Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 11.05.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 11.05.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTÍÐINDI NY VIKUTIÐINDI koma iit fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Framkvæmdastjóri: Geir Guimarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtaist. kl. 10—12. Augl.stjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — ÁSkriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Þreklausir unglingar Þá er nú kominn í Ijós árangur íþróttanna og leik- fimikennslunnar hér á landi, að dómi eins harðsvírað- asta íþróttakennara landsins, Benedikts Jakobssonar. Um tvítugt höfum við ekki þrek á við sextugan Svía, fullyrðir hann. Þrekmælingar hans í skólum Reykjavíkur á ung- lingnm benda annars, í alvöru að tala, á furðulegt þrekleysi þeirra, miðað við jafnaldra í nágrannalönd- um okkar. Kannske höfum við það of gott. Ef til vill leggjum við of mikla áherzlu á bóklærdæminn, bíla og stofuhita, en of Iitla áherzlu á útivinnu bama og unglinga. Var einhver að tala rnn einhverskonar vinnuskyldu til sjós eða sveita fyrir unglinga? Væri hún ekki alveg eins skynsamleg og hin langa skólaskylda, þrátt fyrir allar leikfimisæfingamar í skólunum? Föðurlandssvikarar Nú er svo komið, að það borgar sig betur að selja Norðmönnum Faxaflóasíldina óirnna, heldur en að flytja hana til vinnslu til Siglufjarðar. — Útgerð borg- ar sig ekki, landbúnaður borgar sig ekki. Það borgar sig ekki einu sinni að hirða hvali, sem rekur hér á land. Endar þetta ekki svipað og í Nýfundnalandi? Að því stefna áreiðanlega kommúnistar og einnig „nyt- sömu sakleysingjamir“, sem enginn má fyrirgefa, þótt þeir viti sjálfsagt ekki hvað þeir em að gera ef þeir fylgja að málum verstu föðurlandssvikuram og kvísl- ingum, sem Island hefur álið. Við fáum loks götur Loksins kom áætlun fram um að leggja götur, sem því nafni má nefna. Er talið að fullnaðarfrágangur þeirra allra muni kosta um 680 millj. kr., og á verk- inu að Ijúka á næstu tíu árum. Minna mátti ekki gagn gera. Vonandi tekst þessi áætlun betur en með Miklu- brautina! Auðvitað eiga bíleigendur að borga mest af þess- um kostnaði, t. d. með nýjum benzínskatti, því það er mikið hagsmunamál fyrir þá að vegirnir séu góð- ir, bæði í borgum og sveitum. Ending bilanna er mjög mikið undir því komin. Raunar er það þjóðhagslegt mál einnig, að þessi dýru tæki hristist ekki sundur á vondum vegum löngu fyrr en eðlilegt er. — g A A TOIMABIO fekið til starfa Viðtal við bíóst|órann Um páskana tók til starfa hið nýja kvikmyndahús Tón- listarfélagsins, sem hlotið hefur nafnið TÓNABÍÓ. Fé- lagið rak áður Trípólíbíó, og er ólíltu saman að jafna um húsakostinn, þar sem flutt var úr óhrjálegum bragga í slíkt glæsihús, sem þarna er. Það hefur vakið eftirtekt manna, hve húsið er mynd- arlega úr garði gert, for- stofugólf og salargólf teppalögð og veggir skreytt- ir, allt til þæginda- og ynd- isauka. — Það hefiiir ölktm líkað vel við húsið, sagði Guðmund ur Jónasson, framkvæmda- stjóri Tónahíós, þegar blað- ið (hitti ihann að máli fyrir nokkrum dögum. Okkur he-f- ur tekizt -að byggja húsið upp á ódýran en -mjög smekk legan hátt. Eg held, -að það -sé nokkuð hittin lýsing, sem ég Iheyrði af vörujn stráks, sem sagði við fél-aga sinn: „Miildll djö ... voðalegur stæll er hér á öllu. — Og er byggingin full- gerð ? —■ Já, að undanteknu stiiga húsi fyrir efri Ihæðina, ©n þar verður Tónlistarskólinn til húsa. Það verður byggt á næstunni. — Og aðstaða til sýninga? — Hún er mjög góð. Við fconaum með gömlu vélarnar, vandlega uppgerðar, með okk ur, og án verulegra breyt- inga getum við komið fyrir seguitóni eða Todd-AO, og það er gert ráð fyrir allt að 6-rása ihljómkerfi, en það er það fulkomnasta, sem völ er á í dag. Nú, um hljómburð- inn í salnum geturð-u sjálf- ur dæmt. Og hann er auðvitað prýði legur, og þarf ek-ki fleiri orð -um. VÆNTANLEGAR KVIKMYNDIR — Þið hafið alltaf verið -með úrvalsmyndir, Guðmund -ur. Hvað vi'ltu segja okkur um væntanlegar myndir, sem þið eruð búnir að tryggja ykkur ? — Þar eru um auðugan garð að gresja, og margar myndir á döfinni. Næsta myndin okkar verður vænt- anlega hörkuspennandi mynd um eltingaleikinn • við Eioh- mann, seinustu valdadaga hans og réttarhöldin yfir honum, og er sögulega þræð- inum fylgt að rnestu. Svo höfum við fengið Dagsláttu drottins, og er ég að hugsa um að láta setja íslenzkan texta í hana. Af öðrum bandarískum myndum má nefna hina umtöluðu ama- tör-mynd Aðgangur bannað- ur, sem ihvarvetna Ihefur vak ið atihygli. Svo er það The Sweet Smell of Success með Tony Curtis og Burt Lan- oaster, fjallar um slúður- dáLkaritstjóra. Sirkusmynd með frægustu sirkusstjöm- um Bandaríkjanna og Kath- ryn Grant, Vincent Price og Peter Lorre í aðalhlutverk- unum. Skæruliðar næturnn- ar fjallar um frelsisbaráttu Ira á stríðsárunum. Robert Mitohum fer með aðalhlut- verkið. Svo kemur myndin eftir ihinni vinsælu , fram- haldssögu Með lausa sltrúfUi og Frank Sinatra í aðalhlut- verkinu. Loks má nefna Too Hot to Handle, með Jayno Mansfield, sem þótti ærið fa klædd, isvo að ég Ihef heyrt, að það hafi þurft að teiikna pallíetturnar inn á fiton-una til 'þess hún slyppi í gegnum eftirlitið. — Og hvað er væntanlegt af frönskum myndum? — Þar ei-gum við von a tveim myndum með Brigitte Bardot, sem mikla athygl1 h-afa vakið. Önnur þei-rra heitir Viltu dansa við mig? en franska heitið á hinni er La Femme et la Pantin. JaC' ques Charrier leifcur aðal'hlut verkið í mynd, sem heitir Óþekkt nótt. Og nöfnin á þrem öðrum, sem við erum að fá, eru Skjóttu píanist- ann!, Ástaleikur og Sumar- hiti. Og um efni tveggja síð- arnefndu geturðu farið nohfc uð nærri. — Nökkrar fleiri Evrópu- myndir ? — Já, það má nefna tv®r fransk-ítalskar stórmyndir, Hróa Hött Italíu, sem gerist á uppgangstímum Borgia- ættarinnar, Belinda Lee f®r þar með eitt aðalhlutverkið, og Söngur dráttarmannanna, sem gerist auðvitað á keis- aratímunum í Rússlandi. Að- alhlutverkin eru í höndum bandarísku leikaranna John Derek og Dawn Addams. — En Norðurlandamynd' ir? (Framh. á bls. 5) Tónabíó hefur fengið til sýn- inga þýzka stórmynd, Ungar ástir, er f jallar um vandamál unglinga á vor um tímum. Að alhlutverkin leika Heidi Bruhl og Pet- er Kraus. á skemmbisbööununn

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.