Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.05.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 11.05.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 undir fjögur augu misskilið hlutverk Oskalagaþættir Ríkisútvarpsins eru eitt furðulegasta fyrirbæri, sem gerist með þeirri stofnun, og kennir þar þó margra grasa. Að undanskildum einum eða tveim þáttastjórnend- um unga fólksins á þr.d.kv., virðist þáttastjórn endurnir sem heild hafa megnustu andúð á dægurlögum, og telja það talsvert fyrir neðan sína virðingu að setja plötur með „þessum hávaða“ á fóniim. Hafa þeir (þær) jafnan reynt að troða að væminni „ballet“músík og útslitn- um sönglögmn og sneiða sem allra mest fram hjá dægurlögimmn, og ekkert gert til þess að hynna sér (og þá hlustendmn um leið) hvað efst er á baugi í þeim efnum hverju sinni. Jafn margar ósldr og berast þáttum þess- 'uu í hverri viku ætti stjómendum að vera auðvelt að gera þætti sína létta og skemmtilega. Athugasemdir eins og „mér finnst nú ekkert gaman að þessu“ eða „mér finnst nú hin út- setningin betri“ eru algjört einkamál þeirra sjálfra og eiga alls ekkert erindi í þættina. Eða hvað var rússneska platan með ,Nótt í Moskvu' húin að liggja lengi óhreyfð hjá útvarpinu, þeg ar dixieland-útsetningm af laginu varð vinsæl um hinn vestræna heim, og útvarpinu áskotnað !st loks frá áhugasömum hlustanda? Þannig eru mörg dæmi, þó að aðeins eins sé getið, enda stóð ekki á því, að reynt væri með öllu mögulegu móti að troða þeirri rússnesku að, í blóra við óskir hlustenda. Þáttastjómendur útvarpsins verða að gera sér hlutverk sitt ljóst: Þeir eiga að skemmta hlustendum, ekld ala upp hjá þeim tónlistar- smekk. Til þess eru nógu margir starfsmeun útvarpsins, — alltof margir. VARÐARHUSEÐ RIFH) Nú er Varðarhúsið horfið. Það tók ekki lang- an tíma að rífa það. Þar hafa margir Reykvík- ingar komið, og imargar aninningar eru tengdar við það hús. Þar var lengi vel kosningaskrifstofa þess stjómmálaflokks, sem stjómað hefur Reykja- vík og verið f jölmennastur 'á iandinu öllu. Þar voru oft fundahöld og eldheitar ræður fluttar, bæði í ræðustól og af svölum úti. Þar héldu Menntasikólapiltar fund, þegar þeir istrækuðu á Páhna Hannesson rektor. Á þann fund komu Iháskólastúdentar fylktu liði, með Gunnar Thoroddsen glæstan, djarfan og vígreifan í fararbroddi, og vottuðu iskólapilt- stundum laumazt til að taka óþarflega hlý- lega utan um fagurt og mjótt mitti, sem nú er orðið miklu gildara en þá, eða sopið var á pela af einskærri nýjungaþrá, bak við læstar salernisdyr. Já, það á margur sínar minningar bundnar við þettá gamla timburihús, sem nú hefur ver- ið rifið til grunna. Það var orðið til trafala. Bílamergðin er orðin svo mikil. Gömlu göturn- ar voru ekki miðaðar við slíka bílaumferð, sem nú er 1 Reykjavík. Svona fór Veltan gamía og svona fór Hótel Hekla, og isvona fara gömlu húsin eitt af öðru. Þetta er eðlilegt. Hitt skilst manni síður, Ihversu erfiðlega gengur að byggja ný hús í miðbænum. Ef þar á aðeins að rífa niður en ekki að byggja upp, fer að verða vafasamt að það borgi sig að eiga lóðir eða verzlanir í þessu gamla hjarta borgarinnar. BLÖM OG BÖRN Hér i borgiimi er mikið um fagra skrúðgarða við liús, með blómabeðum og allskonar skrúði. Fegrunarfélagið stuðlar að slíkum blóma- og trjágörðimi með því að verðlauna þá fegurstu enda má segja að þeir fegri borgina. En það má ekki gleyma börnunum alveg. Þau mega helzt ekki stíga fæti í þessn fögru garða, þegar sumarsólin sldn og blómin anga. Þá verða þau að vera á götunni eða kannske fara langar leiðir á leikvelli eða í almennings- garða. Bílstjórar kvarta mjög undan því, að börn hlaupi skjTidiIega fyrir bíla, og að heppni sé, að ekki skuli verða fleiri slys þess vegna. Þetta horfir til vandræða, segja þeir. Okkur er því spurn. Má ekki skipuleggja skrúðgarðana þannig að hluti af þeim sé ætlað- ur fyrir leikvelli, þar sem eru róla, salt, sand- gryfja o. fl.? Okkur finnst bömin eiga alveg eins mikinn rétt á sér og blómin. Fögur blóm í velhirtum garði eru indæl sjón, en hvað jafn- ast á við hraustleg, útitekin böm að leik á fallegum leikvelli? FULLIR MENN OG FALSKIR TÓNAR Oft hefur verið deilt um Sinfóníuhljómisveit- ina okkar og erfiðlega hefur gengið að 'halda í henni lífinu. Samt sem áður er hún núna starfrækt af mikl-um krafti og dugnaði á veg- um Ríkisútvarpsins og heldur hvað eftir ann- að hljómleika fyrir troðfullu húsi við afbragðs igóðar undirtektir, auk þess sem hún leikur oft í viku í Þjóðleikhúsinu við sýningar á My Fair Lady. Eg hlustaði á leiik hennar við frumsýningu á áðurgreindri óperettu og varð fyrír miklum vonbrigðum. Allskonar hljóð komu frá henni, sem ekki áttu að vera, og rammfálskir tónair sumra blásturshljóðfæranna komu við og við eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Eg lét mér þó iþetta í léttu rúmi liggja sökum þess að æfingatími hafði verið naumur, en mér brá í brún þegar ég fór aftur á My Pair Lady á laugardaginn var. Nú var frammistaðan hálfu verri en á frum- sýningunni og það sem verra var; nokkrir hljóðfæraleikaranna voru hálf-fullir við að koma „hljómlistinni" frá sér. Mér og mörgum öðrum gestum sárnaði að slíkt kæruleysi ætti sér stað og litum óhýrum augum til þeirra, er þeir „bættu á sig“ á bamum i hlénu. Þjóðleikhússtjóri mætti gjarnan kynna sér framkomu þessara manna við störf sín í Þjóð- leihhúsinu. G r í m u r. um samúð sína og Ihétu þeim fullum istuðningi. Þar voru líka oft skóladansæfingar, og þar BILL ARSINS CONSUL »315« FORD-umboðið Sveinn Egilsson hf. LAUGAVEGI 105, REYKJAVlK SÍMI: 22469

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.