Skátablaðið


Skátablaðið - 01.11.1994, Síða 8

Skátablaðið - 01.11.1994, Síða 8
/ J Sumardagurinn fyrsti Fyrir sumardaginn fyrsta var safnað saman gönguglöðum skátum og takturinn æfður kvöld eftir kvöld. Þessir skátar gengu svo fyrir skrúðgöngu frá Skáta- húsinu að Hallgrímskirkju þar sem hin árlega skátamessa var. Fyrir þessa göngu höfðu skátafélögin einnig æft af fullum krafti og haft að markmiði að vinna göngu- bikarinn. Að þessu sinni féll hann í hendur Skátafélagsins Skjöldunga. haldandi hátíðarhöld 18. og 19. júní inni í Laugardal. íþrótta- og tómstundaráð leitaði tilSSR um að vera með hefðbundna skátadagskrá þar. Eftir miklar umhugsanir var ákveðið að setja upp tjaldbúð'sem yrði í líkingu við skátamót. Skátafé- lögunum var úthlutað svæði þar sem þau settu upp sína tjaldbúð og unnu sín tjald- búðarstörf. Reist var stór og mikil þrauta- braut og glæsilegt hlið. Skátarnir voru að vinna við tjaldbúðina og að hliðinu báða Við fánaathöfn í Hljómskálagarðinum á 17. júní. Eftir sumardaginn fyrsta hélt göngu- hópurinn áfram æfingum vegna 17. júní. Akveðið hafði verið að gangan yrði stærri og fallegri en áður, í tilefni af lýðveldis- afmælinu. Mámeð sanni segja að það hafi tekist og var mál manna að skátarnir hefðu verið hreyfingunni til sóma. I Hljóm- skálagarðinum var dagskrá með hefð- bundnu sniði og hafði hópur kraftmikilla skáta unnið nóttina áður að uppsetningu þrautabrautar sem vakti, eins og alltaf, mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni. Þá má ekki gleyma því að Skátafélagið Eina stóð fyrir kaffi- og kleinusölu sem mæltist vel fyrir hjá foreldrunum. Lýðveldisafmœlið V egna lýðveldisafmælisins voru áfram- dagana og gafst því gestum og gangandi kostur á að sjá þá við störf, sem má Hikebrauð hnoðað í Laugardal. kannski segja að sé alltof sjaldan. Virtust menn almennt vera hissa á hvað þetta unga fólk væri fært um að gera og var undirrituð j afn vel spurð að þ ví h vort þetta væri sýning hjá þeim. Já, þau voru sjálfum sér og hreyfingunni til mikils sóma þessa daga. Skátasambandið var einnig með sölu- tj ald í Laugardalnum og tókst það ljómandi vel. Hlaðið hafði verið skemmtilegt úti- grill og voru grillaðar pylsur í hundraða- tali. Skátamir notuðu grillið einnig til þess að baka hikebrauð, en það var liður í póstaleik. Skátar út St. Georgsgildinu Straum hjálpuðu okkur við sölumennsk- una og grillið og sendum við þeim bestu þakkir fyrir. Þá viljum við einnig þakka skátafélaginu Hraunbúum fyrir að lána okkur tjald þessa daga. Lýðveldismót Ekki liðu margir dagar í rólegheitum því ákveðið hafði verið að halda skátamót í tilefni lýðveldisafmælisins. Mótið var haldið dagana 22. - 26. júní og var þema mótsins „Vertu með“. Á mótið mættu á milli 600 og 700 galvaskir skátar alls staðar af landinu. Umgjörð mótsins var sótt í stjórnskipan gamla lýðveldisins og voru t.d. öll torgin nefnd eftir goðorðum. Heiti allra embættismanna voru einnig sótt frá þessum tíma og má nefna að mótsstjórinn var nefndur allsherjargoð. Mótið var sett með miklum tilþrifum inn í Borgarvík og kom allsherjargoðinn, Matthías G. Pétursson, ásamt skáta- höfðingja, Gunnari Eyjólfssyni, ríðandi á staðinn. Settar höfðu verið upp 50 fána- stangir og var það stórkostleg sjón að sjá fánana 50 bera við himinn. Daginn eftir hófst svo dagskráin og stóð hún óslitið fram á sunnudag. Það sem má nefna merki- legt er að þy rla landhelgisgæsl unnar heim- sótti okkur á mótið og sýndi björgun. Merkilegast af öllu voru þó skátamir sjálfir sem unnu saman að því að gera þetta mót að þeim skemmtilega viðburði sem það varð. Látum Ijós okkar skína 8

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.