Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 27.04.1962, Blaðsíða 3
Nt VIKUTÍÐINjOI SVR sjái um f erð- ir á Heiðmörk Um helgar á srnnrin er al- Sengt að fólk skreppi upp á Heiðmörk, njóti friðsældar Öræfanna spölkom frá háv- aða höfuðborgarinnar, tíni ^61, og sólbaki sig í grösugri laut. Þangað hafa samt engar ^tlunarferðir verið undan- tarin sumur, svo það eru j?ví aðeins bíleigendur, sem leyft faafa sér þennan mun- að. Að vísu getur ungt og heilbrigt fólik gengið þangað frá Suðurlandsveginum, en ef fjölskyildan fer og ung böm eða lasburða fólk er öioð, verður þetta óviðráðan- ^6gt, nema taka leigubíl, sem ekki kostar smáskilding. Heimilisfaðir hefur sagt °kkur þá sögu, að í hitteð- fyrrasumar hafi hann farið j leigubíl upp á Heiðmörk hjá Jaðri og gengið síðan yf- ?r ttiÖrkina niður á þ'jóðveg- 11111 hjá HóLmsá. Kona hans, var ófrísk, og þrjú rmg börn voru með honum í ferða aginu. Þetta var löng og erf- ‘ð ganga fyrir bömin og kon Ulla, enda víða farið vegleys- Ur llrn hraun og kiungur. Parið var að hvessa og bina, þegar þau komu á að- al-Veginn og biðú þau nokkra sfnnd við SVR-merki um Vlðkomustað. Þau urðu því fyrir miklum vonbrigðum, þegar strætisvagninn kom úr bænum og bílstjórinn ók á- fram, en kaldur rykmökkur- inn þyrlaðist yfir vegmóða ferðalangana. Fjölskyldan arkaði nú nið- ur að Geithálsi og beið þar eftir vagninum, þar til hann eftir a. m. k. hálftíma kom ofon frá Lögbergi. Um leið og fjölekyldan fór svo inn í bílinn, spurði heimilisfaðir- inn vagnstjórann, ihvers vegna hann hefði ekki stanz- að á viðkomustaðnum þegar þau gáfu honum merki. Bíl- stjórinn kvað það þá vera ófrávíkjanlega reglu, að taka aldrei farþega upp í vagnmn á uppeftirleiðinni !• Svona sögur ættu ekki að þurfa að endurtáka sig. Bærinn rekur strætisvagn- ana og við horgarbúar eigum Heiðmörk. Við vitum ekki annað en að Heiðmörk eigi að vera skemmtigarður okk- ar. Hvers vegna sjá þá ekki borgaryfirvöldin um, að fleiri komist í þennan skemmtigarð aðrir en bíleig- endur? Það ætti að vera iágmarks krafa, að Strætisvagnamir færu nokkrar ferðir inn á Heiðmörk um helgar á sumr- in. auglVsing 1 RA PÖST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNINNI Oot- 0g símamálastjómin hefur ákveðið að gefa út tvö rnnerki, annað til þess að minna á skátahreyfinguna °S hitt til þess að minna á íþróttahreyfinguna á Islandi því hér með auglýst eftir tillögum að slíkum merkj- y1 og þurfa tillögurnar að berast póst- og símamála- ® Jórninni fyrir 15. ágúst 1962. Tillögurnar merkist u nefni, en nafn höfundar fylgi með í Iokuðu umslagi. verða verðlaun, kr. 4.000,00 fyrir þá tillögu að 1 nierki um sig, sem dómnefnd telur bezta og eru afnframt greiðsla fyrir notkunarréttinn. ^ngm sérstök skilyrði eru sett um gerð merkjanna ut- íh ^au Þurha að vera táknræn fyrir skáta- og rotta,hreyfinguna á íslandi. Reykjavlk, 18. apríl 1962. d£uÆxi’iSu/i íhisamaÓu/l: PISTILL DAGSINS B ZEÐI VEIKIR OG STERKIR Eins og við var að búast var bæjar- stjómarlista Sjálfstæðismanna beðið með mestri eftirvæntmgu. Hann var því eðli- lega umdeildasti listinn. Meðan í hinum flokkunum var aðeins deilt um einn eða tvo og í hæsta lagi þrjá deildu Sjálfstæðis menn og seinna andstæðingar þeirra um átta til þrettán menn. Varafulltrúar Sjálf stæðismanna skipta jú miklu máli. Og hvað hugðu velviljaðir menn um listann? Hann er óneitanlega sterkur sem fram- boðslisti en ég er elíki jafnviss um að fulltrúar verði jafn öflugir málsvarar. Listinn er sterkur vegna þess að í efstu sætum hans eru vinsælt fólk, sem nýtur trausts í mörgum félögum, en hann er ve'kur vegna þess að of fáir eru bæjar- máiefnum nákunnugir og eru auk þess ekki mikið haráttufólk. Annars væri það tæplega vinsælt. Svo nauðsynlegt sem borgarstjóranum er að liafa örugga stuðn ingsmenn er það furðulegt hve einhliða liefur valizt á listann. Það sjónarmið hef- ur verið látið ráða mestu, að frambjóð- endur í efstu sætum væru fólk sem drægi atkvæði að listanum. En þegar þetta fólk kemur svo inn í bæjarstjórnina, þá er það lítils megmigt. Geir Hallgrímsson verður að standa einn í stappinu á bæjarstjórn- arfundimi. Þegar tímar líða koma menn eins og Birgir fsleifur Gunnarsson til með að láta að sér kveða. En það tekur tíma fyrir hann að setja sig inn í málin og temja sér það öryggi, sem nauðsynlegt er til að hafa álirif með málflutningi sín- um. Auk þess eru of rnargir fulltrúanna komnir úr sérhagsmunahópnum og þeirra hlutverk verður að mæla fyrir sínar stétt- ir. Of fáir eru þeir, sem geta hafið sig upp yf ir ^sérhópana. Þessi skipan listans er þeir mun furðu- legri, þegar það er liaft í huga, að Sjálf- stæðismenn hafa sjaldan verið öruggari með meirihluta sinn, en einmitt í næstu bæjarstjómarkosningum. Þeim mim minni ástæða er til að skipa efstu sæti listans fólki, sem annars er aðeins ætlað til að laða atkvæðin að. Þau koma að mestu af sjálfu sér til listans í þessum kosningum, svo fremi sem flokkurinn vinnur vel. Eðli- legra hefði verið að velja fólkið meira með tilliti til þess að hægt væri að hyggja upp tvo eða þrjá til aukinnar þátttöku í störfum bæjarstjómarinnar á þar næsta kjörtímabili. HVER RÉÐI VALINU? Eins og allir vita fór fram prófkjör meðal Sjálfstæðismanna um það hverjir skyldu skipa sæti listans. Það hefur áð- ur verið bent á það í þessum dálkum að ekki væri hægt að taka einhliða tillit til úrslitanna í þessu prófkjöri. En hins veg- ar má ekki gera svo lítið úr því sem raun bar vitni. Það er nú opinbert Ieyndarmál að kjörnefndm og þá einkum sá hluti hennar, sem vissi hvað liann vildi. Birgir Kjaran og Co., ætlaði sér að ráða öllu um niðurröðun efstu sætanna. Eitthvað mun Eyjólfur Konráð, ritstjóri Morgun- blaðsins Iiafa verið tainn ráðmikill um listana, sem harður stuðningsmaður Kjar- ans, en hann er nú ekki annað en hand- bendi. En livað sem því líður þá lagði Kjar- an mikla áherzlu á að ráða miklu. En hann reiknaði ekki með því að ýmsir hóp- ar innan Sjálfstæðisflokksins ætluðu sér mikið og lögðu sig alla fram. Það varð því að gera breytingar á listanum allt fram á daginn, sem fulítrúaráðið fékk að blessa listann, en Bergir var reiður. Nolíkr ir vinir Birgis, sem ætlað var ofarlegt sæti, urðu að láta sér neðri sætin nægja, eða falla út. PRÓFKJÖRIÐ AÐ LITLU HAFT Sigurður Magnússon komst t. d. tiltölu- lega ofarlega, þrátt fyrir mótspymu Birg- is. Þrátt fyrir þetta er þó röðunin nokk- ur sigur Birgis Kjaran, því að í fjórimi af níu efstu sæstum listans eru, auk Geirs, Auðar, Gróu og Gísla, fólk, sem var mjög neðariega í prófkjörinu, og láígra, en Björgvin Frederiksen, Einar Thorodd- sen, Þorvaldur Garðar og Gunnar Helga- son. En þar með var prófkjörið líka haft að engu, að kalla má. Um Þorvald Garðar mun hafa gegnt alveg sérstöku máli. Hann liefur verið harðlega gagnrýndur víðsvegar, en ég held að þeir sem til þekkja liafi talið það hart gengið að Þorvaldi, að hann skyldi ekki komast í framboð. Það verður sagt við alla að hann og Gunnar Helgason hafi dregið sig til baka sjálfir, en allir vita, sem vilja vita að þeir gerðu það nauðug- ir. \ Hvers vegna vom þeir annars að gefa kost á sér í framboðið? Listinn er áfall fyrir Þorvald. Hann er einnig áfall fyrir þá sem völdu hann til framkvæmdastjórn ar Sjálfstæðisflokksins. Að það skuli liafa verið sömu mennirnir, sem völdu og komu Þorvaldi í flokksembættið og síðan spörk- uðu lionum út lir bæjarstjóminni gefur örlítið sýnishorn af þeim ópersónulegu að ekki sé sagt heilindalitlu vinnubrögðmn, sem tíðkast hjá ýmsum ráðandi mönnum í sterkasta lýðræðisflokki landsins. Þeim mim harkalegra er sparkið að eklii eru nema 14—16 mánuðir, síðan Þorvaldur var gerður framkvæmdastjóri. Það> er svó annað mál hvort hann er góður bæjarstjórnarfulltrúi. En ef liann er elíki nógu góður þar þá var hami aldrei nógu góður sem framkvæmdastjóri. Hvers vegna var liann þá valinn í æðsta fram- kvæmdaembætti foliksins? Átti hann að- eins að vera handbendi? Kannske. Þau eru orðin hættulega mörg hand- bendin í Sjálfstæðisflokknum.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.