. 130.000,00 og ársvextir 25 — 30%. Sigurður viðurkennir með Jiessu, að hann hafi fengið vexti og sölulaun kr. 20.000,00. 4. Guðjón Hólm. Gunnar Hall kveður Guð- jón Hólm hafa lánað Ragnari Blöndal h. f. fé fyrir 2% á mánuði. Guðjón telur sig hafa tekið 8% ársvexti og l/, innheimtu- laun, þegar um vanskil var að ræða. Báðir eru þeir Gunnar og Guðjón sammála um að bein lán frá Guðjóni hafi verið til- tölulega lítil. Ekki er unnt að reikna út ) samkvæmt þessum upphæðum hve mikla upphæð í vöxtum Guðjón telur sig hafa fengið. 5. Sigurgeir Sigurjónsson. Gunnar Hall heldur því fram, að Sigurgeir Sigurjóns- son hafi lánað Ragnari Blöndal h. f. með sörnu kjörum og hann lieldur fram, að Guðjón Hólm Iiafi lánað. Sigurgeir kveður sig hafa keypt nokkra víxla á Ragnar Blöndal h. f. fyrir Einar Kristj ánsson, óperusöngvara, og kveð ur sig hafa framlengt þá og tekið 8% af þeim í ársvexti, auk þess kveður hann Ragnar Blöndal h. f. hafa greitt kostn-

x

Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsókn
https://timarit.is/publication/880

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.