Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Side 3

Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Side 3
Ní VIKUTlÐINDI Bréf £rá lesendum: Omferðarmdl * 96afáxjiðuA jCausamaðuA: PISTHlL dagsins ■ 4^? Herra ritstjóri! Um leið og ég þakka skel- egga baráttu blaðs yðar fyr- ir ýmsum þeim þjóðþrifa- málum, sem nánari garnn er skylt að gefa, langar mig til að leggja nokkur orð í belg varðandi hin geigvænlegu umferðaslys, sem gerzt hafa undanfarið. Það er sífellt verið að óska eftir tillögum til úrbóta, en i öllum þeim skrifum, sem orðið hafa í þessu sambandi, finnst mér allt of lítill gaumur hafa ver ið gefinn að tveim atriðmn. sem ég er sannfærður um, að verði mjög til bóta, ef tekin yrðu upp. 1 fyrsta lagi eru það ljósin á bifreiðunum, en á því at- riði finnst mér hafa orðið svo stórir misbrestir í fram kvæmdinni, að furðulegt megi telja- Hversu oft hefur það ekki komið fram í sambandi við slys, að bifreiðastjórar hafi blindazt af ljósum annarra bifreiða. Nú, svo höfum við áreiðanlega sjálfir svo marg- oft reynt þetta, þótt ekki hafi orðið að slysi. Eg er ekki með þessu að draga i efa, að ljósastillingarvottorð viðkomandi bifreiða séu í full komnu lagi. En það er langt síðan það vottorð var gefið og stillingin getur alltaf auð veldlega raskazt, án þess jafnvel að bifreiðastjóranum sé um það kunnugt, því að ekki er það hann, sem fær Ijósin í augun. Hitt veit ég líka, að tíðar stillingar á ljós um eru erfiðar i framkvæmd svo og eftirlit með því, — en engu að siður áreiðanlega vel þess virði. Hér við bætist líka sú ár- átta margra bifreiðastjóra að gantast um götur borgar- innar með hærri ljósin æp- andi framan í umferðina! Eg vil þvi bera fram þá tillögu, að athugað verði, hvort stöðuljós (parkljós) bifreiða séu ekki fyllilega nægileg í umferðinni á upp- lýstum götum, nema í ein- hverjum sérstökum dimm- viðristilfellum, þegar skyggni er hvað verst. Hitt atriðið er í sambandi við strætisvagna, og þá að- allega varðandi stanzstöðv- arnar, eins og þeim er víðast hvar háttað. Víða eru götur það mjóar, að umferðin getur alls eklíi haldið áfram, nema nokkur, í sumum tilfellum veruleg, hætta skapist, þar sem stræt isvagnar stanza. Hversu mörg hryllileg umferðaslys hafa ekki einmitt orðið þeg- ar fólk. sérstaklega börn, hefur í óaðgæzlu hlaupið fram fyrir strætisvagnana fyrir bifreiðar, sem aka fram hjá. Er ekki ráð að mynda ALLSSTAÐAR sérstök út- skot fyrir strætisvagnana, þar sem þeir stanza, svo og skylda bifreiðastjóra, sem á eftir koma til að stanza um leið og strætisvagn gef- ur stefnuljós um, að hann ætli af stað? Þessi tvö atriði tel ég það mikilsverð, að vinda verði bráðan bug að því að fram- kvæma þau- Kostnaðurinn er vafalaust talsverður — en er ekki hvert mannslíf dýr- mætt, og kostnaðurinn í sam bandi við umferðaslysin þeg- ar orðinn það mikili, að vega myndi stórlega upp á móti? Með þökk fyrir birtinguna. Karl. Hljómplötur (Framh. af bls. 8) son syngur með hljómsveit Svavars er nú algjörlega upp seld . •. Heyrzt hefur, að Sigrún Ragnars og Alfreð Clausen séu um það bil að syngja inn nýja syrpuplötu. og á hún að heita FYRR VAR OFT 1 KOTI KÁTT, og er ekki að efa, að henni verði tekið með slíkum fögn- uði sem fyrri plötu þeirra, HVAÐ ER SVO GLATT. Á þessari nýju plötu mun hóp- ur verzlunarskólanemenda aðstoða, og auðvitað stjórn- ar þúsundþjalasmiðurinn Jan Moravek ... MAGNUS kjartansson OG SÁLSÝKISFRÆÐI HANS Þegar Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, er ekki staddur austur í Moskvu eða suður á Kúbu, ritar hann daglega í hom eitt lítið á annarri síðu kommúnistablaðsins. Nefnir hann horn- ið „Frá degi til dags“ og hefur valið sér höfundarnafnið „Austri“ Skýring- una á höfundarnafninu má kannske finna í þeirri staðreynd, að Magnúsi verður tíðum hugsað til vina sinna austur á Volgubökkum, og er hornið fyllt í þágu þeirra. Hornið er sem sé vettvangur persónulegra svívirðinga í garð pólitískra andstæðinga Magnúsar. Eg ætla að þeir, sem verða fyrir á- rásum Magnúsar, séu einfærir um að verja sig, en mig langar til að víkja að einu einkenni þessara þátta Magn- úsar, KVALALOSTI í síðustu viku ræddi Magnús í þessu l ruslaliorni sínu um Framsóknarmenn og líkti þeim við menn, sem hafa nautn af að láta berja sig með hrísi. Telur hann Framsólmarmenn rneðal þeirra manna, „sem eru svo undarlega gerð- ir, að gleðin hríslast um þá þegar hrís- ið bylur á baki þeirra,“ svo notuð séu óbreytt orð Magnúsar. M. ö. o. eru Framsóknarmenn haldnir þeirri alvar- legu sálsýki, sem kallast kvalalosti, og er það eitt af ógeðslegri fyrirbærum sálsýkisfræðinnar. Menn, sem haldnir eni kvalalosta. eru sadistar, sem hafa nautn af sárs- auka, hafa afvegaleiddar kynhvatir, eru hættulegir sjálfum sér og umhverfi sínu, stundum lialdnir hreinni morð- fýsn. Það eru því ekki venjulegir menn, sem Magnús Kjartansson finnur sig knúinn til að líkja Framsóknar- mönnum við. Þegar um þetta mál er hugsað, er líkingin engu minna ógeðsleg en kvala- lostinn sjálfur. En Magnús Kjartans- son, hefur ríka tilhneigingu til að flokka andstæðinga sína með sálfræði- legum skýringum. ÓEÐLILEGT SÁLAR- ÁSTAND Þannig eru sumir haldnir ofsóknar- brjálæði, aðrir haldnir sjúklegri van- máttarkennd, nokkrir eru gengnir í barndóm, og loks eru ófáir sefasjúk- ir eða bemskir. Er að dómi Magnús- ar Kjartanssonar skýringanna á skoð- unum andstæðinganna að leita I óeðli- legu sálarástandi mannanna. Þar til ég sá fyrrgreinda sorplík- ingu í „skúmaskoti“ Austra í síðast- liðinni viku, Ieit ég á sálgreiningar Magnúsar eins og hverja aðra viðleitni reiðs og vanmáttugs manns til að gera andstæðinga sína hlægilega. Aðferðin er lúaleg, en alveg eftir höfði trúaðs kommúnista, sem skilur ekki að menn geti verið á annarri skoð- un en hann sjálfur. Sannfæring trú- aðs konimúnista verður eðlislægri skyn- semi hans yfirsterkari. Það er þvi engu líkara en Magnús sé vitlausi maðurinn, sem gérir sér ekki grein fyrir sálará- standi sínu, og heldur að allir hinir séu vitlausir. Það er svo annað mál að það er stundum talið sjúklingnum fyrir beztu að honum sé ekki andmælt- Templarar — (Framh. af bls. 8) ið til varnar í áfengisbölinu ENN FREKARI FJÁR- FRAMLÖG til starfsemi templara í landinu! Þá kvað hann fylgið við templaralist- ann í síðustu bæjarstjórnar- kosningum hvergi hafa gef- ið nándar nærri nokkra hug mynd um fylgi templara, hér í borginni, — en engu að síður sagði hann skömmu síðar templara hvergi nærri nógu fjölmenna eða fjár- sterka til að koma upp húsi yfir starfsemi sína! Til þess þyrftu þeir svo gífurlega aukna opinbera styrki! Hann kvað einu styrkina við Stórstúkuna vera ríkis- styrkinn (290 þúsund) auk einhverra smáframlaga ým- issa bæjarfélaga. Hins vegar var hann — að sjálfsögðu — ekkert að hafa fyrir því að minnast á stærsta styrkinn, sem stúkustarfsemin í land- inu nýtur, sem er skattfríð- indin af rekstri skemmti- staða, kvikmyndahúss og i gistihúss, sem mun nema a. m. k. hundruðum þúsunda króna árlega! Ekki var held- ur á honum að skilja, að templarar ættu neinar eign- ir, og varð blaðamönnum heldur ekki á að inna hann eftir því, á hvaða verði Stór stúkan hygðist selja Frí- kirkjuveg II — ef til kæmi! Ýmislegt fleira kom þarna fram athyglisvert, er bíður betri athugunar Það |er ekki á hverium degi, sem templarar voga sér að rétt- læta tilveru sína á opinber- um vettvangi, eða jafnoft og þeir gefa heilbrigðri skyn- semi höggstað á sýndar- mennsku sinni og plathug- sjónum. Sjoppurnar (Framh. af bls. 8) bóta“-mál, jafnvel þegar um er að ræða úrbætur á „úr- bótum“ þeirra sjálfra! Henda menn gaman að þessum hringsnúningi fyrir norðan, og hafa í flimting- um, hvort templarar fari nú að berjast fyrir opnun sjopp- anna á ný! : í l í i ji I !

x

Ný vikutíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.