Ný vikutíðindi - 22.02.1963, Side 4
Ní VIKUTlÐINDI
Efni m. a.:
Febrúarheftið er komið út.
Karlmannablaðið
SKUGGAR
Kynsvall hjóna í leyni-
lílúbbum
Spennandi og djörf grein um
bandarískt vandamál.
Óður morðingi — eða
hugdjörf hetja
Spennandi grein úr Afríku-
styrjöldinni.
Stríðsmennirnir frá Þebu.
Bókarkafli, sem á hispurs-
lausan og óvenjulegan hátt
lýsir einni hlið lífsins um
borð í herskipi.
Bófadrottningin Putli
Frásaga af djörfustu ræn-
ingjadrottningu Indlands.
Tjaran
(Framh. af bls. 1)
í mörg ár, og við skorum á
Guðmund Guðmimdsson að
kæra okkur aftur fyrir meið
yrði. Það yrði fróðlegt að sjá
niðurstöðu Hæstaréttar í því
máli.
Það skyldi þó aldrei vera,
að Guðmundur væri ekki
einn um þetta tjörumál og
flugmálastjóri ætti þar einn-
ig hlut að máli- Þeir félagar
geta þá kært í sameiningu
og við endurtökum ásökun-
ina um að það sé vítavert
kæruleysi að hafa um ára-
bil tjöru á vatnstönkum vall
arins.
Hæstiréttur fær svo vænt-
anlega málið til meðferðar.
Lögreglan
(Framh. af bls. 1)
hversu illa þeir eru haldnir
af sjúkdómi sínum- Sumir
hafa sýnt sig í þvi að skapa
hættu í ósjálfræði; ekki
aðeins öðrum, heldur og
sjálfum sér.
Við þetta bætist, að lög-1
reglumenn, sem hafa þó yfr-j
>ð nóg í sinni könnu, eru
önnum kafnir við að elta
uppi slíka brjálæðinga, án
þess þó að geta nokkuð við
þá gert annað en stungið
þeim næturlangt inn í fanga
klefana að Síðumúla og
geymt þá þar næturlangt.
Morguninn eftir er þeim
sleppt, og þá upphefst elt-
ingarleikurinn að nýju.
Það er þjóðfélaginu og þá
sérstaklega framámönnum
þess skömm að því, hversu
úrbætur í þessum málum
hafa dregizt lengi. Það má
þó öllum ljóst vera. hver
voði er á ferðum.
hörkuspennandi
REYFARI |
••
VERTU SÆL, MtN KÆRA *
Isl. texti eftir Valgeir Sigurðsson vúð lagið Adios
Amigos kynnt af hljómsveit Svavars Gests og Ragn-
ari Bjarnasyni í Ríkisútvarpinu smmud. 17. febr.
Vertu sæl, mín kæra, og ég þakka þér.
Það þýtur í ránum og brotnar við sker.
Á sjóinn fer bátur frá bryggju í nótt,
gegnum brim og rastir til fiskjar er sótt.
Vertu sæl, mín kæra. Þó að kalt sé þar
og krappur sé leilcur við ólgandi mar,
um djúp verður sótt bæði heiman og heim,
því að höf þeim lúta, sem storka þeim.
Gegnmn brim og rastir þegar ber mig fley,
ég bylgjur skal varast en hræðast ei-
í höfn yfir sjó ég sigli til þín.
Vertu sæl, mín kæra, þú bíður mín.
HÓTEL SAGA
hefur fyrir nokkru opnað !
sinn glæsilega Stjörnu- eða j
Astra-sal, þar sem einhverjar
beztu máltíðir bæjarins hafa
verið framreiddar. Nú stendur
til upp úr næstu mánaðumótum
að opna samkomusal hótelsins,
og mun það fara fram með mik
illi viðhöfn. Mun standa til, að
opnunarhátíðin verði gerð á-
nægjuleg og eftirminnileg með
þvi að stefna þangað fyrirfólki
borgarinnar, og mun það vera
Blaðamannafélagið, sem fyrir
hátíðinni stendur í samráöi við
hótelstjórnina. „Pressuball“ sem
þelta er í miklum hávegum tneð
al annarra þjóða, og mikil eftir
sókn að fá að sýna sig þar og
sjá aðra.
Við höfum það eftir áreið-
anlegum heimildum, að hin vin
sæla hljómsveit Svavars Gests
muni skemmta i þcssum nýja
samkomusal, a. m. k. til að
byrja með.
SVAVAR GESTS
er aldeilis kominn á strik
í útvarpsþáttunum sínum, og al-
mannarómur, að þeir beri langt
af öðru útvarpsefni. I þættin-
um á sunnudaginn söng Ragn-
ar betur en nokkru sinni fyrr,
a. m. k. að áliti tveggja ungra
stúlkna, sem hringdu til okkar
og báðu okkur að útvega sér
textann við Adios Amigos, sem
við brugðum skjótt við og náð-
um í. Við erum þeim — og
öðrum — sammála um, að text-
ar Valgeirs Sigurðssonar, en
Ragnar hefur kynnt allmarga
þeirra, séu með því bezta, sem
fram hefur komið af því tagi.
Flest var með ágætum flutt
þarna, gamanþátturinn í með-
förum Karls hreinasta snilld,
spurningarnar lævisar og
skemmtilegar. og útúrsnúning-
arnir hreint áfbragð. Hins vegar
var flutningurinn á sæmilegum
I gamanvísum Guðrúnar Gisla-
! dóttur afleitur. En þátturinn i
j heild var prýðilegur, — og við
erum ekki einir um þá skoðun,
að Svavar mætti heyrast miklu
oftar. Við erum heldur ekki
búnir að fá okkur sjónvarpl
HÓTEL BORG
heldur sínum forna glæsibrag
og vinsældum, og virðist eng-
an veginn hafa sett vitund of-
an í harðri samkeppni. Þar leik
ur ein bezta hljómsveit borgar-
innar, Jón Páll og félagar, og
þar syngur Elly Vilhjálms.
Á matmáls- og kaffitímum fá
um við svo að heyra þá Jónas
Dagbjartsson, fiðluleikara og
Guðjón Pálsson, píanóleikara,
með sína ánægjulegu létt-klass-
ísku músík, prýðilega flutta.
Hótel Borg er eini skemmtistað-
urinn, sem býður gestum sín-
um upp á tónlist í hádeginu og
eftirmiðdagsmúsík, — og þar
er jafnan mannmargt.
Athugið!
Greinar, sem birtast
eiga í blaöinu, burfa
aö hafa borizt fyrir
mánudagskvöld
1 síðasta lagi.
Ný Vikutíöindí
Símar 14856 og 19150.
Höfðatúni 2 (uppi) —