Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Blaðsíða 6
NÝ VIKUTÍÐINDI
I
Kiúbburinn
Birgitte Folk
Syngur og skemmtir
með Neo-tríóinu
Lækjartetg 2,
stmi 35 3 55.
illllllllllllllUlllllllltlllllllllllllllfMfllllllllllllllllllllllllli
| Stœðishúsinu. — Boröpant- |
anir i síma 12339.
! SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ \
5 S
* s
FRAMHALDSSAGAN
— Eg er hræddur um, að þessi atburður hafi haft
meiri áhrif á hana en okkur óraði fyrir, sagði Ed við
Russell.
— Já, svaraði Russell. Hann var dapur og hjálpar-
vana: — Hún er svo ósköp taugaóstyrk þessa dagana,
það hefur svo margt gengið á móti henni upp á síð-
kastið. Henni finnst þetta ekkert ganga í leikhúsinu.
hun hefur misst hugrekkið, og finnst h'ún'" ‘útúndan.
Og þá þurfti þetta endilega að koma fyrir. Burtséð
frá því, að þetta var barn, þá var þetta allt svo auð-
mýkjandi.
— Já, sagði Ed alvarlegur í bragði. Vesalings Made-
line. Eg vildi bara, að það væri eitthvað, sem ég gæti
gert fyrir hana. Eg býst við, að það sé eins með þig.
Meðan Madeline svaf, sátu þau inni í dagstofunni og
fylgdust með slagboltakeppni í sjónvarpinu. En hugs-
anir Russells voru stöðugt að hvarfla aftur til þess.
sem gerzt hafði með þessum heimskupörum stráksins.
Hann gerði sér ljóst núna, að þetta hafði ekki bara
verið reiði hjá honum sjálfum. Það hafði líka verið
sektarmeðvitund, rétt eins og þetta augljósa rang-
læti gagnvart henni væri táknræn mynd alls leynilega
ranglætisins, sem hann hafði bakað henni. Voru kjána-
leg strákapör verri en framkoma hans gagnvart Suzy
Olivier? Var það ekki þessi augljósa auðmýking Made-
line, sem hafði opnað augu hans fyrir sekt hans og
veitt honum aukna ástæðu til að reiðast? Var það ekki
þess vegna, sem hann hafði boðið hættunni byrginn?
I von um að verða meiddur, hljóta verðskuldaða ráðn-
ingu-
Rétt eins og það stæði í vissu sambandi við hugrenn-
ingar hans. bárust kynferðismorð í tal seinna um
kvöldið. Það spannst af því, að þau fóru aftur að tala
um leikkonuna Gaya Graves.
— Nú man ég eftir henni, sagði Russell, hún lék
í músíkmynd hjá Cabot fyrir nokkrum árum.
— Stendur heima, sagði Madeline. Hún stóð í nánu
sambandi við Cabot um það leyti. Manstu ekki, að
ég sagði þér frá því?
— Ó jú, það var víst einhver einkalögreglumaður
flæktur inn í það.
— Já. Madeline sneri sér að Ed og Coru: — Eigin-
kona kvikmyndaframleiðandans setti einkaleynilög-
reglumann til höfuðs manni sinum. Og þegar hún
komst á snoðir um kunningsskap hans og Cora, þá
fékk hún eiginmanninn til að fallast á að skipta sér
ekkert af málum hennar sjálfrar.
— Eg hef stundum verið að segja þér frá svona
nokkru, Cora, sagði Ed. Svona er stórborgarlífið.
— Eg efast um, að stórborgin hafi svosem nokkum
einkarétt á þessháttar? svaraði Cora.
— Þú átt við, að það séu syndarar i Morrisvellie
líka? spurði Madeline.
— Við höfum allt, svaraði Ed. Þvottakonur, brjál-
æðinga og syndara. Raunar finnst mér ekki rétt að
tala um syndara. Það em bara þeir bamalegu.
— Alveg rétt, sagði Russell. Börn, hvað gáfur snert-
ir, með fuilþroskuð kynfæri.
— Lítið nú bara á hjónin héma á næstu hæð fyrir
neðan, sagði Ed. Konan var að strjúka með öðrum.
Ekkert orð til útskýringa- Eg held ekki, að hann hafi
í rauninni langað neitt til þess. En hún hafði ekki
tíma tii að átta sig á, hversu líkir þeir voru, eigin-
maðurinn hennar og þessi nýi maður, þannig að það
var í rauninni ekki ómaksins virði að gera allt þetta
veður út af þessu. En þeim var ógjörningur að stand-
ast á móti nýnæminu, tilbreytingunni, sem bauðst,
spennandi upplifun. Þú hittir einmitt naglann á höf-
uðið með samlíkingimni við gáfur barns en fullþrosk-
uð kynfæri.
— Þetta virðist hreinlega lýsa sér eins og sjúkdóm-
ur, sagði Ed eftir dálitla stund. Og breiðist út eins og
smitun. Eg held, að ég skilji eitthvað af ástæðunum
fyrir þessu, en ég vildi bara að ég skildi þetta til hlít-
ar. En ég færi þá kannske að gera mér óþarfa grillur
um framtíðina, ef ég í rauninni skildi þetta.
— Heldurðu, að þetta sé algengara nú á tímum en
í gamla daga? spurði Ed.
— Já, það held ég.
— Ed er miður sín þessa dagana og einmitt út af
þessu- 1 fyrsta lagi var það þetta með hjónin á næstu
hæð, og í síðustu viku frétti hann svo, að náfrænka
hans ein væri að skilja við manninn, sagði Cora. Og
á skrifstofunni vinnur hann með tveim mönnum, sem
ekki gera annað allan guðslangan daginn en gorta af
framhjáhaldi sínu. Það er eins og maður sé umgirtur
þessu á alla vegu.
, —. Ef til vill hafa þarna safnazt að okkur þessi fáu
éinstöku tilfelli, sagði Ed, en ég fyrir mitt leýti álít
þetta orðið almennt. Hvað um þig, Russell?
Russell leit hvasst á hann. Einhvern veginn fannst
honum ekkl verið að sneiða að sér. Og hvers vegna
skyldi það líka vera? Þeir Ed höfðu rætt fram og aft-
ur um hin ólíkustu málefni, það var aðalskemmtun
þeirra. Ed hlaut að vera að tala í alvöru.
— Ef tii vill stafar betta bara af því, að við séum
að verða gamlir, svaraðj hann.
— Við vorum að tala um þetta eeinast í gær, sagði
Madeline. Einkennilegt, að við skulum einmitt koma
inn á þetta núna-
— Hvað áttu við með því, að kannske séum við að
verða gamlir? spurði Ed.
— Eg á við það, að kunningjar okkar séu komnir
á það aldursskeið. þar sem þeim leiðist auðveldlegar.
Hingað til hafa ekki verið svo miklir möguleikar til
þess í okkar aldursflokki.
— Þú heldur sem sagt ekki, að siðferði fólks sé lak-
ara nú en áður fyrri? spurði Cora. Hver heldur þú, að
ástæðan geti verið?
— Þú gerir ekki litlar kröfur til min, sasrði Russell.
1 hvaða vasa heldurðu. að ég geymi svarið?
— Eg helu. að þetta sé eiginlega eins og pendúh,
sagði Ed. Hann sveiflaðist fram og aftur, frá einum
öfgunum til annarra. Maður sér þetta gegnum alla sög-
una, tímabil með ströngum lífsvenjum, og á næsta
leyti annað lauslætistímabil í villtum munaði.
— Þetta er einmitt það, sem við vorum að tala um
í gærkveldi sagði Madeline.
— Pendúlsveiflan leynir sér ekki, sagði Russell.
Eftir henni hlýtur hver skólastrákur að taka þegar
í stað. Áður en siðleysi þriðja áratugsins tók við, ríkti
viktoríanska timabilið, og á undan því var léttúð
nítjándu aldarinnar.
— Og Cromwell þar á undan! sagði Madeline,
— Hárétt! sagði Russell. Og þar á undan léttúð
Elísabetartímabilsins.
— En nú held ég að pendúllinn hafi sveiflast það
langt yfir. að hann sitji nú fastur sagði Ed. Hinar
sveiflurnar hafa ekki tekið nema fimmtíu, sextíu.
kannske hundrað ár. Og alltaf hefur það legið í aug-
l