Framsókn - 22.06.1960, Side 5
FRAMSÓKN, BÆJARMÁLABLÁÐ
5
Vinnslnstöðvarmálið. Að marggefnu tilefni
Almennasta umtalsefni Eyja-
búa er nú Vinnslustöðvarmálið
svokallaða, en að lokadómi í
málinu er vikið annarsstaðar í
blaðinu.
Manna á meðal er um það
spurt, hvort hér muni ekki
vera um stærsta fjársvikamál að
ræða, sem komið hefur fyrir ís-
lenzka dómstóla og um það er
líka spurt, hvort ráð Ástþórs
Matthíassonar verði ekki fjár-
plógsseggjunum dýr um það
lýkur.
Menn velta því mjög fyrir
sér, hverjar verði endanlega af-
leiðingar þeirrar dómsniður-
stöðu Hæstaréttar að viður-
kenna Kristinn Sigurðsson frá
Skjaldbreið réttan sameiganda
að öllum eignum Vinnslustöðv
arinnar á þeim tíma, þegar
fyrirtækinu var breytt í hluta-
félag.
Sjóðaeignir Vinnslustöðvar-
innar eru mælikvarði, sem fé-
lagsstjórnin hefur lagt á við-
skiptalega arðsúthlutun úr fyr-
irtækinu, en stofnframlögin
eru hinn raunverulegi skipta-
grundvöllur á eignum Vinnslu
stöðvarinnar. Ekki er vitað,
hverjar eru hinar raunverulegu
eignir Vinnslustöðvarinnar um-
reiknaðar til núgildandi pen-
ingaverðs, en ef borið er saman
skúrahrúgald það í Reykjavík,
sem nefnt er Fiskiðjuver ríkis-
ins og selt var á s. 1. ári fyrir
nær þrjátíu milljónir króna,
fyrir síðasta gengisfall, og séu
svo aftur á móti hinar reisu-
legu stórbyggingar Vinnslustöðv
arinnar teknar til samjafnaðar,
þá er ólíku saman að jafna. Svo
koma skrifstofubygging Vinnslu
stöðvarinnar, fyrirtækið Gunn-
ar Ólafsson & Co. með sínum
byggingum og dýrmætu lóðum
og lendum, meirihlutaeign í
Fiskimjölsverksmiðjunni, ásamt
sameign í öllum helztu sölusam
tökum fyrir sjávarafurðir m. m.
þá blandast engum hugur um,
að þarna er búið að safna eign
um, sem nema tugum milljóna
og væru hundrað milljónir ekki
ólíkleg tala. Miðað við það, að
Kristinn Sigurðsson sé eigandi
að 2% af stofnfé Vinnslustöðv-
arinnar og raunhæfum eignum
50 milljónum, væri eignar-
hluti hans ein milljón króna,
sem hækkaði svo hlutfallslega
séu eignimar meiri, sem líklegt
má teljast.
Hér við bætist svo tap Krist-
ins við það, að vera haldið ut-
an félagsins og þátttöku í
rekstri þess.
Ein af líklegum afleiðingum
Hæstaréttardómsins er, að kraf-
ist verði gagngerðrar endurskoð
unar á öllu reikningshaldi
Vinnslustöðvarinnar og endur-
mati á ákveðnum stjórnarat-
liöfnum, sem fram hafa farið.
En það hefur lengi verið í há-
mæli haft, hversu vissum framá
mönnum hjá Vinnslustöðinni
hafi vegnað vel fjárhagslega,
þrátt fyrir litlar sýnilegar tekj-
ur. Hitt er svo aftur vitað, að
mikið kapp verður nú á það
lagt að komast að samkomu-
lagi við Kristinn Sigurðsson um
að kaupa hann út úr fyrirtæk-
inu og frá dómsréttindum sín-
um með einhverri fjárfúlgu,
mun þar mörgu verða beitt,
vinmælum, fláttskap, hótunum,
vitnað til flokksfylgis og flokks
hagsmuna, ætternis og að Krist
ni reynist illa úr ætt skotið, ef
hann ætli að beita bjargvætti
byggðarlagsins harðræðum.
Líkleg afleiðing á endurmati
á eignum Vinnslustöðvarinnar
og því að sannreynt verði hverj
ar raunverulegar eignir fyrir-
tækisins eru er það meðal ann-
ars að núverandi hluthafar
liins nýja hlutafélags endur-
skoði afstöðu sína og láti sér
nægja að leggja fram sem hluta
fé séreignarsjóði sína, en krefj
ist útborgunar á öðrum eignar
hluta sínum í Vinnslustöðinni,
sem leyst var upp og slitið við
stofnun hlutafélagsins.
Það þarf engan að undra
þótt aðilar, sem ekki eru lengur
aðilar að útgerð, kjósi heldur
að fá fjármuni sína lausa og út-
borgaða, og afleiðingar þess
hvílík brjóstvörn Vinnslustöð-
in hefur á undanförnum ár-
um verið með það að halda
afurðaverði niðri, speglast í
fjárþörf útgerðarmanna lang-
flestra og sem afleiðing hinna
háu vaxta, sem nú gilda í við-
skiptum, er að vonum hagkvæm
ara fyrir útgerðarmenn að fá
eignarhluta sinn í Vinnslustöð
inni útleystann og lækka eigin
skuldir og fjárráð, enda á nú-
verandi hlutafé hins nýstofn-
aða hlutafélags að vera fyrirtæk
inu næg fjárhagsleg kjölfesta.
til þess að koma fram hefndum
vegna þess, að hafa verið kúg-
aðir til skuldaeftirgjafar, en
aðrir þeir, sem ekki gáfu eftir
af viðskiptakröfum sínum á
liendur Blöndalsfyrirtækjunum,
voru kærðir og hundeltir af Ól-
afi Þorgrímssyni, er þeir inn-
heimtu kröfur sínar.
Eg skrifaði Ólafi Þorgríms-
syni 12. september 1956 og bað
hann um að hafa milligöngu
um innlausn víxla minna, því
bréfi svaraði Ólafur ekki og
ekki lieldur bréfi mínu frá 24.
s. m. um sama efni. Skrifaði ég
þá Hauk Jónssyni hdlm 3. nóv.
195ö og bað hann að leita eft-
ir um greiðslu víxlanna.
Að ekki kom til innheimtu-
aðgerða haustið 1956 kom til af
því, að að því var látið liggja,
að ef til vill myndi vera hægt
að fa víxlana greidda gegnum
reikning hjá Búnaðarbankan-
um, en á það var ekki full-
reynt.
Um líkt leyti fékk ég boð frá
Brandi Brynjólfssyni hdlm í
Reykjavík um, að hann vildi
kaupa víxla þá, er hér um ræð-
ir og voru á s. 1. sumri teknir
upp samningaviðræður um
þessi efni og var Ólafi Þor-
grímssyni kunnugt um þær, og
átti hann, Ólafur, allan tíma
kost á því að leysa víxlana til
sín, en gerði hins vegar ekki
annað eftir því sem Brandur
Brynjólfsson hefur sagt mér, en
að liafa í hótunum, en það sem
tafði þessa samninga okkar
Brands var, að ég vildi gjam-
an samtímis losna við kröfur á
fleiri þá aðila, sem ég hafði
orðið að leysa inn víxla á, sem
endaði með því, að ég afsalaði
Brandi Brynjólfssyni skúr við
Miklatorg og söluturni í Kópa-
vogi, er ég hafði orðið að yfir-
taka í sambandi við viðskipti,
er að framan greinir.
Eg leit svo á, að með
kaupunum á víxlum þeim, er
að framan ræðir um væri
Brandur Brynjólfsson meðal
annars að létta ábyrgðarkröf-
um af Hirti Hjartarsyni frænda
sínum, sem mun vera einn
þeirra manna, sem ábyrgð tóku
á því, að ekki kæmu fram
fleiri kröfur 4 Blöndalsfyrirtæk
in en þær, sem upp voru gefn-
ar í upphafi. En framkvæmd
viðskipta okkar Brands varð sú,
að Brandur veðsetti mér til
tryggingar víxlakaupunum og
fleiru, hluta af húseign í Reykja
vík, sem Hjörtur Hjartarson
hafði afsalað til Brands, og
skildi ég þetta þann veg, að
með þessu væri verið að dreifa
skuldum þessum á lengri tíma,
en ég tók skuldabréf Brands
affallalaus. Víxlar þeir, er um
ræðir, voru allir áritaðir af Út-
vegsbankanum, samkvæmt fyrir
mælum Helga Guðmundssonar
bankastjóra um að ég hafi inn-
leyst þá .
Brandur Brynjólfsson, sem
keypti víxlana, vissi allt um
slúður Ólafs Þorgrímssonar,
sem er endurtekning, eins og
að framan greinir á hliðstæð-
um söguburði gagnvart öðrum
þeim, er innheimt hafa skuldir
sínar hjá Blöndalsfyrirtækjun-
um. Herra Haukur Jónsson,
hdlm. var milligöngumaður um
endanlegt uppgjör mitt og
Brands Brynjólfssonar. Víxlana
framseldi ég í samráði við
Hauk og að ósk Brands „til
handhafa með skírskotun til á-
ritunar Útvegsbankans og án á-
byrgðar." Gunnar Hall, fram-
kvæmdastjóri Blöndalsfyrirtækj
anna hefur viðurkennt það í
viðtali við Hauk Jónsson, hdlm.
að hann hafi enga víxla látið
mig hafa sjálfur, en að alla þá
víxla, er ég hafi eignazt á Blön-
dalsfyrirtækin hafi ég fengið
hjá Guðumundi H. Þórðarsyni,
og er það rétt.
Um aðdróttanir Ólafs Þor-
grímssonar um, að ég hafi
reynzt erfiðastur lánadrottna
Blöndalsfyrirtækjanna er reynsl
an ólygnust, ég sýndi alla til-
hliðrun, sem í mínu valdi stóð,
aðra en skuldaeftirgjöf, og hefi
til skamms tíma beðið með inn
heimtu á verulegum fjárhæð-
um. Þessu til viðbótar má geta
þess, þótt það komi málinu
ekki beinlínis við, að atvinnu-
rekstur minn hefur verið mjög
erfiður undanfarin ár, en fast
gengið eftir skuldheimtu á mig,
auk þess sem ég á yfirstandandi
ug s. 1. ári þurfti að verja mikl-
um fjármunum til þess að
standa straum af lækniskostnaði
erlendis vegna blindra tvíbura-
sona minna, þurfti t. d. á s. 1.
sumri að selja einkabíl minn til
þess að greiða kostnað við
Ameríkuferð drengjanna í ár.
Tel eg mér óskylt og nánast ó-
leyfilegt undir kringumstæðun-