Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 17.08.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 17.08.1962, Blaðsíða 2
2 NY VIKUTIÐINDI j NÝ VIKUTÍÐINDI j koma út fyiir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. \ Framkvæmdastjóri: Geir Guimarsson, sími 19150. ( Ritstjóri Baidur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12, ^ Auglýsingastjóri: Emiiia V. Húnfjörð, Sími 17333 — ( Ritstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Verðbólguna verður að stöðva Það eru nú um það bil tuttugu ár frá því verðbólg- an fór að gera vart við sig hér á landi. Þessi ófreskja hefur dafnað vel í tvo áratugi og er nú orðin hættu- legri þjóðinni og efnahagslífi hennar en allt annað. Verðbólguna verður að stöðva, hvað sem það kost- ar. Við heitum ríkisstjórninni stuðningi okkar í þeim efnum, ef hún sýnir það og sannar, að henni sé full alvara. Við bjóðum henni samstarf á þvi sviði, ef hún vill þiggja það. Við erum reiðubúnir að flytja áróðursgreinar fyrir heilbrigðri stefnu í fjármála- og atvinnumálum. Við erum reiðubúnir til að færa einhverjar fómir, ef við getum, samvizku okkar vegna, sýnt fram á, að það leiði til farsældar, þegar til lengdar lætur. Það er mikið í húfi, að fjármálum ríkisins verði komið á öruggan grundvöll. Að því er sjálfsagt að vinna með lýðræðisflokkum þeim, sem nú sitja að völdum. Það er skylda hvers ábyrgs þjóðfélagsþegns að stuðla að samhug í þessum máliun. Það verða að vísu ekki allir á eitt sáttir með leiðirnar, hverjar séu væn- Iegastar til árangurs, en því aðeins verður bezta leið- in farin, að fólki sé bent á hana og það sannfært um, að hún sé sú eina rétta. Blöðin eru sjálfsagður vettvrangur til slíkra ábend- inga. Ríkisstjórnin ræður því, hvort hún vill hafa okk- ur með í ráðum. — g. Alvörumál tekið föstum tökum Frásagnir Nýrra Vikutíðinda af athæfi Iögreglu- manna vekja jafnan athygli öðru lestrarefni fremur. Er þó engan veginn svo, að blaðið hafi á nokkurn hátt stuðlað að því að vekja andúð almennings á lög- reglunni í heild og störfum hennar. Slíkt er fjarri tilgangi blaðsins. Svívirða eins og sú, sem sagt hefur verið frá, er einstaklingsbundin. Blaðið kappkostar að halda á rétti hins almenna borgara gegn hverskyns svívirðu, sem hann er beitt- ur, hver sem í hlut á. Við þegjum ekki yfir því, sem við teljum örugga vissu fyrir að framið hafi verið. Og kvalsýki í hópi þeirra manna, sem settir eru til að vernda hinn almenna borgara, er meinsemd, sem uppræta verður með öllu. Þetta er alvörumál, sem taka verður föstum tökum. V En því aðeins verður komið upp um fólin, að hinn almenni borgari liggi ekld á reynslu sinni, hugsandi sem svo, að það verði ekkert gert í málinu. Sjálfra þeirra vegna og annara, sem í líkri klipu gætu lent, ber þeim skylda til að ljóstra upp vitneskju sinni, svo að málið verði rannsakað. Hið sanna kemur upp, þótt um síðir verði. Og blöð eins og þetta eru, hinum al- menna borgara ómetanlegur bakhjarl í baráttmmi fyr- ir rétti sínum. — b. Alþýðiihúsió á Akureyri Um Verzlunarmannalaelgina heimsóttum við Alþýðuhúsið á Akureyri, og skemmtum okkur ágætlega með kátu og fjörugu fólki. Við hittum að máli Stein grím Eggertsson, forstöðumann hússins, og inntum hann eftir skemmtanalífinu á Akureyri. Sagðist Steingrími svo frá, að yfir vetrarmánuðina væri skemmtanalífið heldur rólegt. Dansleikir væru sjaldnast haldn ir, nema um helgar og í sam- bandi við árshátíðir og félaga- mót. Um suinartímann gegndi hins vegar öðru máli. Þá væri dansleikur í Alþýðuhúsinu á hverju kvöldi, og væri þar jafn an hinn mesti mannfagnaður. Utanbæjarmenn settu að sjálf- sögðu svip sinn á staðinn, en vandræðalaust. I þau tíu ár, sein Alþýðuhús- ið hefur starfað, en það lióf starfsemi sína þann 1. apríl 1952, hefur það smám saman verið að vinna á sem einn vin- sælasti skemmtistaðurinn úti á landsbyggðinni. Þótt húsakynni séu þar í þrengsta lagi, virðist það ekki skipta svo miklu máli, þegar fyrirgreiðslan er fyrir ö'llu, og ölvunar gætt af p:úð- um dyravörðuin en ákveðnum. Og svo má ekki gleymá hljóm sveit og söngvara. Alþýðuhúsið hef'ur jafnan kappkostað að geta boðið upp á hina skemmtilegustu tónlist. Þar var um eitt skeið Finiiur Eydal ásamt Helenu konu sinni og Óðni Valdimarssyni. Nú erj þar hljómsveit Ingimars Eydal, og Oðinn syngur. Okkur fannst hann betri en nokkru sinni fyrr. TONIGHT mætti gjarnan fara að heyrast á plötu með honum, svo ágætlega sem hann túlkaði það. Hljómsveit Ingimars Eydal, sem er afburða píanóleikari, er að öðru leyti skipuð bassa- klarinett- og harmónikuleikar- anum Kristjáni Páli Kristjáns- syni, gítarleikaranum Grétari Ingvarssyni og trommuleikaran- um Hjalta Hjaltasyni. Hljóm- sveitin er skemmtilega samstillh og á harla auðvelt með að vekJa fjör dansenda, svo jafnvíg sem liún virðist á hverskyns dans- lög. Haukur á nýrri plötu Um Verzlunarmannahelgina gafst okkur kostur á að heyra nýju plötuna hans Hauks í þ***1 sem hann flutti ásamt hljóm- sveit sinni í útvarpið. Er þetta longplaying-plata með all-mörg- um lögum (líklega 16 alls) eft- ir innlenda og erlenda höfunda. Hauki til aðstoðar við lagaflutn- inginn eru nokkrar sópranradd- ir, og virðist upptökumönnun- um heldur en ekki hafa orðið á í messunni, hvað þær snertir, en þær yfirgnæfa söngvarann a óheppilegustu stöðum, og vlða til lýti fremur en ánægjuauka. Langbezta lagið af plötunni, sem við fengum að heyra i varpinu út- Tríó Baldurs í Klubbnum Baldur Kristjánsson hefur um árabil verið í fremstu röð píanó leikara, jafnvígur á hverskyns tónlist, og Jeikið ineð ýmsum beztu hljómsveitum, og stjórn- að eigin hljómsveit. Um nokk- urt skeið hefur verið hljótt um nafn hans á skemmtanasviðinu, nema hvað hann hefur leikið dinner-músík í Nausti, en á því sviði er liann flestum fremri. Nú fyrir skemmstu koin Bald ur fram ineð tríó i Italska saln- um í Klúbbnum, og hefur skemint þar síðan við mikinn fögnuð Klúbbgesta, enda mús- íkin ineð miklum ágætum. Auk Baldurs eru í tríóinu tveir ungir og efnilegir hljóð- færaleikarar, trompetleikarinn Eyjólfur Melsteð og bassaleik- arinn Ómar Axelsson. smalastúlkaN hans Skúla Halldórssonar. hugljúfa lag flutti Haukur af hreinni snilld. Að öðru leyti skulum við bíða með gagnrýnina þangað til an kemur á markaðinn, og fóum að heyra hana betur. ☆ Afsakið! Annríki Verzlunarmannahelg arinnar liefur farið heldur dla með seinasta þáttinn hjá okkur- Það var ekki nóg með að vl® skyldum gleyma trommuleikar anum á Borginni, Pétri östlund, heldur hljóp prentvillupúkinn 1 línurnar í greininni og brengl aði þeim öllum. Sem sé, seX efstu línurnar í miðdálknum áttu að koma í lok greinarinn ar Hvar spila þeir i velur? Við biðjumst innilega afsök unar, og vonum að þið fáiö ein livern botn í þetta. ó skemmbisbööurvLjrn

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.