Framsókn - 22.06.1960, Blaðsíða 6
6 FRÁMSÓKN, bæjarmálablað
um að gefa burt verulega fjár-
muni miðað við allar aðstæð-
ur.
Með bréfi, dagsettu 22. okt.
s. 1. kærði Ólafur Þorgrímsson
fyrir Guðbrandi Magnússyni
forstjóra í Reykjavík og er sú
kæra efnislega lík kæru þeirri,
er hér er rætt um. Guðbrand-
ur sendi mér bréf Ólafs og
svaraði ég Guðbrandi aftur 25.
s. m., efnislega eins og framan
er rakið.
Eg teldi eðlilegt, að Ólafur
Þorgrímsson legði fram víxla-
skrár Blöndalsfyrirtækjanna, út
af fyrir sig gæti það annars ver
ið rannsóknarefni, að rannsaka
hverjar aðferðir Ólafur Þor-
grímsson notaði til þess að
kúga einstaklinga og fyrirtæki
til skuldaeftirgjafar, og þá jafn
hliða, hvern þátt Ólafur kann
að hafa átt í því, að víxlar
Blöndalsfyrirtækjanna voru sett
ir í umferð með þeim hætti er
gert var. Annars kann að vera,
að um einhvern persónulegan
kala sé að ræða í minn garð frá
Ólafi Þorgrímssyni, ber þar
tvennt til, hann dró úr hófi
fram að skila mér innheimtufé
frá mér 1928 og ég hef neyðst
til þess að lögsækja skjólstæðing
hans vegna viðskiptalegra van-
skila.
En að lokum skal það endur
tekið, að víxla þá er um ræðir
fékk ég frá Guðmundi H.
Þórðarsyni, en ekki frá Gunn-
Hall, og allir víxlarnir eru af-
hentir mér sem nýir og sjálf-
stæðir víxlar, en ekki sem fram
lengingarvíxlar, vfxlarnir báru
engin einkenni, er þeir komu í
mínar hendur umfram fjárhæð-
ir og gjalddaga.
Viðskipti Gunnars Hall og
Guðmundar H. Þórðarsonar
eru mér með öllu ókunn.
Vestmannaeyjum 30. nóv. 1957-
Helgi Benediktsson.
Til Bœjarfógetans i
Vestmannaeyjum.
Skv. beiðni Helga Benedikts-
sonar skal það tekið fram, að
ég tel samkvæmt minni, að efn
islega sé rétt með farið í bréfi
Helga, dags 30. nóvember 1957
til bæjarfógetans í Vestmanna-
eyjum, þar sem segir: „Gunnar
Hall framkvæmdastjóri Blönd-
alsfyrirtækjanna hefur viður-
kennt í viðtali við Hauk Jóns-
son hdlm. að hann hafi enga
víxla látið mig hafa sjálfur."
Eg man ekki betur en Gunn
ar Hall segði mér, að hann
þekkti Helga ekki og hefði eng
in skipti haft við hann. Þetta
sagði ég I-Ielga nokkru síðar.
Viðtal mitt við Gunnar Hall
mun ég hafa átt í nóvember
1956.
Reykjavík 20. maí 1958.
Haukur Jónsson, hdlm.
Á árinu 1954 afhenti ég und
irritaður Guðmundi H. Þórðar
syni nokkra víxla, samþykkta
af mér og Efnagerð Hafnarfjarð
ar, gegn kvittunum frá Guð-
mundi H. Þórðarsyni, Spítala-
stíg 5, en víxla þessa tók Guð-
mundur H. Þórðarson að sér að
selja fyrir mig. Síðan kom í
ljós, að Guðmundur H. Þórðar
son hafði selt víxlana án þess
að skila mér andvirðinu og inn
heimti Helgi Benediktsson
nokkra þessara víxla, sem hann
liafði keypt af Guðmundi H.
Þórðarsyni og síðan selt Útvegs
bankanum í Vestmannaeyjum,
og endurleyst víxlana þar sam-
kvæmt áritun bankans á þá. Eg
hef engin skil fengið frá Guð-
mundi H. Þórðarsyni á and-
virði víxlanna.
Reykjavík, 26. maí 1959.
Guðmundur Guðmundsson.
Vesturgötu 20.
Hafnarfirði
27. jan. 1960.
Þar sem fullt samkomulag
hefur náðst í deilumálum þeim
milli Ragnars Blöndal h. f. ann
arsvegar og Helga Benediktsson
ar, kaupmanns, Vestmannaeyj
um hinsvegar, þá leyfi ég mér
hérmeð að afturkalla kærur
þessar og óska þess að ekki
verði frekar aðgert í málinu.
Jafnframt óska ég eftir að fá
endursend frá réttinum skjöl
þau, sem ég á sínum tíma sendi
varðandi málið.
Virðingarfyllst,
Ólafur Þorgrímsson.
Samrit af frumriti sendu
Sakadómi Vestmannaeyja.
Ólafur Þorgrímsson.
19. marz 1960.
Út af fyrirspurn yðar, herra
sakadómari, um samkomulag
okkar Helga Benediktssonar í
sambandi við kæru mína á
hendur Helga vegna víxilvið-
skipta hans við Ragnar H.
Blöndal h. f. og Nærfatagerð-
ina Lillu h. f„ leyfi ég mér að
tjá yður eftirfarandi:
Með tveim bréfum kærði ég
Helga Benediktsson fyrir saka-
dómi Vestmannaeyja vegna
þess að ég taldi, að hann hefði
með sviksamlegum hætti haft fé
af umbj. m. með því að selja
Brandi Brynjólfssyni víxla, sem
umb. m. höfðu greitt með fram
lengingarvíxlum, en þá víxla
hafði Helgi fengið greidda við
skuldaskil Ragnars Blöndal h.
f.
Mál það hefur síðan verið
fyrir sakadómi Vestmannaeyja,
án þess að ég gæti nokkuð feng
ið að fylgjast með því, þrátt
fyrir ítrekaðar eftirgrenslanir.
Fyrir nokkrum mánuðum
kom Helgi Benediktsson hing-
að í skrifstofu mína, kvaðst leið
ur á þessu málaþrasi og vilja
sættast. Varð það að samkomu-
lagi, að hann gerði upp fjár-
kröfuna sumpart með pening-
um og sumpart með skuldavið
urkenningu þeirri, sem hér fylg
ir með í afriti. Jafnframt skrif
aði ég samstundis sakadómi
Vestmannaeyja og tilkynnti um
samkomulagið og jafnframt
það, að umbj. m. óskuðu ekki
frekari aðgerða fyrir sitt leyti.
Þá æskti ég þess að fá endur-
send skjöl þau, sem ég hafði
sent réttinum. Ekkert svar hef
ur mér borizt við því bréfi.
Eg vil taka það fram, að ekk
erl komfram í viðræðum okkar
Helga í þá átt, að hann viður-
kenndi sök í málinu, heldur
aðeins hitt, að hann vildi frið
og sátt um málið.
Virðingarfyllst.
Ólafur Þorgrímsson.
sign.
Til sakadóms Reykjavíkur.
Ofsóknirnar gegn Helga
Bencdiktssyni og fjölskyldu
hans er orðinn landsfrægur
smánarblettur á Vestmannaeyj-
um, þótt þar séu aðeins að
verki fáir menn. Að því kann
að líða, að málum þessum
verði gerð nokkuð gleggri skil,
en að þessu sinni skal aðeins
stiklað á nokkrum atriðum.
Fyrir tæpum þrjátíu árum,
er einn af sonum Helga Bene-
diktssonar, þá á fjórða ári, var
að leika sér við heimili móður
foreldra sinna, ók bíll á krakk
ann, lítt var um þetta hirt af
lögreglu eða þeim, sem slysinu
olli, og ekkert gert úr meiðsl-
um, en er barnið dögum sam-
an var viðþolslítið af kvölum
var farið með það í sjúkrahús
til myndatöku og reyndist þá
drengurinn handleggsbrotinn.
En þetta var að engu bætt.
Ekki alllöngu síðar á miðri
vertíð, er afli tók að glæðast,
var sandur settur í smurkassa á
vélum í tveim bátum Helga
Benediktssonar með þeim af-
leiðingum, að vélarnar bræddu
legur sínar og urðu frá veiðum
beztu veiðidagana, kunnugt var
hver stóð að baki þessu, en
ekki um sinnt. Helgi Benedikts
son byggði á nokkrum árum
fimm fiskiskip og báta í Eyj-
um og endurvakti þá bátabygg-
ingar í Eyjum til fornrar frægð
ar, fyrir atbeina þáverandi
þingmanns Eyjanna var Helgi
sniðgenginn með alla fyrir-
greiðslu á sama tíma og öðrum
bátabyggjendum var endur-
greiddur tollur af skipabygg-
ingarefni, þá var umleitunum
Helga ekki svarað ,og þegar
Heigi hafði byggt skip sitt,
Helga, árið 1939 og allir aðrir
höfðu fengið byggingarverð-
laun, þeir er samtímis byggðu
skip, þá kom sami þingmaður
í veg fyrir að Helgi Benedikts
son nyti þar jafnréttis.
Frægast í þessum efnum er þó
er Helgi hafði byggt skip sitt,
Helga Helgason, árið 1947, en
skip þetta var og er enn stærsta
og glæsilegasta og bezt búna
fiskiskip, sem hérlendis hefur
verið byggt, að þá var neitað
uni stofnlán út á skipið, og er
þess var freistað með málssókn
að fá lánið tildæmt, þá komust
dómstólarnir að þeirri niður-
stöðu, að íslenzk skipasmíði
væri ekki sambærileg erlendri,
en það merkilegasta var þó, að
málskostnaður var látinn niður
falla.
Það atvikið, sem lengs mun
í minnum haft, og sennilega
aldrei fyrnist yfir, er þegar Ár-
sæll Sveinsson, formaður Björg
unarfél. Vestmannaeyja, hindr-
aði Benóný Friðriksson frá því
að bjarga mönnunum úr Sker-
inu 1950. En það er margs að
minnast á langri leið. Bátaá-
byrgðafélagið hefur verið not-
að af forráðamönnum sínum til
þess að firra Helga Benedikts-
son tjónbótum og halda fyrir
honum uppgjörum á annan ára
tug. Og eitt sinn, er Helgi og
einn af sonum hans leituðu
eftir uppgjöri tjónbóta, þá réð-
ist svokallaður framkvæmda-
stjóri Bátaábyrgðafélagsins á
son Helga og barði hann.
Eftir að Helgi Benediktsson
hafði haft forgöngu um stofnun
Vinnslustöðvarinnar var fjár-
hlutur hans þar tekinn án
dóms og laga og margir þekkja