Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Qupperneq 3

Ný vikutíðindi - 16.11.1962, Qupperneq 3
NÝ VIKUTÍÐINDI 3 Aðsenf bref: Einhver bezti og vinsælasti dyravörður, sem nú starfar við skemmtistaði Reykjavíkur, hefur skrif- að okkur langt hréf, og birtmn við hér lielztu kafla hess. Frá mínum bæjardyrum séð, er ekki vandalaust starf að vera góður dyravörður, og það er lífsnauðsyn fyrir hvern skemmtistað að vanda sem bezt til þeirra. Þetta ættu ráðamenn veitingahús- anna að athuga, ef þeir vilja gera vel við gesti sína. Dyravörðurinn tekur á móti gestunum, býður þá vel- komna og aðstoðar þá eftir föngum. Það er ekki sama, hvernig fyrsta kynningin er, um það eru allir sammála. Svo þegar haldið er á brott eftir ánægjulega kvöldstund, kveður dyravörðurinn með þakklæti og veitir sína að- stoð eftir því sem hann get- ur. Dyravörðurinn veitir sem sagt gestinum fyrstu og síð- ustu kynni hans of samkomu húsinu. En nú er þetta því miður ekki 'eins einfalt í öllum til- fellum. Mörg eru auknefn- in, sem dyraverðinum eru gef in, og þá reynir á kurteisi og stillingu, sem ég álít hverjum góðmn dyraverði höfuðnauðsyn. Eg vil leyfa mér að til- færa fáein dæmi af mörg htmdruð tilfellum, sem nefna mætti, er varpa Ijósi á vanda mál þau, sem dyraverðir skemmtistaðanna þurfa að leysa, og bera vott um hvað flestir gestir eru tilfinninga- næmir (þótt þeir séu lítt eða ekki undir áhrifum áfengis). JÓLAGJÖFIN Það var um miðjan des- ember 1961, að ég var við dyravörzlu á skemmtistað hér í bæ. Góður og gegn borgari var þar að skemmta sér ásamt 391 öðrum (lög- gilding í viðkomandi sam- komuhúsi er 392 gestir). Þega.r líða tók á kvöldið varð vinur minn ögn hávaða- samur og nærgöngull við aðra gesti. Gekk ég þá til hans og bað hann að gjöra svo vel að ganga með mér út. Hann var á öðru máli og kvaðst vera fær í flestan sjó. Eg sagðist ekki efa það, og verður úr að við göngum út. Sagðist ég harma það, hvem ið tekizt hafi til, bað hann innilega afsöktmar á þessu og aðstoðaði hann svo við að komast inn í leigubíl. En þar sem bílstjórinn krafðist ökugjalds fyrirfram, vandaðist málið, því maður- inn átti enga peninga. Eg sagði þá, að það skipti engu máli, ég skuli leggja fram keyrslugjaldið. Við tókumst svo í hendur að skilnaði og ég lét þau orð falla, að hann væri hjartanlega velkominn næsta kvöld. Lofaði hann að koma þá og greiða mér skuld ina, sem hann líka stóð við. En það er annað, sem ég vildi að kæmi fram í sam- bandi við þetta litla dæmi — og er það sennilega eins- dæmi. Eftir hálfan mánuð komu jólin, og þá færði þessi heiðursmaður mér fallega og þarflega jólagjöf, sem ég met mikils. SETTIR TVEIR KOSTIR Fyrir nokkru gegndi ég aft ur dyravörzlu á sama stað. Komu þá f jögur glæsileg ung menni að dyrunum og vildu fá inngöngu, en þar sem þeir voru við skál, var ég á öðru máli. Sagði þá einn þeirra: „Annað hvort kemur þú út fyrir og við skulum mylja þig mjölinu smærra eða við brjótum glerið í hurðinni!" Eg opnaði hurðina, gekk til þeirra og kvaðst taka fyrri kostinn, þar sem hinn síðari gæti valdið slysi Þá rann þeim óðara reiðin — báðu mig aðeins um að gjöra svo vel og panta fyrir sig bíl. „INDÆLL MAÐUR“ Klukkan níu á laugardags- kvöldi komu tvenn hjó" ** dyrunum. Eg opna, bh' gjöra svo vel að ganga :m og vera hjartanlega velkom- in „Mikið lifandi ósköp er þetta indæll maður og hundr- að prósent dyravörður,“ (Framh. á bls. 7) ó d£a£&xJiÓu/L CújUSGmaðu/l: . " ■ •- ; ■ ■ PISTILL DAGSINS RÁÐHERRANN BRÁST Það er kannske of mikið sagt að leg- ið hafi við örvæntingu í Iæknadeilunni. Auðvitað liafa sjúklingar og þeir, sem þurftu að fara í sjúkrahús, en fengu ekki rúm sökum læknaskortsins, verið orðnir uggandi. Ekki svo að skilja að þeir lælmar, sem stunduðu þessa sjúkl- inga hafi ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð. En þar sem yfirlæknamir urðu að lýsa því yfir í blaðaviðtölum, að ástandið stefndi í algjört óefni og heimilislæknar teldu þýðingarlaust að senda sjúklinga sína á Landsspítalann, var byrjað að fara um marga sjúkling- ana, ættingja þeirra og svo aftur okkur áliorfendur þessarar óheillaþróunar. En skyndilega skipuðust veður í lofti. Heilbrigðismálaráðlierra, Bjami Bene- diktsson, kallaði fulltrúa Læknafélags Reykjavíkur og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja á sinn fund og ræddi við þá um hugsanlega lausn Iæknadeilunnar. Upp úr því birtist svo tilboðið um að Iæknar tækju upp vinnu fyrir laun, sem síðar yrðu ákveðin í heildarsamningnum um opinbera starfsmenn. Læknar féllust á tilboðið, eftir að BS- RB hafði samj)ykkt að það myndi ekki hafa nein eftirköst í för með sér. þ, e. a^ s. kröfur annarra starfshópa sam- takanna. Ráðherrann vék málinu til Félags- dóms, þegar aðeins örfáir dagar vom eftir af uppsagnartíma þeirra. Hann hefði getað verið búinn að kanna það, hve óskaplega mikið bar á milli í deil- unni mun fyrr, ef hann liefði komið rétt fram í málinu. Svo segir ráðherrann, að ekkert hafi verið liægt að gera „innan ramma laga og reglna“, og því liafi orð- ið að vísa málinu til Félagsdóms. En hvað gerist svo allt í einu? Það er fengin lausn á málinu, og Fé- Iagsdómur er samt ekki búinn að kveða upp sinn úrskurð í málinu. Þetta ber með sér, svo ekki verður um villzt, að heilbrigðismálaráðherrann vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þegar læknarnir hættu störfum og fyrst eftir það. Hvern- ig liann hefur svo dottið ofan á lausn- ina, getur enginn sagt um nema hann sjálfur. Hvað sem því líður er sjálfsagt að fagna þessari lausn læknadeilunnar, en jafnframt verður að óska þess að slík vandræðahistoría endurta1--' ekki. SfLDVEIÐIDEILAN IÞað kom mörgum á óvart að Haraldur Böðvarsson skyldi semja við sjómennina í síldvelðldeilunni, ekki sízt vegna þess að með því var rofið skarð í virkismúra útvegsmanna. Enda urðu margir aðrir útgerðarmenn Haraldi æfareiðir, en aðr- ir töldu samkomulagið ekki ósanngjarnt. Samtök síldveiðisjómanna voru heldur ekki ánægð með stéttarbræður sína á Akranesi, a m. k. fyrst eftir að búið var að semja, og töldu samkomulagið einnig veikja sína aðstöðu. Það kann að hafa verið óþarfa barlómur. Þegar þetta er skrifað var nýbúið að semja og afleið- ingar þess ekki komnar í ljós. Þó var út- Iit fyrir að fleiri útgerðarmenn á Akra- nesi myndu semja á sama hátt og Har- aldur Böðvarsson. ^ En hvernig stendur á því, að Harald- ur Böðvarsson samdi fyrstur en ekki ein hver annar? Það er ekki fullljóst. Margt bendir þó til þess að það hafi ekki skipt Harald svo mildu máli, hvort hann lét sjómenn hafa hálfu eða heilu prósenti meira eða minna. Haraldur hagnast nefnilega mest á því að vinna aflann í vinnslustöðvum sínum og var því nauðsynlegt að koma bátunum á sjó til að afla. Svo kann vel að vera að þetta sé eðlileg Iausn, þótt aðrir útvegsmenn hafi viljað berjast á- fram í von um að hlutur sjómanna yrði lægri. Það hefði verið hagkvæmt upp á næstu samninga, að geta samið út frá lægri prósentu. Það skiptir miklu máli fyrir þá útvegsmenn, sem ekki hafa vinnsluaðstöðu Haraldar. Burtséð frá þessu væri þjóðhagslega nauðsynlegt að samkomulag gæti náðst sem allra fyrst, svo bátarnir geti hafið veiðar. Gæftir höfðu lengi vel ekki verið góðar en höfðu batnað. Hver gæftadag- urinn er dýr. ’ / AFSKIPTI RÍKISSTJÓRNARINNAR Það er skiljanlegt, að ríkisstjórnin geti ekki beitt sér nema takmarkað í deilunni. Hún hefur a. m. k. hingað til ekki getað gripið til bráðabirgðalaga, þar sem almenningsálitið hefur Iiindrað það. Hvaða áhrif samkomulag Haraldar og sjómanna á Akranesi í þessum efn- um hefur, er ekki komið í ljós. Stjórn- arandstaðan hefur bent á styrkjaleiðina sem lausn. t annars óvenjulega þunnu Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag er það talin fjarstæða „að úr almannasjóði eigi að greiða það, sem þessum tekjuhæstu mönnum þjóðfélagsins ber á milli.“ Það er nú kannske ekki alveg fordæm- islaust, en hins vegar augljóst, að ekki ber að ganga lengra en orðið er í þeim efnum. Launþegar og atvinnurekendur verða að læra það, að koma sér saman um kaup og kjör en láta ekki alltaf þá skömm henda sig að hliðra sér hjá sam- konmlagi og kref jasi þess, að almenning- ur Ieysi málið með því að grípa til pyngju sinnar.

x

Ný vikutíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.