Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Qupperneq 35

Skátablaðið - 01.11.1994, Qupperneq 35
furðulega lík, hvort sem um mann, hest eða fugl var að ræða. Samkvæmt þessari hugmy nd voru nýfædd böm fulltrúar þess timabils í þróunarsögunni þegar sú grein sem síðar varð að mönnum var hvað ná- skyldust pokarottunni, krakkaormar voru fulltrúar apakattanna og unglingar voru þá taldir um margt náskyldir mannöpum, simpönsum, gibbonöpum og ekki hvað sist: Górillunni. Þessi náungi, sem hét Granville Stanley Hall, ef þið vilduð skíra eftir honum dróttskátasveit, taldi að unglingsárin væru ár átaka og háska, Sturm und drang. Þetta kann mörgum ykkar að þykja góð kenning, en það verða þá að vera einkapælingar því að þessar hugmyndir em aflagðar í heimi fræðanna. Og hvað stendur eftir? Kannski fyrst það, að erfitt er að alhæfa um unglingsár. Brjóstvit og almenn skyn- semi gagnast miklu betur en kenninga- hröngl.Það er betra að notast við það sem maður lærði á því að vera unglingur sjálfur en að fara að beita einhverjum kenningum uf ótímabæru sjálfsöryggi. Þarendarfólk iðulega í einhverjum grodda, eins og til dæmis því að unglingar séu í eðli sínu górillur, eða þá að þykjast hafa að kenningu eitthvað sem hefur talist almælt tíðindi, eins og til dæmis það að betra sé að vera sæmilega saddur en svangur þegar tnaður mætir á skátafund, en þó ekki of saddur; mér skilst að þetta megi leiða af einhverjum píramídakenningum. Sálfræðikenningar geta gert gagn og eru í vissum skilningi eðlilegur hluti af öllu uppeldis-, þjálfunar- og fræðslustarfi en þær geta líka orðið til tjóns, þegar þær eru orðnar að kreddum. Uppeldi hlýtur að Vera mótað af svo fjölbreytilegum mann- legum samskiptum og tengjast siðferðis- gúdum svo eindregið, að ein sálfræði- kenning getur ekki og á ekki að standa undirþví öllu. Skátaforingi semeruppte- kinn af því að fara eftir skátalögunum og skátaheitinu ertil dæmis oftast farsælli en hinn sem þykist búa yfir einhverri frá- hærri kenningu og vill beita henni óspart. Sá gæti í raun verið með eitthvað ámóta gáfulegt á ferðinni og að unglingurinn sé górilla. Ég vil því vara við öllum hasarkenndum hugmyndum um nýjasta nýtt úr sálfræðinni. Unglingur er afurð sinnar menningar En snúum okkur að unglingum. Það fyrsta sem ég vil nefna er í samhengi við það sem var nefnt hér að ofan: Unglingar eru afurð sinnar menningar, ef maður má vera svo hátíðlegur. Þeir eru nú til dags neysluhópur, skerpihópur, markhópur og jaðarhópur og allt þetta fína frá Kína sem félags- og markaðsfræðingar tala um. Með öðrum orðum: Unglingar hafa fjárráð, þeir eyða talsverðu fé og þeir sem bjóða fram þjónustu og varning geta haft af því umtalsverðartekjuraðhöfðatilunglinga. Unglingar sækja mjög hver til annars þegar kemur að fata-, tónlistartísku og annarri neyslu. Þetta hefur ekki alltaf verið svona, og við getum ekkert með vissu vitað um að svona verði öll fram- tíðin. Þetta gæti sem best snarbreyst á tuttugustu og fyrstu öld, en alla vega gildir nú að unglingar skapa um margt eigin heim. Mikið af vöru og þjónustu er framleidd eða skipulögð sérstaklega fyrir þá. Með slœma ímynd í öðru lagi má nefna að fræðimenn, hverju nafni sem nefnast eru sammála um að þrátt fyrir ofangreind atriði þá er frá- leitt að líta svo á að unglingar séu eitt afmarkað fyrirbæri, líkt og dýrategund, sem síðan má lýsa almennt með fáeinum frösum um kjörlendi og háttu. Þvert á móti, hver unglingur hefur sín sérkenni. En samt hefur fólk tilhneigingu til þess að líta á unglinga sem einn, stundum nokkuð viðsjárverðan hóp. Og þá eru allir unglingar metnir á grundvelli upplýsinga um nokkur öfgatilfelli. I blöðunum er skýrt frá því hvernig unglingar gera eitt og annað, stela bílum og kasta grjóti, og fólk fer ósjálfrátt að líta alla unglinga hornauga. Sumir hafa bent á að fjölmiðlar ýta undir þessa fordóma með því að til- taka jafnan ef unglingar misstíga sig að einmitt þar hafi unglingar verið að verki. Góðverk eru síður merkt eftir aldurs- hópum. Flokkur unglinga veitist að lög- regluþjóni, unglingarskemmarútu. Þetta eru algengar fréttir.En þegar kemur að hinu jákvæða þáer ekki lengur tiltekið að um unglinga sé að ræða. Þá eru skátar á ferð, íþróttaæskan að leik. Menn hafa velt fyrir sér hvað gerðist ef önnur kenni- merki, til dæmis flokkspólitík, væri notuð í stað þessarar undarlegu aldursgreiningar. Hvernig brygði mönnum við ef í fréttum kæmi: Framsóknarmaður eyðileggur rútu, sjálfstæðismaður borðar ofskynjunar- svepp. Lögreglan telur meira en 50% líkur á að innbrotsþjófurinn sé ekki meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Kynslóðabilið markleysa? Náskylt þessum ofurstöðluðu hug- myndum um unglinga er hugmyndin um kynslóðabiliðmikla, unglingaveikinasem sagt er að skilji alveg á milli unglinga og foreldra þeirra. Langflestir sem hafa at- hugað þetta meinta bil, finna í besta falli smáglufur. Það er nokkuð almennur mis- skilningur að óbrúanlegt djúp skilji að gildi foreldra og unglinga, að þarna sé um að ræða slíkan mun að engar sættir séu mögulegar og að engir túlkar geti borið boð á milli. Þetta er kolrangt. Rannsóknir sýna að unglinga og foreldra kann að greina á um tónlist, hártísku og útivistar- tíma. En þegar kemur að lífsgildum, því sem raunverulega skiptir máli, þá er furðu gott samræmi milli þess sem ungmenni og foreldrar þeirra telja. Jafnframt er hlut- fall þeirra unglinga sem lýsir samskiptum við foreldra sína sem slæmu undir 10%. Mjög stormasamt samband unglinga og foreldra er undantekning frekar en regla. Unglingar eru, með öðrum orðum, alls konar. Karakter hvers og eins er miklu gagnlegri til skilnings en sú staðreynd einber að þar sé unglingur á ferð. Og sögur af stórfelldum ágreiningi unglinga og foreldra eru öllu jöfnu stórlega ýktar. í þriðja lagi er óhætt að fullyrða að margir sem um unglingsárin fjalla á fræði- legan hátt leggja áherslu á að þó að unglingsárin séu að mörgu leyti ár átaka, breytinga og erfiðleika, þá eru þau mörg. Oft er rætt um svonefnda unglingaveiki á þann hátt að unglingar séu stundum óút- reiknanlegir, þeir lifi í eigin heimi meðan þeir eru að komast yfir einhverjar alveg sérstakar breytingar. En þó að ýmislegt þurfi að gerast á unglingsárum, þá er ekki eins og það sé allt á einu misseri. Framhald á bls. 38 Skátablaðið 35

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.