Skátablaðið - 01.11.1994, Qupperneq 39
Eg er viss um að skátastarf er einkar
heppilegur vettvangur til þess að veita
unglingum tækifæri til að þróa með sér þá
eiginleika sem þarf. Til þess að takast á
við nauðsynleg þroskaverkefni í vinsam-
legu og hæfilega fjölbreyttu umhverfi.
Að kynnast sjálfum sér, að æfa leiðirtil að
eiga samskipti við aðra, að huga að fram-
tíðinni. Það er engin ástæða er til að leita
annað um grundvöll hreyfingarinnar en í
hugmyndir stofnandans Badens Powell, í
þessa heillandi og dálítið rómantísku
mynd af ungum hetjum úti í náttúrunni.
Þessar hugmyndir eru í senn markmið
hreyfingarinnar og besti vegvísirinn að
leiðum að markinu.
Á réttri leið
Við þurfum engan kinnroða að bera
fyrir nútímaskátastarf. Það er öðru vísi,
en ekkert endilega lakara en áður. Gamla
stemmingin kemur ekki aftur óbreytt.
Vlargt hefur verið skynsamlega og vel
gert í skátastarfi á síðasta áratug. Til dæmis
tel ég skynsamlegt af skátahreyfingunni
að auka áherslu á náttúru- og umhverfis-
vernd og skynsamlegt er að freista þess að
mynda svigrúm fyrir fjölbreyttari og nýrri
verkefni en áður var, en á báðum sviðum
er mikið verk óunnið.
Hreyfingin á ekkert að hika við að leita
ut fyrir sjálfa sig um hugmyndir og
kunnáttu. Það má nefna hjólreiðamenn,
kvæðamenn, fuglafræðinga og skíða-
garpa. Unglingumlíkar vel blanda af leið-
heiningu og sjálfstæði, og þeim þykir
gaman að taka til hendinni þar sem rey nir
a mátt þeirra og megin. Hugmyndin um
að kunna skil á umhverfi sínu, komast af
í náttúrunni, að láta sér ekki allt fyrir
brjósti brenna, að komast fyrir eigin
rammleik leiðar sinnar, heillar ungt fólk
ekkert síður nú en áður fyrr. Þetta þekkið
þið sem starfandi skátaforingjar auðvitað
ágætlega. Áhersla á nægjusemi og út-
sjónarsemi, meinlausan ferðamáta og
skilning á náttúrunni fellur vitaskuld mæta
vel að grund vallaratriðum hreyfingarinnar
og er um leið til þess fallin að unglingar í
hreyfingunni tileinki sér sígild gildi sem
aldrei úreldast. Við þurfum ekkert að óttast
keppni við íþróttafélög um unglinga, ef
okkur tekst að bjóða upp á spennandi
verkefni af þessu tagi. Reyndar sýna at-
huganir að fjöldi þeirra ungmenna sem
eru í skátunum er s vipaður og j afn vel ívið
meiri en fjöldi þeirra unglinga sem starfa
í ungliðasamtökum stjórnmálasamtakaog
trúfélaga.
Mætti efna til skátamóts fyrir eldri skáta
uppi á fjöllum þar sem menn yrðu að
koma hjólandi? Mætti merkja sérstakar
leiðir á hálendinu og hafa einhverja staðl-
aða leið til tímamælingar og skátar gætu
dundað sér við að setja met á þeim leiðum,
hjólandi, hlaupandi, eða með Trabant eða
hjólastól á sínum vegum, til dæmis í sam-
starfi við íþróttafélög fatlaðra? Þetta
mundi vekja athygli og gæfi upplýsingar
sem tekið væri eftir. Mætti merkja sérstök
torleiði, líkt og klettaprílarar merkj a leiðir,
og meta árangur skáta eftir því hvernig
þeim tekst að eiga við leiðirnar? Mætti
kannski efla áhuga skáta á torfi og grjóti?.
Eða vist í hellum? Hvernig komust menn
fyrri alda yfir ár? Á staksteinum, vaði,
steinbrú eða kláfi? Mér þykir stundum
skátabrúin, þrjár samansúrraðar trönur
milli tveggja turna dálítið framandi á Is-
landi. Það blasir við að mennirnir sem
reistu brúna eiga vörubíl. Og af hverju á
maður sem á vörubfl ekki hamar og nagla?
Væri hægt að ná einhverju samstarfi við
þau samtök, félög og öfl sem nú vinna að
uppgræðslu? Skátar tækju að sér tiltekin
hálendisverkefni og kannski væri unnt að
kría út einhverja fjármuni. Háheiðasumar-
búðir með ræktunarstarfi og reiðhjóla-
sandspyrnu og holtoghólaralli gæti verið
freistandi. Ég held að íslensk náttúra og
íslensk menning séu afar skemmtileg
skilyrði fyrir skátahreyfingu að dafna í.
Lokaorð
Ég vil þakka fyrir þann heiður að fá að
spjalla hér um hugmyndir mínar og minni
á að verkefni skátahreyfingarinnar verða
aldrei fullleyst, hvorki á þingum,
ráðstefnum né í starfinu sjálfu. Það er eitt
af lögmálum lífsins held ég, ef ég má vera
dálítið hátíðlegur í lokin, að veröld
mannsins er síbreytileg og þarfnast sífellt
nýs skilnings og nýrra leiða. Ég þakka
ykkur fyrir.
Krnnino
Framkvæmdastj óri
Hraunbúa
Mennturr.
Fyrri störf:
Umsögn:
Nafn:
Aldur:
Fjölskylda:
Bifreið:
Skáti:
Skátaferill:
Baldvin Kristjánsson.
23 ára.
Ógiftur.
Cherokee árgerð 1979.
Víkverji frá 1978.
Flokksforingi, ds. sveitarforingi, sveitarforingi, aðst. félagsforingi,
dróttskáti og sveitarforingi í Ástralíu, forsetamerki, Gilwell á Úlf-
Ijótsvatni og í Ástralíu, er starfandi í hijálparsveit skáta Njarðvík og
félagi í skátaflokknum Fláðfuglum. Framkvæmdastjóri Hraunbúa
frá sept. 1994.
Rekstrartæknifræðingur á ferðamálasviði.
Húsamálun, sorptækni, ferðaþjónustustörf og „alt muligt".
Baldvin hefur getið sér orð fyrir að vera „skátinn ístuttbuxunum"
sem andstæða við pappírsskátann. Hann hefur margar hugmyndir
og reynir að koma þeim í framkvæmd. Hann heldur fast við sínar
skoðanir.
Skátablaðið
39